Stærsta opna LAN-mót landsins fer fram í ágúst Atli Már Guðfinsson skrifar 16. júlí 2024 16:43 Stærsta opna LAN-mót landsins fer fram helgina 9. til 11. ágúst í Háskólanum í Reykjavík. Tvíund, nemendafélag tölvunarfræðideildar í Háskólanum í Reykjavík, heldur þriggja daga rafíþróttamót að nafni HRingurinn í lok hvers sumars. Á síðustu mótum hafa mætt tæplega 400 manns og má því segja að HRingurinn sé stærsta opna LAN-mót á landinu. Þátttaka í mótinu er skipt í LAN annars vegar og keppni hins vegar. Hægt verður að mæta og spila leiki með félögunum án þess að taka þátt í keppnum mótsins fyrir lægra verð en almennir keppendur greiða. Leikirnir sem keppt verður í þetta árið eru Counter-Strike 2, Rocket League, Valorant, Overwatch, League of Legends, Fortnite, Minecraft, Tekken 8, Street Fighter 6, Super Smash Bros Ultimate, Rivals of Aether og Guilty Gear Strive. Í verðlaunapottinum þetta árið eru 500.000 krónur. Sjoppa verður á svæðinu sem er opin allan sólarhringinn sem og svefnaðstaða. Skráningu og dagskrá er hægt að nálgast á vefsíðu HRingsins, hringurinn.net Rafíþróttir Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Sport
Tvíund, nemendafélag tölvunarfræðideildar í Háskólanum í Reykjavík, heldur þriggja daga rafíþróttamót að nafni HRingurinn í lok hvers sumars. Á síðustu mótum hafa mætt tæplega 400 manns og má því segja að HRingurinn sé stærsta opna LAN-mót á landinu. Þátttaka í mótinu er skipt í LAN annars vegar og keppni hins vegar. Hægt verður að mæta og spila leiki með félögunum án þess að taka þátt í keppnum mótsins fyrir lægra verð en almennir keppendur greiða. Leikirnir sem keppt verður í þetta árið eru Counter-Strike 2, Rocket League, Valorant, Overwatch, League of Legends, Fortnite, Minecraft, Tekken 8, Street Fighter 6, Super Smash Bros Ultimate, Rivals of Aether og Guilty Gear Strive. Í verðlaunapottinum þetta árið eru 500.000 krónur. Sjoppa verður á svæðinu sem er opin allan sólarhringinn sem og svefnaðstaða. Skráningu og dagskrá er hægt að nálgast á vefsíðu HRingsins, hringurinn.net
Rafíþróttir Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Sport