Sýður á Elmari: „Þetta er súrrealískt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. júlí 2024 21:25 Theódór Elmar Bjarnason í baráttunni við Andra Rafn Yeoman í kvöld. Vísir/HAG Theódór Elmar Bjarnason, fyrirliði KR, var eðlilega óánægður eftir 4-2 tap liðsins fyrir Breiðabliki í Bestu deild karla á Kópavogsvelli í kvöld. Grafalvarleg staða er uppi í Vesturbæ. „Leikurinn var mjög opinn, að vissu leyti vegna þess að þeir eru þreyttir. Þeir fá sína helvítis forystu með skítamörkum sem við gefum trekk í trekk. Þeir eru þreyttir og við þurfum að taka sénsa og þá verður opinn leikur. En þetta er alveg fáránlegt hvað við sleppum inn auðveldum mörkum,“ segir Theódór Elmar í samtali við Gunnlaug Jónsson í Kópavogi í kvöld. „Ef við hefðum staðið með 0-0 eftir fyrri hálfleik þá hefðum við sagt að við höfum varist fínt og fínn hálfleikur hjá okkur. En í staðinn er 3-1 undir eftir galna frammistöðu varnarlega. Þetta er alveg ótrúlegt,“ segir Theódór Elmar. Líkt og hann nefnir skoruðu Blikar þrjú mörk í fyrri hálfleiknum og þurftu lítið að hafa fyrir hverju þeirra. Að segja að varnarleikur KR hafi ekki verið til útflutnings er vægt til orða tekið. Grafalvarleg staða er hins vegar uppi hjá Vesturbæjarveldinu. Liðið er þremur stigum frá botni deildarinnar og í fallbaráttu. „Við erum í mjög erfiðri stöðu innan vallar og utan. Það eru bönn og meiðsli og menn að fara út í atvinnumennsku. Við erum bara í helvítis brasi,“ segir Theódór Elmar. Hann segir menn hafa fundað um málið í vikunni og að KR-ingar geri sér sannarlega grein fyrir stöðunni sem liðið er í. „Við gerum okkur fullkomnlega grein fyrir þessu. Við tókum fund í vikunni þar sem menn þurftu að gera sér grein fyrir stöðunni sem við erum í. Eins hundleiðinlegt og það er, þá erum við bara þarna. Það er ekkert að gera nema klóra í bakkann og halda áfram,“ segir Theódór Elmar og bætir við: „Við sleppum inn auðveldum mörkum og færin sem við erum að gefa eru fáránleg. Það er ekkert á einstaklingana að setja, það er bara liðið sem heild. Það er ójafnvægi á þessu sem við þurfum að finna út úr þessu. Þetta er súrrealískt, en þetta er staðan.“ Besta deild karla Breiðablik KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Sjáðu þrennu Karólínu Leu Fótbolti Fleiri fréttir Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Sjá meira
„Leikurinn var mjög opinn, að vissu leyti vegna þess að þeir eru þreyttir. Þeir fá sína helvítis forystu með skítamörkum sem við gefum trekk í trekk. Þeir eru þreyttir og við þurfum að taka sénsa og þá verður opinn leikur. En þetta er alveg fáránlegt hvað við sleppum inn auðveldum mörkum,“ segir Theódór Elmar í samtali við Gunnlaug Jónsson í Kópavogi í kvöld. „Ef við hefðum staðið með 0-0 eftir fyrri hálfleik þá hefðum við sagt að við höfum varist fínt og fínn hálfleikur hjá okkur. En í staðinn er 3-1 undir eftir galna frammistöðu varnarlega. Þetta er alveg ótrúlegt,“ segir Theódór Elmar. Líkt og hann nefnir skoruðu Blikar þrjú mörk í fyrri hálfleiknum og þurftu lítið að hafa fyrir hverju þeirra. Að segja að varnarleikur KR hafi ekki verið til útflutnings er vægt til orða tekið. Grafalvarleg staða er hins vegar uppi hjá Vesturbæjarveldinu. Liðið er þremur stigum frá botni deildarinnar og í fallbaráttu. „Við erum í mjög erfiðri stöðu innan vallar og utan. Það eru bönn og meiðsli og menn að fara út í atvinnumennsku. Við erum bara í helvítis brasi,“ segir Theódór Elmar. Hann segir menn hafa fundað um málið í vikunni og að KR-ingar geri sér sannarlega grein fyrir stöðunni sem liðið er í. „Við gerum okkur fullkomnlega grein fyrir þessu. Við tókum fund í vikunni þar sem menn þurftu að gera sér grein fyrir stöðunni sem við erum í. Eins hundleiðinlegt og það er, þá erum við bara þarna. Það er ekkert að gera nema klóra í bakkann og halda áfram,“ segir Theódór Elmar og bætir við: „Við sleppum inn auðveldum mörkum og færin sem við erum að gefa eru fáránleg. Það er ekkert á einstaklingana að setja, það er bara liðið sem heild. Það er ójafnvægi á þessu sem við þurfum að finna út úr þessu. Þetta er súrrealískt, en þetta er staðan.“
Besta deild karla Breiðablik KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Sjáðu þrennu Karólínu Leu Fótbolti Fleiri fréttir Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti