Um þúsund bréfberar misst fingur eða framan af fingri á fimm árum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júlí 2024 08:33 Hundarnir sem ráðast á bréfbera eru af ýmsum tegundum. Getty Um þúsund bréfberar á Bretlandseyjum hafa misst fingur eða framan af fingri á síðustu fimm árum eftir að hafa verið bitnir af hundi þegar þeir voru að setja bréf inn um póstlúgu. Um það bil 42 bréfberar verða fyrir árás hunds í hverri viku en 2,206 árásir voru skráðar á tólf mánuðum fram til 31. mars 2024. Um er að ræða 15 prósent fjölgun frá fyrra ári og þá var fjölgunin frá 2022 til 2023 einnig 15 prósent. „Margir hljóta sár sem breyta lífi þeirra,“ segir Dave Joyce, öryggis- og heilbrigðisfulltrúi Communication Workers Union, í samtali við Guardian. „Margir geta ekki haldið áfram sem bréfberar sökum líkamlegra og andlegra áhrifa þessara árása.“ Guardian ræddi við þrjá bréfbera sem höfðu allir orðið fyrir árás hunds eða hunda og verið bitnir í andlitið, fætur og hendur. „Ég sagði hæ,“ segir Kirsteen Hobson, sem hitti viðskiptavin fyrir utan hjá honum. „Ég beygði mig niður til að ná í póstinn, til að rétta honum hann, og það næsta sem ég veit er að það er hundur á andlitinu mínu, bókstaflega á andlitinu mínu,“ segir hún. Hobson missti hluta varar sinnar og var bitin þrisvar í andlitið og í lærið áður en hún náði að forða sér. Paula Anderson, sem hefur fimm sinnum orðið fyrir árás hunda við störf, hefur meðal annars verið bitin í úlnliðinn og olnbogann. Um var að ræða ýmsar tegundir, til að mynda bull mastiff, jack russell og chihuahua. Sérfræðingar segja fjölgun árása ýmsu um að kenna, meðal annars því að fólk sé nú aftur farið að mæta í vinnuna eftir að hafa verið heima með hundunum í Covid. Þá hafi póstsendingum fjölgað með aukinni netverslun og þannig álagi á hundana. Þetta og fleira hafi áhrif á hegðun dýranna. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Bretland Hundar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Bréfberi bitinn af hundi á Suðurnesjum Bréfberi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum hefur lagt fram kæru eftir að hundur beit hann nýverið þar sem hann var að störfum. 18. desember 2018 12:05 Bréfberi tapaði skaðabótamáli eftir hundsbit Tæplega fimmtugur bréfberi, sem var bitinn af hundinum Skugga við skyldustörf, tapaði máli í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem hann krafðist þess að eigendur Skugga væru gerðir skaðabótaskyldir vegna árásar hundsins. Þá stefndi hann einnig tryggingafélagi eigendanna. 24. mars 2010 13:58 Smáhundar bitu bréfbera Bréfberi hjá Póstinum tilkynnti lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni að tveir hundar hefðu veist að sér og annar þeirra bitið sig. Bréfberinn var að bera út póst í kjallaraíbúð í umdæminu og stóð hurðin opin. Fyrr en varði komu tveir hundar af mexíkósku smáhundakyni út og beit annar hundurinn hann í fótinn svo áverkar hlutust af. 28. september 2012 15:19 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira
Um það bil 42 bréfberar verða fyrir árás hunds í hverri viku en 2,206 árásir voru skráðar á tólf mánuðum fram til 31. mars 2024. Um er að ræða 15 prósent fjölgun frá fyrra ári og þá var fjölgunin frá 2022 til 2023 einnig 15 prósent. „Margir hljóta sár sem breyta lífi þeirra,“ segir Dave Joyce, öryggis- og heilbrigðisfulltrúi Communication Workers Union, í samtali við Guardian. „Margir geta ekki haldið áfram sem bréfberar sökum líkamlegra og andlegra áhrifa þessara árása.“ Guardian ræddi við þrjá bréfbera sem höfðu allir orðið fyrir árás hunds eða hunda og verið bitnir í andlitið, fætur og hendur. „Ég sagði hæ,“ segir Kirsteen Hobson, sem hitti viðskiptavin fyrir utan hjá honum. „Ég beygði mig niður til að ná í póstinn, til að rétta honum hann, og það næsta sem ég veit er að það er hundur á andlitinu mínu, bókstaflega á andlitinu mínu,“ segir hún. Hobson missti hluta varar sinnar og var bitin þrisvar í andlitið og í lærið áður en hún náði að forða sér. Paula Anderson, sem hefur fimm sinnum orðið fyrir árás hunda við störf, hefur meðal annars verið bitin í úlnliðinn og olnbogann. Um var að ræða ýmsar tegundir, til að mynda bull mastiff, jack russell og chihuahua. Sérfræðingar segja fjölgun árása ýmsu um að kenna, meðal annars því að fólk sé nú aftur farið að mæta í vinnuna eftir að hafa verið heima með hundunum í Covid. Þá hafi póstsendingum fjölgað með aukinni netverslun og þannig álagi á hundana. Þetta og fleira hafi áhrif á hegðun dýranna. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Bretland Hundar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Bréfberi bitinn af hundi á Suðurnesjum Bréfberi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum hefur lagt fram kæru eftir að hundur beit hann nýverið þar sem hann var að störfum. 18. desember 2018 12:05 Bréfberi tapaði skaðabótamáli eftir hundsbit Tæplega fimmtugur bréfberi, sem var bitinn af hundinum Skugga við skyldustörf, tapaði máli í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem hann krafðist þess að eigendur Skugga væru gerðir skaðabótaskyldir vegna árásar hundsins. Þá stefndi hann einnig tryggingafélagi eigendanna. 24. mars 2010 13:58 Smáhundar bitu bréfbera Bréfberi hjá Póstinum tilkynnti lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni að tveir hundar hefðu veist að sér og annar þeirra bitið sig. Bréfberinn var að bera út póst í kjallaraíbúð í umdæminu og stóð hurðin opin. Fyrr en varði komu tveir hundar af mexíkósku smáhundakyni út og beit annar hundurinn hann í fótinn svo áverkar hlutust af. 28. september 2012 15:19 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira
Bréfberi bitinn af hundi á Suðurnesjum Bréfberi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum hefur lagt fram kæru eftir að hundur beit hann nýverið þar sem hann var að störfum. 18. desember 2018 12:05
Bréfberi tapaði skaðabótamáli eftir hundsbit Tæplega fimmtugur bréfberi, sem var bitinn af hundinum Skugga við skyldustörf, tapaði máli í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem hann krafðist þess að eigendur Skugga væru gerðir skaðabótaskyldir vegna árásar hundsins. Þá stefndi hann einnig tryggingafélagi eigendanna. 24. mars 2010 13:58
Smáhundar bitu bréfbera Bréfberi hjá Póstinum tilkynnti lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni að tveir hundar hefðu veist að sér og annar þeirra bitið sig. Bréfberinn var að bera út póst í kjallaraíbúð í umdæminu og stóð hurðin opin. Fyrr en varði komu tveir hundar af mexíkósku smáhundakyni út og beit annar hundurinn hann í fótinn svo áverkar hlutust af. 28. september 2012 15:19