Hann hefur verið til í ellefu ár og var vinsæll vettvangur þjóðfélagsumræðu. Nú er ekki lengur hægt að birta færslur í hópnum og efst hefur verið fest tilkynning frá Kristínu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Pírata þar sem fram kemur að unnið sé að því að leggja hópinn niður.
„Spjallið hefur þróast töluvert og á félagsfundi Pírata í fyrra voru felldar út allar stefnur sem varða Pírataspjallið og hefur þessi vettvangur síðan þá ekki verið tengdur Pírötum formlega,“ segir í tilkynningunni.
Hún segir það hafa verið lýðræðislega niðurstöðu meðal skráðra félaga í Pírötum að aftengja hreyfinguna við þennan vettvang.
„Við þökkum ykkur samfylgdina. Vilji fólk ná tali af Pírötum verða til þess næg tækifæri á næstunni,“ segir í tilkynningunni.