Tónleikaferðalagið í vaskinn eftir ummæli um Trump Máni Snær Þorláksson skrifar 16. júlí 2024 15:10 Kyle Gass og Jack Black sýna listir sínar á tónleikum í Þýskalandi árið 2019. Óvíst er hvenær þeir koma aftur saman fram á sviði. EPA/TIMM SCHAMBERGER Tónleikaferðalag tvíeykisins Tenacious D, sem samanstendur af þeim Jack Black og Kyle Gass, er á enda eftir að sá síðarnefndi gerði grín að banatilræðinu við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda. Á tónleikum hljómsveitarinnar í áströlsku borginni Sydney síðastliðinn sunnudag kom Jack Black á sviðið með afmælisköku fyrir Gass. Black sagði félaga sínum að óska sér og þá svaraði Gass með óskinni: „Ekki skjóta framhjá Trump næst.“ Þessi ummæli vöktu talsverða ólgu. Ástralski öldungadeildarþingmaðurinn Ralph Babet kallaði meira að segja eftir því að hljómsveitin yrði rekin úr landi á stundinni vegna ummælanna. Babet sagði að það að óska eftir öðru eins væri hræðilegt, ógeðslegt, og óásættanlegt. „Þetta var ekki brandari, honum var dauðans alvara þegar hann óskaði sér.“ Jack Black gaf í dag út yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kemur að tónleikaferðalagi Tenacious D sé á enda. „Eftir að hafa hugsað ítarlega um málið þá finnst mér ekki lengur við hæfi að halda tónleikaferðalaginu áfram.“ Þá segir Black að öll plön tvíeykisins séu komin á ís. „Ég er þakklátur aðdáendum fyrir stuðning þeirra og skilning,“ segir hann svo að lokum. View this post on Instagram A post shared by Jack Black (@jackblack) Eftir það gaf Kyle Gass einnig út yfirlýsingu þar sem hann baðst innilegrar afsökunar á ummælunum. Þá sagði Gass að ummælin hafi verið spuni. Þau hafi alls ekki verið við hæfi, um hafi verið að ræða hættuleg og hræðileg mistök. „Það sem kom fyrir er harmleikur og mér þykir virkilega leitt að ég hafi gerst sekur um þennan mikla dómgreindarbrest.“ Ástralía Tónlist Donald Trump Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira
Á tónleikum hljómsveitarinnar í áströlsku borginni Sydney síðastliðinn sunnudag kom Jack Black á sviðið með afmælisköku fyrir Gass. Black sagði félaga sínum að óska sér og þá svaraði Gass með óskinni: „Ekki skjóta framhjá Trump næst.“ Þessi ummæli vöktu talsverða ólgu. Ástralski öldungadeildarþingmaðurinn Ralph Babet kallaði meira að segja eftir því að hljómsveitin yrði rekin úr landi á stundinni vegna ummælanna. Babet sagði að það að óska eftir öðru eins væri hræðilegt, ógeðslegt, og óásættanlegt. „Þetta var ekki brandari, honum var dauðans alvara þegar hann óskaði sér.“ Jack Black gaf í dag út yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kemur að tónleikaferðalagi Tenacious D sé á enda. „Eftir að hafa hugsað ítarlega um málið þá finnst mér ekki lengur við hæfi að halda tónleikaferðalaginu áfram.“ Þá segir Black að öll plön tvíeykisins séu komin á ís. „Ég er þakklátur aðdáendum fyrir stuðning þeirra og skilning,“ segir hann svo að lokum. View this post on Instagram A post shared by Jack Black (@jackblack) Eftir það gaf Kyle Gass einnig út yfirlýsingu þar sem hann baðst innilegrar afsökunar á ummælunum. Þá sagði Gass að ummælin hafi verið spuni. Þau hafi alls ekki verið við hæfi, um hafi verið að ræða hættuleg og hræðileg mistök. „Það sem kom fyrir er harmleikur og mér þykir virkilega leitt að ég hafi gerst sekur um þennan mikla dómgreindarbrest.“
Ástralía Tónlist Donald Trump Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira