Skilnaður Portman og Millepied var tilkominn vegna framhjáhalds Millepied, sem rataði í fréttir á síðasta ári. Nokkru síðar slitu þau sambúð sinni og átta mánuðum eftir það, í mars síðastliðnum, skildu þau að borði og sæng.
Í janúar á þessu ári, þegar Portman var ennþá að ganga í gegnum skilnaðinn, hitti hún Rihönnu á tískuvikunni í París. „Það er að líða yfir mig,“ heyrist Portman segja í myndbandi sem náðist af hittingi þeirra tveggja í París.
„Ég elska þig og ég er alltaf að hlusta á tónlistina þína. Þú ert svo mikil drottning.“
Rihanna sagði á móti að hún væri líka aðdáandi hennar: „Ég verð ekki spennt yfir því að hitta neinn en ég elska þig.“ Þá sagði hún að Portman væri ein flottasta kona Hollywood fyrr og síðar.
Portman ræddi um þetta augnablik í viðtali við Jimmy Fallon í sjónvarpsþætti hans í gærkvöldi. Þar sagði hún þetta augnablik hafa hjálpað í skilnaðinum. Hver einasta kona sem er að ganga í gegnum skilnað ætti að fá svona hrós frá Rihönnu.
„Þetta var nákvæmlega það sem ég þurfti.“