Við fjöllum um stöðuna í forsetakapphlaupinu vestanhafs í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Veðurstofan gefur lítið fyrir spár eldfjallafræðings um goslok, en landris heldur áfram undir Svartsengi, auk þess sem stærðarinnar sprunga í Hagafelli hefur vakið athygli fólks.
Hútar í Jemen heita því að svara af mikilli hörku árásum Ísraelsmanna, en eldsneytabirgðastöð var sprengd og þrír létust.
Við tökum líka stöðuna á atvinnulífinu á Vopnafirði, sem er í miklum blóma og nóg af vinnu að fá. Meðal aðsópsmikilla starfsgreina er vinna í kringum laxveiðiár.
Þetta og fleira til í hádegisfréttum Bylgjunnar, í beinni útsendingu á slaginu 12.