Williams-systur skutu föstum skotum að karlrembunni Butker Valur Páll Eiríksson skrifar 12. júlí 2024 10:01 Systurnar báru sig vel á rauða dreglinum í gær. Serena til vinstri og Venus hægra megin. Kevin Mazur/Getty Images Systurnar Serena og Venus Williams sendu NFL-leikmanninum Harrison Butker væna pillu á ESPY-verðlaunahátíðinni vestanhafs í gærkvöld. Butker lét umdeild ummæli falla um hlutverk kvenna fyrir skemmstu. ESPY verðlaunahátíðin er haldin árlega vestanhafs hvar bandarískt íþróttafólk er heiðrað. Leikstjórnandinn Patrick Mahomes var valinn íþróttamaður ársins í karlaflokki og körfuboltakonan A'ja Wilson kvennamegin. Serena Williams var kynnir á hátíðinni og jafnframt fyrsta svarta konan til að sinna því hlutverki. Hún var ásamt systur sinni Venus Williams og leikkonunni Quintu Brunson á sviðinu þegar Harrison Butker, liðsfélagi Patrick Mahomes hjá Kansas City Chiefs, barst í tal í tengslum við íþróttir kvenna. Serena and Venus Williams took a shot at #Chiefs K Harrison Butker during tonight's ESPY Awards:pic.twitter.com/7jhacDECV7— Ari Meirov (@MySportsUpdate) July 12, 2024 „Svo njótið kvennaíþrótta líkt og þið mynduð njóta allra aðra íþrótta, vegna þess að þær eru íþróttir“ sagði Venus Williams. „Nema þú Harrison Butker. Við viljum þig ekki,“ sagði Serena. „Ekki á neinn hátt, nokkurn tímann,“ botnaði Brunson. Þær uppskáru mikinn hlátur en Butker hefur verið milli tannana á fólki í sumar vegna umdeildrar ræðu sem hann hélt við útskriftarathöfn í háskóla í Kansas-fylki í maí. Butker fór þar mikinn. Hann lét gamminn geysa um fóstureyðingar, Covid-faraldurinn og gerði lítið úr baráttu hinsegin fólks. Þá sagði Butker flestar konur dreyma um að vera húsmæður og þóttu skoðanirnar sem hann viðraði um hlutverk kynjanna vera heldur forneskjulegar. Aðspurður um ræðuna í kjölfarið stendur Butker heilshugar við orðræðu sína og fékk því að heyra það á verðlaunahátíð gærkvöldsins. Atvikið má sjá í spilaranum að ofan. Bandaríkin NFL Tennis Tengdar fréttir Mahomes ekki sammála Butker en segir hann góða manneskju Patrick Mahomes, leikstjórnandi meistaraliðs Kansas City Chiefs, hefur tjáð sig um ummælin sem Harrison Butker, sparkari liðsins, lét falla á dögunum. 23. maí 2024 08:00 Sér ekki eftir ræðunni umdeildu þó móðir hans sé virtur eðlisfræðingur Harrison Butker, sparkari Kansas City Chiefs – ríkjandi meistara í NFL-deildinni – hefur verið á milli tannanna á fólki eftir vægast sagt umdeilda ræðu sem hann hélt nýverið. Hann segist ekki sjá eftir neinu. 27. maí 2024 07:01 NFL tekur ekki undir umdeild ummæli Butker NFL-deildin hefur gefið út að hún deili ekki skoðunum Harrison Butker, sparkara meistaraliðs Kansas City Chiefs, 17. maí 2024 07:01 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Sjá meira
ESPY verðlaunahátíðin er haldin árlega vestanhafs hvar bandarískt íþróttafólk er heiðrað. Leikstjórnandinn Patrick Mahomes var valinn íþróttamaður ársins í karlaflokki og körfuboltakonan A'ja Wilson kvennamegin. Serena Williams var kynnir á hátíðinni og jafnframt fyrsta svarta konan til að sinna því hlutverki. Hún var ásamt systur sinni Venus Williams og leikkonunni Quintu Brunson á sviðinu þegar Harrison Butker, liðsfélagi Patrick Mahomes hjá Kansas City Chiefs, barst í tal í tengslum við íþróttir kvenna. Serena and Venus Williams took a shot at #Chiefs K Harrison Butker during tonight's ESPY Awards:pic.twitter.com/7jhacDECV7— Ari Meirov (@MySportsUpdate) July 12, 2024 „Svo njótið kvennaíþrótta líkt og þið mynduð njóta allra aðra íþrótta, vegna þess að þær eru íþróttir“ sagði Venus Williams. „Nema þú Harrison Butker. Við viljum þig ekki,“ sagði Serena. „Ekki á neinn hátt, nokkurn tímann,“ botnaði Brunson. Þær uppskáru mikinn hlátur en Butker hefur verið milli tannana á fólki í sumar vegna umdeildrar ræðu sem hann hélt við útskriftarathöfn í háskóla í Kansas-fylki í maí. Butker fór þar mikinn. Hann lét gamminn geysa um fóstureyðingar, Covid-faraldurinn og gerði lítið úr baráttu hinsegin fólks. Þá sagði Butker flestar konur dreyma um að vera húsmæður og þóttu skoðanirnar sem hann viðraði um hlutverk kynjanna vera heldur forneskjulegar. Aðspurður um ræðuna í kjölfarið stendur Butker heilshugar við orðræðu sína og fékk því að heyra það á verðlaunahátíð gærkvöldsins. Atvikið má sjá í spilaranum að ofan.
Bandaríkin NFL Tennis Tengdar fréttir Mahomes ekki sammála Butker en segir hann góða manneskju Patrick Mahomes, leikstjórnandi meistaraliðs Kansas City Chiefs, hefur tjáð sig um ummælin sem Harrison Butker, sparkari liðsins, lét falla á dögunum. 23. maí 2024 08:00 Sér ekki eftir ræðunni umdeildu þó móðir hans sé virtur eðlisfræðingur Harrison Butker, sparkari Kansas City Chiefs – ríkjandi meistara í NFL-deildinni – hefur verið á milli tannanna á fólki eftir vægast sagt umdeilda ræðu sem hann hélt nýverið. Hann segist ekki sjá eftir neinu. 27. maí 2024 07:01 NFL tekur ekki undir umdeild ummæli Butker NFL-deildin hefur gefið út að hún deili ekki skoðunum Harrison Butker, sparkara meistaraliðs Kansas City Chiefs, 17. maí 2024 07:01 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Sjá meira
Mahomes ekki sammála Butker en segir hann góða manneskju Patrick Mahomes, leikstjórnandi meistaraliðs Kansas City Chiefs, hefur tjáð sig um ummælin sem Harrison Butker, sparkari liðsins, lét falla á dögunum. 23. maí 2024 08:00
Sér ekki eftir ræðunni umdeildu þó móðir hans sé virtur eðlisfræðingur Harrison Butker, sparkari Kansas City Chiefs – ríkjandi meistara í NFL-deildinni – hefur verið á milli tannanna á fólki eftir vægast sagt umdeilda ræðu sem hann hélt nýverið. Hann segist ekki sjá eftir neinu. 27. maí 2024 07:01
NFL tekur ekki undir umdeild ummæli Butker NFL-deildin hefur gefið út að hún deili ekki skoðunum Harrison Butker, sparkara meistaraliðs Kansas City Chiefs, 17. maí 2024 07:01