Lýsandi harðlega gagnrýndur fyrir ósmekkleg ummæli um Tiger Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2024 09:00 Tiger Woods náði sér ekki á strik á fyrsta hring Opna breska meistaramótsins í golfi. getty/Pedro Salado Ummæli lýsara á Opna breska meistaramótinu um verkjalyfjafíkn Tigers Woods mæltust afar illa fyrir. Opna breska hófst á Royal Troon vellinum í Skotlandi í gær. Eins og venjulega fylgdust margir grannt með Tiger sem hefur unnið mótið í þrígang. Mikið vatn hefur hins vegar runnið til sjávar síðan Tiger vann Opna breska síðast (2006) og kylfingurinn sigursæli náði sér ekki á strik á fyrsta hring mótsins í gær. Tiger lék á átta höggum yfir pari og því er ólíklegt að hann komist í gegnum niðurskurðinn. Mark Roe lýsti því sem fyrir augu bar á Opna breska fyrir sjónvarpsáhorfendum en ummæli hans um Tiger fóru misjafnlega ofan í fólk. „Þú horfir í augun á honum og verður að hugsa að hann hefur tekið mikið af verkjatöflum til að glíma við sársaukann,“ sagði Roe. Ummælin þóttu heldur ósmekkleg þar sem Tiger hefur glímt við verkjalyfjafíkn og var meðal annars gripinn undir áhrifum við akstur 2017. Í blóði hans fundust verkjalyf, svefntöflur og virkt efni í marijúana. Tiger slapp við dóm gegn því að fara í meðferð. Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögum Opna breska á Stöð 2 Sport 4. Golf Opna breska Tengdar fréttir McIlroy hunsaði Tiger óvart í mánuð Norðurírski kylfingurinn Rory McIlroy hefur greint frá því að hann hafi óafvitandi hunsað sjálfan Tiger Woods í mánuð. 17. júlí 2024 09:30 Tiger svaf ekki eftir morðtilræðið gegn Trump Morðtilræðið gegn Donald Trump um helgina fékk mikið á kylfinginn Tiger Woods. 17. júlí 2024 07:30 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Opna breska hófst á Royal Troon vellinum í Skotlandi í gær. Eins og venjulega fylgdust margir grannt með Tiger sem hefur unnið mótið í þrígang. Mikið vatn hefur hins vegar runnið til sjávar síðan Tiger vann Opna breska síðast (2006) og kylfingurinn sigursæli náði sér ekki á strik á fyrsta hring mótsins í gær. Tiger lék á átta höggum yfir pari og því er ólíklegt að hann komist í gegnum niðurskurðinn. Mark Roe lýsti því sem fyrir augu bar á Opna breska fyrir sjónvarpsáhorfendum en ummæli hans um Tiger fóru misjafnlega ofan í fólk. „Þú horfir í augun á honum og verður að hugsa að hann hefur tekið mikið af verkjatöflum til að glíma við sársaukann,“ sagði Roe. Ummælin þóttu heldur ósmekkleg þar sem Tiger hefur glímt við verkjalyfjafíkn og var meðal annars gripinn undir áhrifum við akstur 2017. Í blóði hans fundust verkjalyf, svefntöflur og virkt efni í marijúana. Tiger slapp við dóm gegn því að fara í meðferð. Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögum Opna breska á Stöð 2 Sport 4.
Golf Opna breska Tengdar fréttir McIlroy hunsaði Tiger óvart í mánuð Norðurírski kylfingurinn Rory McIlroy hefur greint frá því að hann hafi óafvitandi hunsað sjálfan Tiger Woods í mánuð. 17. júlí 2024 09:30 Tiger svaf ekki eftir morðtilræðið gegn Trump Morðtilræðið gegn Donald Trump um helgina fékk mikið á kylfinginn Tiger Woods. 17. júlí 2024 07:30 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
McIlroy hunsaði Tiger óvart í mánuð Norðurírski kylfingurinn Rory McIlroy hefur greint frá því að hann hafi óafvitandi hunsað sjálfan Tiger Woods í mánuð. 17. júlí 2024 09:30
Tiger svaf ekki eftir morðtilræðið gegn Trump Morðtilræðið gegn Donald Trump um helgina fékk mikið á kylfinginn Tiger Woods. 17. júlí 2024 07:30