„Litu bara á þetta eins og hefði verið keyrt á kind“ Tómas Arnar Þorláksson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 15. júlí 2024 22:01 Atli Már Jóhannsson, einn skipuleggjandi mótmælanna, og Ólafur Kr. Guðmundsson umferðarsérfræðingur. Vísir/Viktor Freyr Hópur bifhjólamanna safnaðist saman á Korputorgi til að mótmæla slæmum skilyrðum fyrir akstur þeirra á vegum landsins. Hann krefst þess jafnframt að einhver axli ábyrgð á mistökum við vegagerð sem leiddu til banaslyss tveggja bifhjólamanna á Kjalarnesi árið 2020. Fréttamaður leit við meðan bifhjólafólkið safnaði sér saman. Atli Már Jóhannsson er einn skipuleggjandi mótmælanna. Hann segir ástæðuna fyrir því að par hafi fallið á veginum og látið lífið að nýlagt malbik á veginum hafi engan veginn verið í lagi, miklar bikblæðingar hafi verið í gangi. Klippa: Mótorhjólafólk mótmælir „Vegagerðin og viðbragðsaðilar, 112 og fleiri, vissu af þessu en það var ekkert gert. Svo núna, tæplega fjórum árum síðar, kemur tilkynning um að enginn verði látinn axla ábyrgð,“ segir Atli. Mótmælendur séu að vekja athygli á því. Hver er það nákvæmlega sem á að axla ábyrgð? „Í þessu tilfelli eru það fjórir aðilar. Vegagerðin, sem er veghaldarinn, Malbikunarstöðin [Höfði], þeir sem lögðu þetta út og kannski eftirlitsaðilinn líka, sem stimplar upp á að þetta sé allt saman í lagi,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson umferðarsérfræðingur, sem einnig var mættur niður á Korputorg. Skilaboðin voru: „Axlið ábyrgð“.Vísir/Viktor Freyr „Ég fór í gegn um allar skýrslurnar og hef verið að berjast fyrir malbiksmálum í mörg ár áður en þetta varð. Og þetta er alltaf sama málið, það ber enginn ábyrgð.“ Hann segir að ef ökumenn geri mistök í umferðinni sé farið í mál vegna manndráps eða annars slíks. „Sama þarf að vera þarna til að menn beri ábyrgð á því sem gerist. Svo getur verið að menn séu sýknaðir og þá er það bara svoleiðis. En þetta var rannsakað og niðurstaðan hefur sjaldan verið eins tær og í þessu máli,“ segir Ólafur. Frá mótmælunum í kvöld. Vísir/Viktor Freyr „Malbikið var gallað og menn vissu það í marga daga. Það var búið að hringja inn og vara við því en menn gerðu ekki neitt. Litu bara á þetta eins og hefði verið keyrt á kind,“ bætir hann við. Til stóð að haga mótmælunum þannig að ökumenn bifhjólanna myndu stöðva umferð á Kjalarnesi, svæðinu þar sem slysið varð. Eftir að Vegagerðin tilkynnti um malbikun á veginum á Kjalarnesi var ákveðið að mótmælendur myndu taka rúnt frá Korputorgi að höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Garðabæ og koma fyrir miða á glugga byggingarinnar með skilaboðum. Skilaboð bifhjólamanna til Vegagerðarinnar. Vísir/Viktor Freyr Samgönguslys Vegagerð Umferðaröryggi Reykjavík Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Sjá meira
Fréttamaður leit við meðan bifhjólafólkið safnaði sér saman. Atli Már Jóhannsson er einn skipuleggjandi mótmælanna. Hann segir ástæðuna fyrir því að par hafi fallið á veginum og látið lífið að nýlagt malbik á veginum hafi engan veginn verið í lagi, miklar bikblæðingar hafi verið í gangi. Klippa: Mótorhjólafólk mótmælir „Vegagerðin og viðbragðsaðilar, 112 og fleiri, vissu af þessu en það var ekkert gert. Svo núna, tæplega fjórum árum síðar, kemur tilkynning um að enginn verði látinn axla ábyrgð,“ segir Atli. Mótmælendur séu að vekja athygli á því. Hver er það nákvæmlega sem á að axla ábyrgð? „Í þessu tilfelli eru það fjórir aðilar. Vegagerðin, sem er veghaldarinn, Malbikunarstöðin [Höfði], þeir sem lögðu þetta út og kannski eftirlitsaðilinn líka, sem stimplar upp á að þetta sé allt saman í lagi,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson umferðarsérfræðingur, sem einnig var mættur niður á Korputorg. Skilaboðin voru: „Axlið ábyrgð“.Vísir/Viktor Freyr „Ég fór í gegn um allar skýrslurnar og hef verið að berjast fyrir malbiksmálum í mörg ár áður en þetta varð. Og þetta er alltaf sama málið, það ber enginn ábyrgð.“ Hann segir að ef ökumenn geri mistök í umferðinni sé farið í mál vegna manndráps eða annars slíks. „Sama þarf að vera þarna til að menn beri ábyrgð á því sem gerist. Svo getur verið að menn séu sýknaðir og þá er það bara svoleiðis. En þetta var rannsakað og niðurstaðan hefur sjaldan verið eins tær og í þessu máli,“ segir Ólafur. Frá mótmælunum í kvöld. Vísir/Viktor Freyr „Malbikið var gallað og menn vissu það í marga daga. Það var búið að hringja inn og vara við því en menn gerðu ekki neitt. Litu bara á þetta eins og hefði verið keyrt á kind,“ bætir hann við. Til stóð að haga mótmælunum þannig að ökumenn bifhjólanna myndu stöðva umferð á Kjalarnesi, svæðinu þar sem slysið varð. Eftir að Vegagerðin tilkynnti um malbikun á veginum á Kjalarnesi var ákveðið að mótmælendur myndu taka rúnt frá Korputorgi að höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Garðabæ og koma fyrir miða á glugga byggingarinnar með skilaboðum. Skilaboð bifhjólamanna til Vegagerðarinnar. Vísir/Viktor Freyr
Samgönguslys Vegagerð Umferðaröryggi Reykjavík Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Sjá meira