Nekt bönnuð í sánunni og sundlaugargestir ósáttir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júlí 2024 11:24 Í fimm sundlaugum höfuðborgarinnar er hægt að komast í sánu, í Vesturbæjarlaug, Sundhöllinni, Klébergslaug, Grafarvogslaug og Breiðholtslaug. Sú síðastnefnda var valin sú besta af finnska sendiráðinu fyrir tveimur árum. Vísir Fastagestir Breiðholtslaugar eru óánægðir með breytingar á reglum tengdum sánunni við laugina sem nýlega tóku gildi. Finnska sendiráðið útnefndi sánuna þá bestu í Reykjavík fyrir tveimur árum, en nú vilja einhverjir svipta sánuna þeim titli. Gunnar Magnús Diego vekur máls á þessu í Facebook-hópnum Íbúasamtökin Betra Breiðholt, þar sem hann segir að búið sé að eyðileggja sánuna með reglunum. Samkvæmt þeim verður fólk að vera í sundfötum með handklæði undir sér, sem hann segir að myndi teljast fyrir neðan allar hellur í öðrum Evrópulöndum vegna baktería. Þá sé búið að fjarlægja sápuna úr sturtunni svo gestir geti ekki lengur þvegið sér almennilega fyrir og eftir. Og í þokkabót lykti sánan eins og klór og skítur. Þá sé búið að festa hurðirnar fram á gang opnar, „til þess að allir sjái inn og fólk fari sér alls ekki að voða með því að fara úr skýlunni og þrífi sig almennilega,“ segir Gunnar. Forstöðumaður vill ekkert segja Færslan vakti athygli meðlima í íbúahópnum, sem margir lýstu yfir áhyggjum af breytingunum. Aðrir sögðu þær skref í rétta átt. Kynjaskiptar sánur, eins og sú í Breiðholtslaug, séu barn síns tíma. Í samtali við Vísi segir Gunnar breytingarnar klárlega afturför. Hann hafi spurt starfsmann hvað kæmi til og fengið þau svör að þetta væru nýjar reglur og þeim yrði ekki breytt aftur. „Mér finnst þetta svo skrítið af því að þau fengu vottun frá finnska sendiráðinu, að þetta væri besta sánan, hvort þessi breyting væri í anda Finnanna,“ segir Gunnar. Hann viðrar hugmyndina um að taka niður viðurkenningarspjaldið, sem enn hangir í anddyrinu. Fréttastofa hafði samband við Hafliða Pál Guðjónsson forstöðumann Breiðholtslaugar, sem sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. Sundlaugar Reykjavík Finnland Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
Gunnar Magnús Diego vekur máls á þessu í Facebook-hópnum Íbúasamtökin Betra Breiðholt, þar sem hann segir að búið sé að eyðileggja sánuna með reglunum. Samkvæmt þeim verður fólk að vera í sundfötum með handklæði undir sér, sem hann segir að myndi teljast fyrir neðan allar hellur í öðrum Evrópulöndum vegna baktería. Þá sé búið að fjarlægja sápuna úr sturtunni svo gestir geti ekki lengur þvegið sér almennilega fyrir og eftir. Og í þokkabót lykti sánan eins og klór og skítur. Þá sé búið að festa hurðirnar fram á gang opnar, „til þess að allir sjái inn og fólk fari sér alls ekki að voða með því að fara úr skýlunni og þrífi sig almennilega,“ segir Gunnar. Forstöðumaður vill ekkert segja Færslan vakti athygli meðlima í íbúahópnum, sem margir lýstu yfir áhyggjum af breytingunum. Aðrir sögðu þær skref í rétta átt. Kynjaskiptar sánur, eins og sú í Breiðholtslaug, séu barn síns tíma. Í samtali við Vísi segir Gunnar breytingarnar klárlega afturför. Hann hafi spurt starfsmann hvað kæmi til og fengið þau svör að þetta væru nýjar reglur og þeim yrði ekki breytt aftur. „Mér finnst þetta svo skrítið af því að þau fengu vottun frá finnska sendiráðinu, að þetta væri besta sánan, hvort þessi breyting væri í anda Finnanna,“ segir Gunnar. Hann viðrar hugmyndina um að taka niður viðurkenningarspjaldið, sem enn hangir í anddyrinu. Fréttastofa hafði samband við Hafliða Pál Guðjónsson forstöðumann Breiðholtslaugar, sem sagðist ekki ætla að tjá sig um málið.
Sundlaugar Reykjavík Finnland Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira