Paul Mescal fer með hlutverk Luciusar, fullorðins sonar Lucillu úr upphaflegu myndinni. Pedro Pascal fer með hlutverk Marcusar Acaciusar herforingja.
Stiklan hefst á lýsingu á uppruna Luciusar og tekið er fram að hann þekki ekki fæðingarstað sinn né foreldra. Þá birtist stórleikarinn Denzel Washington í hlutverki vopnasalans Macrinusar.
Handritið er skrifað af þeim Peter Craig og David Scarpa en myndin verður frumsýnd hér á landi 14. nóvember næstkomandi.