Skógur á Snæfellsnesi undirlagður salernispappír Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2024 09:29 Klósettpappír hvert sem litið er í Hofsstaðaskógi á Snæfellsnesi. Vísir/vilhelm Sá hvimleiði siður margra ferðamanna, að ganga örna sinna úti í náttúrunni með tilheyrandi sóðaskap, verður aldrei upprættur, að mati leiðsögumanns. Skógur á Snæfellsnesi hefur verið undirlagður salernispappír í sumar. Vilji maður komast á klósett á ferðum sínum um landið eru bensínstöðvar nær eini kosturinn sem hægt er að ganga að vísum. En þeirra nýtur ekki alltaf við og þá leita menn gjarnan inn í næsta rjóður. Staðan var til að mynda slæm í Hofsstaðaskógi á sunnanverðu Snæfellsnesi, rétt við þjóðveginn, þegar ljósmyndara Vísis bar þar að garði fyrr í sumar. Klósettpappír hvert sem litið er, innan um trén og úti á göngustíg. Greinileg vísbending um að ferðalangar létti þarna á sér í ró og næði á ferð sinni um svæðið - og taki ekki endilega til eftir sig. Staðan í skóginum var sýnd í fréttum Stöðvar 2. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands segir félagið meðvitað um vandann, hann sé þekktur í skógum landsins. Sérstakt hreinsunarteymi sé væntanlegt í Hofsstaðaskóg, þar sem klósettpappírinn verði væntanlega einnig hirtur. Örn Árnason, leiðsögumaður og leikari, þekkir vandamálið einnig vel. „Það er voða ljótt að sjá þetta og skynsamlegast væri náttúrulega að framleiða grænan pappír, sem félli betur inn í umhverfið,“ segir Örn léttur í bragði. Vandi sem aldrei verður upprættur Örn segir ljóst að margir tími ekki að greiða fyrir aðgengi að salerni og láti því vaða utandyra. Og þegar náttúran kallar fjarri salerni sé auðvitað ekki að spyrja að leikslokum. „Fjárréttir eru mjög vinsælar, ég hef tekið eftir því, ekki fyrir neðan hana heldur fyrir ofan hana. Það er mjög algengt.“ Þetta er auðvitað ekki í fyrsta sinn sem salernishegðun ferðamanna ratar í fjölmiðla eins og rifjað er upp í kvöldfréttinni hér fyrir ofan. Vandinn er áratugagamall, að sögn Arnar, og þó að gerður yrði skurkur í uppsetningu almenningssalerna á landinu hefði það lítið upp á sig. „Það held ég að sé alveg ómögulegt. Ég held að þetta sé vandi sem við náum aldrei að eyða. Fólk bara, ég ætla ekki að viðhafa einhver ósmekkleg orð, en það lætur það gossa þegar það finnur að það þarf að fara. En ef það gæti gengið frá því þannig að það liggi ekki eins og hráviði út um allt, það væri auðvitað miklu skárra.“ Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Gekk fram á ferðamenn gera þarfir sínar í Hallargarðinum Þorsteinn Björnsson, nemi við Háskóla Íslands, greindi frá atvikinu í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Hann gekk fram á ferðamennina, karl og konu, þar sem þau höfðu lagt camper-bifreið sinni við Skothúsveg og gerðu þarfir sínar í Hallargarðinum, sem liggur að Skothúsvegi og Frikirkjuvegi. 3. júlí 2017 12:30 Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Hafnarstéttin á Húsavík er ekki úr alfaraleið og fjöldi salerna í kring. 23. júlí 2015 20:40 Stóð yfir ferðamanni á meðan hann kúkaði í garð á Laugarvatni Sigríður Jónsdóttir er orðin langþreytt á hegðun ferðamanna á Laugarvatni. 3. september 2018 10:20 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Sjá meira
Vilji maður komast á klósett á ferðum sínum um landið eru bensínstöðvar nær eini kosturinn sem hægt er að ganga að vísum. En þeirra nýtur ekki alltaf við og þá leita menn gjarnan inn í næsta rjóður. Staðan var til að mynda slæm í Hofsstaðaskógi á sunnanverðu Snæfellsnesi, rétt við þjóðveginn, þegar ljósmyndara Vísis bar þar að garði fyrr í sumar. Klósettpappír hvert sem litið er, innan um trén og úti á göngustíg. Greinileg vísbending um að ferðalangar létti þarna á sér í ró og næði á ferð sinni um svæðið - og taki ekki endilega til eftir sig. Staðan í skóginum var sýnd í fréttum Stöðvar 2. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands segir félagið meðvitað um vandann, hann sé þekktur í skógum landsins. Sérstakt hreinsunarteymi sé væntanlegt í Hofsstaðaskóg, þar sem klósettpappírinn verði væntanlega einnig hirtur. Örn Árnason, leiðsögumaður og leikari, þekkir vandamálið einnig vel. „Það er voða ljótt að sjá þetta og skynsamlegast væri náttúrulega að framleiða grænan pappír, sem félli betur inn í umhverfið,“ segir Örn léttur í bragði. Vandi sem aldrei verður upprættur Örn segir ljóst að margir tími ekki að greiða fyrir aðgengi að salerni og láti því vaða utandyra. Og þegar náttúran kallar fjarri salerni sé auðvitað ekki að spyrja að leikslokum. „Fjárréttir eru mjög vinsælar, ég hef tekið eftir því, ekki fyrir neðan hana heldur fyrir ofan hana. Það er mjög algengt.“ Þetta er auðvitað ekki í fyrsta sinn sem salernishegðun ferðamanna ratar í fjölmiðla eins og rifjað er upp í kvöldfréttinni hér fyrir ofan. Vandinn er áratugagamall, að sögn Arnar, og þó að gerður yrði skurkur í uppsetningu almenningssalerna á landinu hefði það lítið upp á sig. „Það held ég að sé alveg ómögulegt. Ég held að þetta sé vandi sem við náum aldrei að eyða. Fólk bara, ég ætla ekki að viðhafa einhver ósmekkleg orð, en það lætur það gossa þegar það finnur að það þarf að fara. En ef það gæti gengið frá því þannig að það liggi ekki eins og hráviði út um allt, það væri auðvitað miklu skárra.“
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Gekk fram á ferðamenn gera þarfir sínar í Hallargarðinum Þorsteinn Björnsson, nemi við Háskóla Íslands, greindi frá atvikinu í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Hann gekk fram á ferðamennina, karl og konu, þar sem þau höfðu lagt camper-bifreið sinni við Skothúsveg og gerðu þarfir sínar í Hallargarðinum, sem liggur að Skothúsvegi og Frikirkjuvegi. 3. júlí 2017 12:30 Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Hafnarstéttin á Húsavík er ekki úr alfaraleið og fjöldi salerna í kring. 23. júlí 2015 20:40 Stóð yfir ferðamanni á meðan hann kúkaði í garð á Laugarvatni Sigríður Jónsdóttir er orðin langþreytt á hegðun ferðamanna á Laugarvatni. 3. september 2018 10:20 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Sjá meira
Gekk fram á ferðamenn gera þarfir sínar í Hallargarðinum Þorsteinn Björnsson, nemi við Háskóla Íslands, greindi frá atvikinu í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Hann gekk fram á ferðamennina, karl og konu, þar sem þau höfðu lagt camper-bifreið sinni við Skothúsveg og gerðu þarfir sínar í Hallargarðinum, sem liggur að Skothúsvegi og Frikirkjuvegi. 3. júlí 2017 12:30
Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Hafnarstéttin á Húsavík er ekki úr alfaraleið og fjöldi salerna í kring. 23. júlí 2015 20:40
Stóð yfir ferðamanni á meðan hann kúkaði í garð á Laugarvatni Sigríður Jónsdóttir er orðin langþreytt á hegðun ferðamanna á Laugarvatni. 3. september 2018 10:20