Vissu af árásarmanninnum en týndu honum í fjöldanum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2024 07:16 Ættingjar og vinir Corey Comperatore, sem lést þegar árásarmaðurinn skaut á Trump, efndu til minningarstundar í gær. AP/Eric Gay Árásarmaðurinn sem særði Donald Trump og myrti áhorfanda á kosningafundi í Pannsylvaníu á laugardag datt inn á radar lífvarðaþjónustu Bandaríkjanna (e. Secret Service) um klukkustund áður en hann lét til skarar skríða. Frá þessu greinir BBC en í umfjöllun miðilsins segir að hann hafi verið „flaggaður“ sem grunsamlegur þar sem hann var með fjarlægðamæli og bakpoka. Leyniskytta á vegum staðaryfirvalda er sögð hafa tekið mynd af árásarmanninum þar sem hann var að nota fjarlægðarmælinn og tilkynnt tafarlaust um hann til stjórnstöðvar. Skyttan virðist hins vegar hafa misst sjónar á árásarmanninum, sem týndist í fjöldanum. Hann sást aftur uppi á þaki um það bil 20 mínútum áður en hann skaut á Trump en ekki náðist að stöðva hann. Hann var skotinn til bana 26 sekúndum eftir að hann hleypti af fyrsta skotinu á sviðið þar sem Trump stóð. Þessar upplýsingar og fleiri komu fram á fundi öryggisyfirvalda með þingmönnum í gær. The USSS Senate briefing was unbelievably uninformative. Only 4 questions were allowed. The rest of us are supposed to submit questions. I already have. Awaiting a response.Not holding my breath. pic.twitter.com/PJUpCYXOPz— Senator Ron Johnson (@SenRonJohnson) July 17, 2024 Þar var einnig greint frá því að árásarmaðurinn hefði heimsótt hátíðarsvæðið að minnsta kosti einu sinni dagana fyrir kosningafundinn. Þá hafði hann notað símann sinn til að leita að myndum af Trump og Joe Biden Bandaríkjaforseta og fletta upp einkennum þunglyndisröskunar. Áður hafði verið greint frá því að lögreglumaður sem var að sinna eftirliti vegna upplýsinga um grunsamlegan einstakling hafi komið augliti til auglitis við árásarmanninn þar sem hann mundaði skotvopn sitt uppi á þaki. Lögreglumaðurinn lét sig falla niður af þakinu þegar árásarmaðurinn beindi byssunni að honum og tilkynnti strax um atvikið. Andartaki síðar heyrðust byssuhvellir. Repúblikanar eru sagðir afar ósáttir við þær upplýsingar og svör sem hafa fengist frá lífvarðaþjónustunni og hafa kallað eftir afsögn forstjórans, Kimberly Cheatle. Hún mun mæta fyrir þingnefnd á næstu dögum til að svara fyrir það sem fór úrskeðis. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Frá þessu greinir BBC en í umfjöllun miðilsins segir að hann hafi verið „flaggaður“ sem grunsamlegur þar sem hann var með fjarlægðamæli og bakpoka. Leyniskytta á vegum staðaryfirvalda er sögð hafa tekið mynd af árásarmanninum þar sem hann var að nota fjarlægðarmælinn og tilkynnt tafarlaust um hann til stjórnstöðvar. Skyttan virðist hins vegar hafa misst sjónar á árásarmanninum, sem týndist í fjöldanum. Hann sást aftur uppi á þaki um það bil 20 mínútum áður en hann skaut á Trump en ekki náðist að stöðva hann. Hann var skotinn til bana 26 sekúndum eftir að hann hleypti af fyrsta skotinu á sviðið þar sem Trump stóð. Þessar upplýsingar og fleiri komu fram á fundi öryggisyfirvalda með þingmönnum í gær. The USSS Senate briefing was unbelievably uninformative. Only 4 questions were allowed. The rest of us are supposed to submit questions. I already have. Awaiting a response.Not holding my breath. pic.twitter.com/PJUpCYXOPz— Senator Ron Johnson (@SenRonJohnson) July 17, 2024 Þar var einnig greint frá því að árásarmaðurinn hefði heimsótt hátíðarsvæðið að minnsta kosti einu sinni dagana fyrir kosningafundinn. Þá hafði hann notað símann sinn til að leita að myndum af Trump og Joe Biden Bandaríkjaforseta og fletta upp einkennum þunglyndisröskunar. Áður hafði verið greint frá því að lögreglumaður sem var að sinna eftirliti vegna upplýsinga um grunsamlegan einstakling hafi komið augliti til auglitis við árásarmanninn þar sem hann mundaði skotvopn sitt uppi á þaki. Lögreglumaðurinn lét sig falla niður af þakinu þegar árásarmaðurinn beindi byssunni að honum og tilkynnti strax um atvikið. Andartaki síðar heyrðust byssuhvellir. Repúblikanar eru sagðir afar ósáttir við þær upplýsingar og svör sem hafa fengist frá lífvarðaþjónustunni og hafa kallað eftir afsögn forstjórans, Kimberly Cheatle. Hún mun mæta fyrir þingnefnd á næstu dögum til að svara fyrir það sem fór úrskeðis.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira