„Hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júlí 2024 20:52 Erlendur við árbakkann. Hann segist langþreyttur á baráttu sinni við kerfið, sem spanni áratugi en hafi litlu sem engu skilað. Vísir/Einar Bóndi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu lýsir miklum raunum í áratugalangri baráttu við kerfið, en á sem rennur um land hans er upp urin. Hrygningarfiskar í ánni eru flestir dauðir og útlitið er svart. Grenlækur, sem hefur verið þurr síðan í maí, en vatnsleysi hefur komið þar upp með nokkurra ára millibili, síðast 2021. „Þetta var fengsælasta silungsveiðivatn á Íslandi í nokkur ár, en svona er það í dag,“ sagði Erlendur Björnsson bóndi á Seglbúðum við bakka Grenlækjar, þar sem fréttamaður ræddi við hann. Víða um árfarveginn má sjá hausa og bein úr dauðum fiskum, en minkar, refir og fuglar hafa gert sér mat úr hræjum sjóbirtinga sem hafa drepist vegna vatnsleysisins. Stjórnvöld löngu upplýst Erlendur segir stjórnvöldum strax hafa verið gert viðvart þegar þurrkurinn í ár gerði vart við sig. „Þeir hafa upplýsingar um þetta fyrir tveimur mánuðum síðan. Að það skuli ekkert hafa verið gert í kerfinu. Ekki neitt,“ segir Erlendur. Málinu hafi verið kastað milli ráðuneyta innviðamála, umhverfismála og matvæla, auk þess sem forsætisráðuneytið hefði einnig haft það á sínu borði. Erlendur segir ástæðu þurrksins vera garða sem reistir til að vernda þjóðveginn og gróður í Eldhrauni. Garðarnir, sem reistir voru 1992 og árin á eftir, hefti rennsli vatns úr árkvíslum sem renni út á Eldhraun. „Þegar lækurinn er þurr, '98, þá er garðurinn rofinn. Þá var farvegurinn svona þurr, þá var garðurinn rofinn og vatn fór að renna fáum dögum seinna.“ Hér var áður hylur, og ein af hrygningarstöðvum Grenlækjar, en er aðeins lítill pollur í dag.Vísir/Einar Garðurinn hafi síðan verið reistur aftur, en Erlendur fékk kröfu sína um umhverfismat á framkvæmdinni ekki samþykkta, þar sem garðurinn ætti aðeins að standa í fjögur ár í tilraunaskyni. „Og hann stendur enn, 24 árum seinna.“ Hann hafi reynt að hreyfa andmælum við endurreisn garðsins. „Ég er búinn að berjast í áratugi, og sagði að þetta myndi gerast.“ Ólýsanlegt að sjá fiskana á víð og dreif Árið 2017 tapaði veiðifélag Grenlækjar skaðabótamáli fyrir Hæstarétti vegna garðanna, þar sem ekki var talið sannað að orsakasamband væri á milli garðanna og tjóns vegna samdráttar á veiði í læknum. Málið snúist þó ekki aðeins um fjárhagslega hagsmuni. „Þetta er allt lífríkið, allt vistkerfið. Þetta er bara hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað.“ Það sé erfitt að ganga um svæðið og sjá dauða fiskana á víð og dreif um farveginn, þar sem Grenlækur rann áður. „Það er ekki hægt að lýsa því, og ég er bara afskaplega þreyttur á þessu núna,“ segir Erlendur, og ljóst að ástandið á ánni tekur á hann. Mörg ráðuneyti en fábreytt svör Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun, sem hóf að vekja athygli á ástandinu í Grenlæk við stjórnvöld í maí, eru áhrif þurrksins á lífríki árinnar líklegri til að vera varanleg eftir því sem nær líður göngutíma sjóbirtinga í ána. Þá hafi borist þau svör frá matvælaráðuneytinu að málið ætti heima á borði innviðaráðherra. Forsætisráðherra hefur þá tjáð fréttastofu að hann hafi beint því til umhverfisráðherra að skoða málið, en samkvæmt svörum innan úr umhverfisráðuneytinu er til skoðunar þar. Stangveiði Skaftárhreppur Vegagerð Umhverfismál Dýr Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Grenlækur, sem hefur verið þurr síðan í maí, en vatnsleysi hefur komið þar upp með nokkurra ára millibili, síðast 2021. „Þetta var fengsælasta silungsveiðivatn á Íslandi í nokkur ár, en svona er það í dag,“ sagði Erlendur Björnsson bóndi á Seglbúðum við bakka Grenlækjar, þar sem fréttamaður ræddi við hann. Víða um árfarveginn má sjá hausa og bein úr dauðum fiskum, en minkar, refir og fuglar hafa gert sér mat úr hræjum sjóbirtinga sem hafa drepist vegna vatnsleysisins. Stjórnvöld löngu upplýst Erlendur segir stjórnvöldum strax hafa verið gert viðvart þegar þurrkurinn í ár gerði vart við sig. „Þeir hafa upplýsingar um þetta fyrir tveimur mánuðum síðan. Að það skuli ekkert hafa verið gert í kerfinu. Ekki neitt,“ segir Erlendur. Málinu hafi verið kastað milli ráðuneyta innviðamála, umhverfismála og matvæla, auk þess sem forsætisráðuneytið hefði einnig haft það á sínu borði. Erlendur segir ástæðu þurrksins vera garða sem reistir til að vernda þjóðveginn og gróður í Eldhrauni. Garðarnir, sem reistir voru 1992 og árin á eftir, hefti rennsli vatns úr árkvíslum sem renni út á Eldhraun. „Þegar lækurinn er þurr, '98, þá er garðurinn rofinn. Þá var farvegurinn svona þurr, þá var garðurinn rofinn og vatn fór að renna fáum dögum seinna.“ Hér var áður hylur, og ein af hrygningarstöðvum Grenlækjar, en er aðeins lítill pollur í dag.Vísir/Einar Garðurinn hafi síðan verið reistur aftur, en Erlendur fékk kröfu sína um umhverfismat á framkvæmdinni ekki samþykkta, þar sem garðurinn ætti aðeins að standa í fjögur ár í tilraunaskyni. „Og hann stendur enn, 24 árum seinna.“ Hann hafi reynt að hreyfa andmælum við endurreisn garðsins. „Ég er búinn að berjast í áratugi, og sagði að þetta myndi gerast.“ Ólýsanlegt að sjá fiskana á víð og dreif Árið 2017 tapaði veiðifélag Grenlækjar skaðabótamáli fyrir Hæstarétti vegna garðanna, þar sem ekki var talið sannað að orsakasamband væri á milli garðanna og tjóns vegna samdráttar á veiði í læknum. Málið snúist þó ekki aðeins um fjárhagslega hagsmuni. „Þetta er allt lífríkið, allt vistkerfið. Þetta er bara hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað.“ Það sé erfitt að ganga um svæðið og sjá dauða fiskana á víð og dreif um farveginn, þar sem Grenlækur rann áður. „Það er ekki hægt að lýsa því, og ég er bara afskaplega þreyttur á þessu núna,“ segir Erlendur, og ljóst að ástandið á ánni tekur á hann. Mörg ráðuneyti en fábreytt svör Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun, sem hóf að vekja athygli á ástandinu í Grenlæk við stjórnvöld í maí, eru áhrif þurrksins á lífríki árinnar líklegri til að vera varanleg eftir því sem nær líður göngutíma sjóbirtinga í ána. Þá hafi borist þau svör frá matvælaráðuneytinu að málið ætti heima á borði innviðaráðherra. Forsætisráðherra hefur þá tjáð fréttastofu að hann hafi beint því til umhverfisráðherra að skoða málið, en samkvæmt svörum innan úr umhverfisráðuneytinu er til skoðunar þar.
Stangveiði Skaftárhreppur Vegagerð Umhverfismál Dýr Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira