Viðsnúningur í frönsku þingkosningunum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júlí 2024 18:25 Útgönguspánni var fagnað á götum Parísar. epa Bandalag vinstriflokka í Frakklandi tekur forystu í útgönguspá sem birt var klukkan sex eftir að kjörstaðir lokuðu. Seinni umferð þingkosninga fór fram í dag þar sem margir kjósendur virðast ætla að kjósa taktískt til þess að koma í veg fyrir að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin komist til valda. Fyrir kosningar hafði þjóðfylkingin, undir stjórn Marine le Pen og Jordan Bardella, farið með himinskautum í skoðanakönnunum. Þeir frönsku miðlar sem birtu útgönguspá klukkan sex virðast á einu máli um að bandalag vinstriflokka muni fá flest þeirra 577 þingsæta sem í boði eru. Vinstriflokkarnir virðast ætla að halda sínum hlut með 172 til 192 sæti. Flokkabandalag miðjuflokka forsetans Emmanuel Macron fær 150-170 samkvæmt spám og Þjóðfylkingin 132-152. 🗳️🇫🇷Election #legislatives2024 : 2e tourProjection en sièges à l’Assemblée nationaleNouveau Front Pop. : 180-215Ensemble (Majo. Pres.) : 150-180RN et alliés : 120-150@IfopOpinion pour @TF1 @LCI (20H00) pic.twitter.com/kE1nMaVMLU— Ifop Opinion (@IfopOpinion) July 7, 2024 Svo virðist sem að margir kjósendur hafi kosið taktískt í kosningunum, að því er fram kemur í umfjöllun franskra miðla. Í frönsku þingkosningunum er kosið í 577 einmenningskjördæmum. Í aðdraganda seinni umferðar hafa þónokkrir frambjóðendur dregið framboð sitt til baka og vikið fyrir þeim frambjóðenda sem er líklegastur til þess að sigra þjóðfylkinguna. Hægriflokkurinn virðist ætla að gjalda fyrir þetta í kosningunum í dag. Franska þjóðfylkingin vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga fyrir rúmri viku. Þjóðfylkingin hlaut 33 prósent atkvæða í fyrri umferð þingkosninganna, bandalag vinstriflokka hlaut 28 prósent atkvæða á meðan miðjuflokkar Emmanuels Macron hlutu 22 prósent. Kjörsókn hefur verið með besta móti. Greint var frá því fyrr í dag að kjörsókn væri 59,7 prósent, sem er töluverð bæting frá síðustu kosningum árið 2022 þegar kjörsókn reyndist aðeins 38 prósent. Jean-Luc Mélenchon er formaður stærsta flokksins innan bandalagsins.getty Frakkland Tengdar fréttir Í höndum Macron að koma í veg fyrir stórsigur Le Pen Franska þjóðfylkingin vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í gær. Stjórnmálafræðingur segir þetta merki um þróun mála á Vesturlöndum. Íslendingur búsettur í Frakklandi segir það nú í höndum Macron Frakklandsforseta hvort vinstri- og miðflokkar sameinist gegn þjóðfylkingunni. 1. júlí 2024 20:30 Franska þjóðfylkingin leiðir samkvæmt útgönguspám Samkvæmt útgönguspám í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi leiðir Franska þjóðfylkingin með 34 prósenta fylgi. 30. júní 2024 18:09 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Fyrir kosningar hafði þjóðfylkingin, undir stjórn Marine le Pen og Jordan Bardella, farið með himinskautum í skoðanakönnunum. Þeir frönsku miðlar sem birtu útgönguspá klukkan sex virðast á einu máli um að bandalag vinstriflokka muni fá flest þeirra 577 þingsæta sem í boði eru. Vinstriflokkarnir virðast ætla að halda sínum hlut með 172 til 192 sæti. Flokkabandalag miðjuflokka forsetans Emmanuel Macron fær 150-170 samkvæmt spám og Þjóðfylkingin 132-152. 🗳️🇫🇷Election #legislatives2024 : 2e tourProjection en sièges à l’Assemblée nationaleNouveau Front Pop. : 180-215Ensemble (Majo. Pres.) : 150-180RN et alliés : 120-150@IfopOpinion pour @TF1 @LCI (20H00) pic.twitter.com/kE1nMaVMLU— Ifop Opinion (@IfopOpinion) July 7, 2024 Svo virðist sem að margir kjósendur hafi kosið taktískt í kosningunum, að því er fram kemur í umfjöllun franskra miðla. Í frönsku þingkosningunum er kosið í 577 einmenningskjördæmum. Í aðdraganda seinni umferðar hafa þónokkrir frambjóðendur dregið framboð sitt til baka og vikið fyrir þeim frambjóðenda sem er líklegastur til þess að sigra þjóðfylkinguna. Hægriflokkurinn virðist ætla að gjalda fyrir þetta í kosningunum í dag. Franska þjóðfylkingin vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga fyrir rúmri viku. Þjóðfylkingin hlaut 33 prósent atkvæða í fyrri umferð þingkosninganna, bandalag vinstriflokka hlaut 28 prósent atkvæða á meðan miðjuflokkar Emmanuels Macron hlutu 22 prósent. Kjörsókn hefur verið með besta móti. Greint var frá því fyrr í dag að kjörsókn væri 59,7 prósent, sem er töluverð bæting frá síðustu kosningum árið 2022 þegar kjörsókn reyndist aðeins 38 prósent. Jean-Luc Mélenchon er formaður stærsta flokksins innan bandalagsins.getty
Frakkland Tengdar fréttir Í höndum Macron að koma í veg fyrir stórsigur Le Pen Franska þjóðfylkingin vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í gær. Stjórnmálafræðingur segir þetta merki um þróun mála á Vesturlöndum. Íslendingur búsettur í Frakklandi segir það nú í höndum Macron Frakklandsforseta hvort vinstri- og miðflokkar sameinist gegn þjóðfylkingunni. 1. júlí 2024 20:30 Franska þjóðfylkingin leiðir samkvæmt útgönguspám Samkvæmt útgönguspám í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi leiðir Franska þjóðfylkingin með 34 prósenta fylgi. 30. júní 2024 18:09 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Í höndum Macron að koma í veg fyrir stórsigur Le Pen Franska þjóðfylkingin vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í gær. Stjórnmálafræðingur segir þetta merki um þróun mála á Vesturlöndum. Íslendingur búsettur í Frakklandi segir það nú í höndum Macron Frakklandsforseta hvort vinstri- og miðflokkar sameinist gegn þjóðfylkingunni. 1. júlí 2024 20:30
Franska þjóðfylkingin leiðir samkvæmt útgönguspám Samkvæmt útgönguspám í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi leiðir Franska þjóðfylkingin með 34 prósenta fylgi. 30. júní 2024 18:09