Vissu af árásarmanninnum en týndu honum í fjöldanum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2024 07:16 Ættingjar og vinir Corey Comperatore, sem lést þegar árásarmaðurinn skaut á Trump, efndu til minningarstundar í gær. AP/Eric Gay Árásarmaðurinn sem særði Donald Trump og myrti áhorfanda á kosningafundi í Pannsylvaníu á laugardag datt inn á radar lífvarðaþjónustu Bandaríkjanna (e. Secret Service) um klukkustund áður en hann lét til skarar skríða. Frá þessu greinir BBC en í umfjöllun miðilsins segir að hann hafi verið „flaggaður“ sem grunsamlegur þar sem hann var með fjarlægðamæli og bakpoka. Leyniskytta á vegum staðaryfirvalda er sögð hafa tekið mynd af árásarmanninum þar sem hann var að nota fjarlægðarmælinn og tilkynnt tafarlaust um hann til stjórnstöðvar. Skyttan virðist hins vegar hafa misst sjónar á árásarmanninum, sem týndist í fjöldanum. Hann sást aftur uppi á þaki um það bil 20 mínútum áður en hann skaut á Trump en ekki náðist að stöðva hann. Hann var skotinn til bana 26 sekúndum eftir að hann hleypti af fyrsta skotinu á sviðið þar sem Trump stóð. Þessar upplýsingar og fleiri komu fram á fundi öryggisyfirvalda með þingmönnum í gær. The USSS Senate briefing was unbelievably uninformative. Only 4 questions were allowed. The rest of us are supposed to submit questions. I already have. Awaiting a response.Not holding my breath. pic.twitter.com/PJUpCYXOPz— Senator Ron Johnson (@SenRonJohnson) July 17, 2024 Þar var einnig greint frá því að árásarmaðurinn hefði heimsótt hátíðarsvæðið að minnsta kosti einu sinni dagana fyrir kosningafundinn. Þá hafði hann notað símann sinn til að leita að myndum af Trump og Joe Biden Bandaríkjaforseta og fletta upp einkennum þunglyndisröskunar. Áður hafði verið greint frá því að lögreglumaður sem var að sinna eftirliti vegna upplýsinga um grunsamlegan einstakling hafi komið augliti til auglitis við árásarmanninn þar sem hann mundaði skotvopn sitt uppi á þaki. Lögreglumaðurinn lét sig falla niður af þakinu þegar árásarmaðurinn beindi byssunni að honum og tilkynnti strax um atvikið. Andartaki síðar heyrðust byssuhvellir. Repúblikanar eru sagðir afar ósáttir við þær upplýsingar og svör sem hafa fengist frá lífvarðaþjónustunni og hafa kallað eftir afsögn forstjórans, Kimberly Cheatle. Hún mun mæta fyrir þingnefnd á næstu dögum til að svara fyrir það sem fór úrskeðis. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Frá þessu greinir BBC en í umfjöllun miðilsins segir að hann hafi verið „flaggaður“ sem grunsamlegur þar sem hann var með fjarlægðamæli og bakpoka. Leyniskytta á vegum staðaryfirvalda er sögð hafa tekið mynd af árásarmanninum þar sem hann var að nota fjarlægðarmælinn og tilkynnt tafarlaust um hann til stjórnstöðvar. Skyttan virðist hins vegar hafa misst sjónar á árásarmanninum, sem týndist í fjöldanum. Hann sást aftur uppi á þaki um það bil 20 mínútum áður en hann skaut á Trump en ekki náðist að stöðva hann. Hann var skotinn til bana 26 sekúndum eftir að hann hleypti af fyrsta skotinu á sviðið þar sem Trump stóð. Þessar upplýsingar og fleiri komu fram á fundi öryggisyfirvalda með þingmönnum í gær. The USSS Senate briefing was unbelievably uninformative. Only 4 questions were allowed. The rest of us are supposed to submit questions. I already have. Awaiting a response.Not holding my breath. pic.twitter.com/PJUpCYXOPz— Senator Ron Johnson (@SenRonJohnson) July 17, 2024 Þar var einnig greint frá því að árásarmaðurinn hefði heimsótt hátíðarsvæðið að minnsta kosti einu sinni dagana fyrir kosningafundinn. Þá hafði hann notað símann sinn til að leita að myndum af Trump og Joe Biden Bandaríkjaforseta og fletta upp einkennum þunglyndisröskunar. Áður hafði verið greint frá því að lögreglumaður sem var að sinna eftirliti vegna upplýsinga um grunsamlegan einstakling hafi komið augliti til auglitis við árásarmanninn þar sem hann mundaði skotvopn sitt uppi á þaki. Lögreglumaðurinn lét sig falla niður af þakinu þegar árásarmaðurinn beindi byssunni að honum og tilkynnti strax um atvikið. Andartaki síðar heyrðust byssuhvellir. Repúblikanar eru sagðir afar ósáttir við þær upplýsingar og svör sem hafa fengist frá lífvarðaþjónustunni og hafa kallað eftir afsögn forstjórans, Kimberly Cheatle. Hún mun mæta fyrir þingnefnd á næstu dögum til að svara fyrir það sem fór úrskeðis.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira