„Ekki segja þjálfaranum það“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júlí 2024 08:30 Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar. Vísir/Einar Hilmar Árni Halldórsson segir mikla spennu á meðal Stjörnumanna fyrir leik kvöldsins við Linfield í Sambandsdeildinni í fótbolta. Leikmenn hafa verið í yfirvinnu að fara yfir greiningarvinnu þjálfarans. „Það er gríðarleg tilhlökkun. Þetta er öðruvísi verkefni, það er ótrúlega gaman að takast á við lið sem eru með öðruvísi stíl, kúltúr, Evrópukvöldin verða öðruvísi inni á vellinum. Við erum ótrúlega spenntir,“ segir Hilmar um leik kvöldsins en hvernig er þá stíll og kúltúr þessa andstæðings? „Þetta er breskt lið. Þeir eru aggressívir, massívir og vilja fara í krossana. Við erum búnir að fara yfir það og eigum von á öflugu liði.“ Klippa: „Ég var ekkert að grínast með það“ Heimavinnan ekkert grín Á blaðamannafundi í gær nefndi Hilmar að Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, hefði farið í djúpa greiningarvinnu á norður-írska liðinu. Leikmenn hafi fengið mikla heimavinnu. „Ég var ekkert að grínast með það að ég held að þetta hafi verið 300 klippur. Við áttum bara að sigta í gegnum þær, hver og einn,“ segir Hilmar. Fór hann yfir allar 300? „Ég tók örugglega svona 150 eða eitthvað. Ekki segja þjálfaranum það,“ segir Hilmar og hlær. Heimaleikurinn kemur ekki aftur Búast má við því að Stjörnumenn verði töluvert meira með boltann í leiknum og að þeir bresku setjist aftar. Garðbæingar sækja því til sigurs. „Það á að vera aggressívir. Mín reynsla af þessum heimi er að þú færð heimaleikinn ekki aftur. Þeir munu mögulega koma til með að verða sáttir við jafntefli á morgun. Við ætlum að sækja sigur,“ segir Hilmar. Markalaust jafntefli Víkings við Shamrock Rovers í fyrrakvöld, þar sem þeir síðarnefndu pökkuðu í vörn, sé víti til varnaðar. „Klárlega. Víkingarnir reyndu hvað þeir gátu en það er erfitt þegar lið gera þetta. Mögulega mætum við svipuðu á morgun svo við verðum að vera aggressívir,“ segir Hilmar Árni. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Stjarnan og Linfield eigast við klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Tveir aðrir leikir íslenskra liða í Sambandsdeildinni eru á dagskrá. Breiðablik mætir Tikvesh frá Norður-Makedóníu klukkan 18:30 á Stöð 2 Besta deildin 2. Valur mætir Vllaznia frá Albaníu á Hlíðarenda. Sá leikur klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stjarnan Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira
„Það er gríðarleg tilhlökkun. Þetta er öðruvísi verkefni, það er ótrúlega gaman að takast á við lið sem eru með öðruvísi stíl, kúltúr, Evrópukvöldin verða öðruvísi inni á vellinum. Við erum ótrúlega spenntir,“ segir Hilmar um leik kvöldsins en hvernig er þá stíll og kúltúr þessa andstæðings? „Þetta er breskt lið. Þeir eru aggressívir, massívir og vilja fara í krossana. Við erum búnir að fara yfir það og eigum von á öflugu liði.“ Klippa: „Ég var ekkert að grínast með það“ Heimavinnan ekkert grín Á blaðamannafundi í gær nefndi Hilmar að Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, hefði farið í djúpa greiningarvinnu á norður-írska liðinu. Leikmenn hafi fengið mikla heimavinnu. „Ég var ekkert að grínast með það að ég held að þetta hafi verið 300 klippur. Við áttum bara að sigta í gegnum þær, hver og einn,“ segir Hilmar. Fór hann yfir allar 300? „Ég tók örugglega svona 150 eða eitthvað. Ekki segja þjálfaranum það,“ segir Hilmar og hlær. Heimaleikurinn kemur ekki aftur Búast má við því að Stjörnumenn verði töluvert meira með boltann í leiknum og að þeir bresku setjist aftar. Garðbæingar sækja því til sigurs. „Það á að vera aggressívir. Mín reynsla af þessum heimi er að þú færð heimaleikinn ekki aftur. Þeir munu mögulega koma til með að verða sáttir við jafntefli á morgun. Við ætlum að sækja sigur,“ segir Hilmar. Markalaust jafntefli Víkings við Shamrock Rovers í fyrrakvöld, þar sem þeir síðarnefndu pökkuðu í vörn, sé víti til varnaðar. „Klárlega. Víkingarnir reyndu hvað þeir gátu en það er erfitt þegar lið gera þetta. Mögulega mætum við svipuðu á morgun svo við verðum að vera aggressívir,“ segir Hilmar Árni. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Stjarnan og Linfield eigast við klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Tveir aðrir leikir íslenskra liða í Sambandsdeildinni eru á dagskrá. Breiðablik mætir Tikvesh frá Norður-Makedóníu klukkan 18:30 á Stöð 2 Besta deildin 2. Valur mætir Vllaznia frá Albaníu á Hlíðarenda. Sá leikur klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport.
Stjarnan Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira