Guðni lítillátur þegar hann sagði að allt myndi bjargast án hans Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2024 21:34 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er ánægður með embættissetu Guðna. Vísir/Arnar Halldórsson Í dag fór fram síðasti ríkisráðsfundur Guðna Th. Jóhannessonar í embætti forseta Íslands. Forsætisráðherra segir skilaboð forsetans fráfarandi á fundinum þau að ríkisstjórnin komi til með að spjara sig án hans, lítillát skilaboð sem hann segir endurspegla karakter Guðna vel. Fréttamaður náði tali af Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að fundinum loknum. Hann segir undirstöðu fundarins afgreiðslu á endurstaðfestingu ýmissa mála sem hafa verið lögð fyrir forseta Íslands. „Auðvitað einkenndist þessi fundur að öðru leyti að hann var ákveðin kveðjustund, og innsetning nýs forseta á morgun. Þess vegna gafst tækifæri til að líta um farinn veg og ég lagði áherslu á það að ríkisstjórnin væri þakklát fyrir gott samstarf,“ segir Bjarni. Reynir mikið á samstarf ríkisstjórnar og forseta Hann útskýrir að nær aldrei beri á því hve mikið reyni á að samstarf ríkisstjórnar og forseta. Það sé sennilega vegna þess hve vel samstarfið hefur gengið. „Það væri þá ekki nema ef eitthvað færi út af sporinu sem fólk áttaði sig á því að þetta skiptir máli. Það skiptir máli að það sé gott talsamband og sameiginlegur skilningur, til dæmis á hvernig gengið er frá ýmsum formsatriðum.“ í breiðara samhengi hafi verið gott að eiga forsetann að, sem hafi lagt sig fram við að vera í góðu samtali við forystumenn flokkanna. Bjarni segir Guðna hafa tekist vel til við að vekja athygli á atriðum sem íslenska þjóðin þyrfti að passa upp á, og nefnir skjóta mannfjölgun og breytingar á nýjustu tækni. Nýtti forsetinn tækifærið á fundinum til að koma með skilaboð eða hnekkja á einhverjum atriðum við ykkur sem hann hefur kannski ekki viljað gera hingað til? „Mér fannst hann sýna mikið lítillæti þegar hann sagði að þetta myndi nú allt saman bjargast án hans. Sem var í takt við hans karaktereinkenni. En staðreyndin er sú að það er ekkert sjálfsagt í þessum hlutum og við verðum að vera minnug þess að þessu embætti þarf að sinna vel og við hlökkum til samstarfs við nýja forsetann sem ég veit að mun rísa mjög vel undir því hlutverki sem hún hefur tekið að sér.“ Ekki rétti tíminn fyrir „ef og hefði“ Halla Tómasdóttir verður sett inn í embætti forseta Íslands á morgun. Forsetakosningar hefðu getað farið svo að Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og samstarfskona Bjarna til margra ára yrði sett inn í embættið á morgun. Hefðir þú viljað halda áfram að starfa með Katrínu á þessum vettvangi í gegn um ríkisráð? „Þetta er alls ekki tíminn til þess að fara að tala um það hvað ég hefði og allt það. Nú er staðan sú ð á morgun tekur Halla Tómasdóttir við. Hún fékk afburðagóða kosningu. Við ætlum öll að óska þess að hún verði farsæl í sínu starfi, haldi áfram að njóta þess góða stuðnings,“ segir Bjarni. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Sjá meira
Fréttamaður náði tali af Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra að fundinum loknum. Hann segir undirstöðu fundarins afgreiðslu á endurstaðfestingu ýmissa mála sem hafa verið lögð fyrir forseta Íslands. „Auðvitað einkenndist þessi fundur að öðru leyti að hann var ákveðin kveðjustund, og innsetning nýs forseta á morgun. Þess vegna gafst tækifæri til að líta um farinn veg og ég lagði áherslu á það að ríkisstjórnin væri þakklát fyrir gott samstarf,“ segir Bjarni. Reynir mikið á samstarf ríkisstjórnar og forseta Hann útskýrir að nær aldrei beri á því hve mikið reyni á að samstarf ríkisstjórnar og forseta. Það sé sennilega vegna þess hve vel samstarfið hefur gengið. „Það væri þá ekki nema ef eitthvað færi út af sporinu sem fólk áttaði sig á því að þetta skiptir máli. Það skiptir máli að það sé gott talsamband og sameiginlegur skilningur, til dæmis á hvernig gengið er frá ýmsum formsatriðum.“ í breiðara samhengi hafi verið gott að eiga forsetann að, sem hafi lagt sig fram við að vera í góðu samtali við forystumenn flokkanna. Bjarni segir Guðna hafa tekist vel til við að vekja athygli á atriðum sem íslenska þjóðin þyrfti að passa upp á, og nefnir skjóta mannfjölgun og breytingar á nýjustu tækni. Nýtti forsetinn tækifærið á fundinum til að koma með skilaboð eða hnekkja á einhverjum atriðum við ykkur sem hann hefur kannski ekki viljað gera hingað til? „Mér fannst hann sýna mikið lítillæti þegar hann sagði að þetta myndi nú allt saman bjargast án hans. Sem var í takt við hans karaktereinkenni. En staðreyndin er sú að það er ekkert sjálfsagt í þessum hlutum og við verðum að vera minnug þess að þessu embætti þarf að sinna vel og við hlökkum til samstarfs við nýja forsetann sem ég veit að mun rísa mjög vel undir því hlutverki sem hún hefur tekið að sér.“ Ekki rétti tíminn fyrir „ef og hefði“ Halla Tómasdóttir verður sett inn í embætti forseta Íslands á morgun. Forsetakosningar hefðu getað farið svo að Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og samstarfskona Bjarna til margra ára yrði sett inn í embættið á morgun. Hefðir þú viljað halda áfram að starfa með Katrínu á þessum vettvangi í gegn um ríkisráð? „Þetta er alls ekki tíminn til þess að fara að tala um það hvað ég hefði og allt það. Nú er staðan sú ð á morgun tekur Halla Tómasdóttir við. Hún fékk afburðagóða kosningu. Við ætlum öll að óska þess að hún verði farsæl í sínu starfi, haldi áfram að njóta þess góða stuðnings,“ segir Bjarni. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Sjá meira