„Það erfiðasta sem þú gerir í fótbolta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júlí 2024 19:01 Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Einar Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, segir spennu á meðal leikmanna liðsins fyrir Evrópuleik morgundagsins við Linfield frá Norður-Írlandi. Stjarnan mun spila sinn fyrsta Evrópuleik í þrjú ár á morgun en sumarið 2021 féll liðið úr leik fyrir Bohemians frá Írlandi eftir slæmt 3-0 tap ytra. Menn hafa því beðið um hríð eftir því að spila Evrópuleik í Garðabæ á ný. „Ég held að allir séu búnir að bíða lengi eftir þessum leikjum. Þá er líka vonandi að við náum að slaka aðeins á og njóta þess. Það er draumurinn að fara inn í svona leik og þora að spila,“ segir Jökull. Klippa: „Það erfiðasta sem þú gerir í fótbolta“ Jökull segir Linfield-liðið líkamlega sterkt og geti legið til baka. Þó geti verið erfitt að átta sig á styrkleikum þess. „Að einhverju leyti eru þeir það (gamaldags breskt lið). En svo áttar maður sig ekki alveg hversu mikið vellirnir spila mikið inn í það. Þeir eru oft ekki góðir þarna úti. Þeir eru alveg tilbúnir að fara í langa bolta,“ „Þeir eru aggressívir og með góða fótboltamenn. Þetta verður mjög erfitt og við þurfum að vera klárir,“ segir Jökull. Víkingar víti til varnaðar Markalaust jafntefli Víkings við Shamrock Rovers frá Írlandi í gærkvöld geti reynst Stjörnumönnum víti til varnaðar. Írarnir lágu til baka og vörðust vel gegn Víkingum sem stýrði leiknum úti á velli. „Evrópuleikir eru oft lokaðir. Við sjáum Víkingana í gær á móti lágblokk í 95 mínútur og það er það erfiðasta sem þú gerir í fótbolta að brjóta niður lágblokk. Ég tala ekki um þegar þú ert með líkamlegt lið sem líður vel að inni í teignum að bíða eftir fyrirgjöfum. Við þurfum að vera klárir í allt saman, vera hreyfanlegir og dýnamískir,“ segir Jökull. Tilhlökkunin ekki minni hjá þeim eldri Margir ungir leikmenn í liði Stjörnunnar geta átt von á að spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppni á morgun. Það er ástæða til tilhlökkunar en Jökull segir hana ekki minni hjá þeim sem eldri eru. „Það er klárlega spennandi fyrir þá og ég held bara alla. Ég held það sé ekkert mikið minna spennandi fyrir eldri leikmennina, þeir séu peppaðir og finnst eflaust of langt síðan síðast. Ég held þetta geti orðið góður dagur á morgun,“ En man Jökull hvernig það var sjálfur að spila sinn fyrsta Evrópuleik með KR fyrir 21 ári síðan? „Ég held við höfum byrjað í Armeníu á móti Pyunik. Það var mjög skemmtilegt. Þar fann maður líka, sem er eins í dag, að það er rosalegur munur á heimaleik og útileik. Víkingarnir sáu heimaleikinn í gær, fá öðruvísi úti. Ég held það verði eins hjá okkur þar sem þessi lið eru kannski ekki vön gervigrasi,“ segir Jökull. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Stjarnan og Linfield eigast við klukkan 19:00 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Tveir aðrir leikir íslenskra liða eru í Sambandsdeildinni á morgun. Breiðablik mætir Tikvesh frá Norður-Makedóníu klukkan 18:30 á Stöð 2 Besta deildin 2. Valur mætir Vllaznia frá Albaníu á Hlíðarenda. Sá leikur klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stjarnan Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Stjarnan mun spila sinn fyrsta Evrópuleik í þrjú ár á morgun en sumarið 2021 féll liðið úr leik fyrir Bohemians frá Írlandi eftir slæmt 3-0 tap ytra. Menn hafa því beðið um hríð eftir því að spila Evrópuleik í Garðabæ á ný. „Ég held að allir séu búnir að bíða lengi eftir þessum leikjum. Þá er líka vonandi að við náum að slaka aðeins á og njóta þess. Það er draumurinn að fara inn í svona leik og þora að spila,“ segir Jökull. Klippa: „Það erfiðasta sem þú gerir í fótbolta“ Jökull segir Linfield-liðið líkamlega sterkt og geti legið til baka. Þó geti verið erfitt að átta sig á styrkleikum þess. „Að einhverju leyti eru þeir það (gamaldags breskt lið). En svo áttar maður sig ekki alveg hversu mikið vellirnir spila mikið inn í það. Þeir eru oft ekki góðir þarna úti. Þeir eru alveg tilbúnir að fara í langa bolta,“ „Þeir eru aggressívir og með góða fótboltamenn. Þetta verður mjög erfitt og við þurfum að vera klárir,“ segir Jökull. Víkingar víti til varnaðar Markalaust jafntefli Víkings við Shamrock Rovers frá Írlandi í gærkvöld geti reynst Stjörnumönnum víti til varnaðar. Írarnir lágu til baka og vörðust vel gegn Víkingum sem stýrði leiknum úti á velli. „Evrópuleikir eru oft lokaðir. Við sjáum Víkingana í gær á móti lágblokk í 95 mínútur og það er það erfiðasta sem þú gerir í fótbolta að brjóta niður lágblokk. Ég tala ekki um þegar þú ert með líkamlegt lið sem líður vel að inni í teignum að bíða eftir fyrirgjöfum. Við þurfum að vera klárir í allt saman, vera hreyfanlegir og dýnamískir,“ segir Jökull. Tilhlökkunin ekki minni hjá þeim eldri Margir ungir leikmenn í liði Stjörnunnar geta átt von á að spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppni á morgun. Það er ástæða til tilhlökkunar en Jökull segir hana ekki minni hjá þeim sem eldri eru. „Það er klárlega spennandi fyrir þá og ég held bara alla. Ég held það sé ekkert mikið minna spennandi fyrir eldri leikmennina, þeir séu peppaðir og finnst eflaust of langt síðan síðast. Ég held þetta geti orðið góður dagur á morgun,“ En man Jökull hvernig það var sjálfur að spila sinn fyrsta Evrópuleik með KR fyrir 21 ári síðan? „Ég held við höfum byrjað í Armeníu á móti Pyunik. Það var mjög skemmtilegt. Þar fann maður líka, sem er eins í dag, að það er rosalegur munur á heimaleik og útileik. Víkingarnir sáu heimaleikinn í gær, fá öðruvísi úti. Ég held það verði eins hjá okkur þar sem þessi lið eru kannski ekki vön gervigrasi,“ segir Jökull. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Stjarnan og Linfield eigast við klukkan 19:00 annað kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Tveir aðrir leikir íslenskra liða eru í Sambandsdeildinni á morgun. Breiðablik mætir Tikvesh frá Norður-Makedóníu klukkan 18:30 á Stöð 2 Besta deildin 2. Valur mætir Vllaznia frá Albaníu á Hlíðarenda. Sá leikur klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport.
Stjarnan Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira