Þriðja ungmennið handtekið vegna drápsins í Landskrónu Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2024 15:38 Sænsku lögreglumaður að störfum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/EPA Fimmtán ára stúlka var handtekin í tengslum við dráp á táningsstúlku í bænum Landskrónu í Svíþjóð. Hún neitar allri sök. Tvö önnur ungmenni eru grunuð um aðild að drápinu á stúlkunni. Lík fjórtán ára gamallar stúlku fannst illa út leikið á lestarstöð í Landskrónu á þriðjudag. Lögreglan þar telur að henni hafi verið ráðinn bani. Hún fannst bundin á höndum og með áverka um allan líkamann. Jafnaldra fórnarlambsins var handtekin sama dag, grunuð um aðild að dauða stúlkunnar. Hún er talin hafa þekkt fórnarlambið. Annað ungmenni á aldrinum fimmtán til átján ára var einnig handtekið. Stúlkan sem nú hefur verið handtekin neitaði allri sök þegar gæsluvarðhaldskrafa yfir henni var tekin fyrir í dag. Hún kom fyrir dóminn í gegnum fjarfundarbúnað, að sögn sænska blaðsins Dagens nyheter. Tomas Olvmyr, saksóknari, færði rök fyrir því að hætta væri á að stúlkan reyndi að spilla sönnunargögnum eða leggja stein í götu rannsóknarinnar ef hún sætti ekki varðhaldi. Olvmyr segir að stúlkurnar tvær sem voru handteknar þekkist en séu ekki skyldar. Við yfirheyrslur hafi þær viðurkennt þátt í málinu. Þriðji sakborningurinn er sakaður um að hylma yfir glæp. Umfangsmiklar lögregluaðgerðir hafa átt sér stað í Landskrónu eftir að stúlkan fannst látin, þar á meðal hafa kafarar leitað í síki í miðbænum. Þá eru tveir hnífar sagðir hafa fundist nærri staðnum sem líkið fannst. Lögreglan rannsakar hvort þeir tengist drápinu. Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Lík fjórtán ára gamallar stúlku fannst illa út leikið á lestarstöð í Landskrónu á þriðjudag. Lögreglan þar telur að henni hafi verið ráðinn bani. Hún fannst bundin á höndum og með áverka um allan líkamann. Jafnaldra fórnarlambsins var handtekin sama dag, grunuð um aðild að dauða stúlkunnar. Hún er talin hafa þekkt fórnarlambið. Annað ungmenni á aldrinum fimmtán til átján ára var einnig handtekið. Stúlkan sem nú hefur verið handtekin neitaði allri sök þegar gæsluvarðhaldskrafa yfir henni var tekin fyrir í dag. Hún kom fyrir dóminn í gegnum fjarfundarbúnað, að sögn sænska blaðsins Dagens nyheter. Tomas Olvmyr, saksóknari, færði rök fyrir því að hætta væri á að stúlkan reyndi að spilla sönnunargögnum eða leggja stein í götu rannsóknarinnar ef hún sætti ekki varðhaldi. Olvmyr segir að stúlkurnar tvær sem voru handteknar þekkist en séu ekki skyldar. Við yfirheyrslur hafi þær viðurkennt þátt í málinu. Þriðji sakborningurinn er sakaður um að hylma yfir glæp. Umfangsmiklar lögregluaðgerðir hafa átt sér stað í Landskrónu eftir að stúlkan fannst látin, þar á meðal hafa kafarar leitað í síki í miðbænum. Þá eru tveir hnífar sagðir hafa fundist nærri staðnum sem líkið fannst. Lögreglan rannsakar hvort þeir tengist drápinu.
Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira