Allir ættu að komast leiðar sinnar þrátt fyrir viðvörun Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. ágúst 2024 12:03 Dagskráin er sú veglegasta í tilefni stórafmælisins. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Herjólfs segir mikinn vind og töluverða ölduhæð á morgun ekki hafa áhrif á ferðir Herjólfs fyrir Þjóðhátíð. Gripið hefur verið til sérstakra ráðstafanna á hátíðinni til að bregðast við veðurspánni en formaður Þjóðhátíðarnefndar segir Íslendinga sem betur fer vera öllu vanir. Búið er að gefa út gula veðurviðvörun fyrir morgundaginn á Suðurlandi sem gildir frá klukkan þrjú um nótt til klukkan tvö um miðjan dag. Veðurstofa Íslands varar við auknum líkum á skriðuföllum á Suðurlandi og Ströndum yfir helgina vegna mikillar úrkomu sem fylgir lægð sem leggst yfir sunnanvert landið. Reiknað er með að vindhraði muni ná um 20 metrum á sekúndu víða á Suðurlandi og samkvæmt ölduspá verður ölduhæð frá Landeyjarhöfn til Vestmannaeyja allt að þrír metrar. Telur að sjóveiki muni ekki gera vart við sig Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir veðrið ekki hafa áhrif á ferðir til Vestmannaeyjar. „Miðað við þær spár sem við erum að skoða og ölduspár sem kannski skipta mestu máli fyrir siglingar Herjólfs þá munum við bara halda okkar áætlun miðað við þetta og sigla þær ferðir. Sigla bara okkar siglingaráætlun.“ Hörður segir að ölduhæðin þurfi að vera töluvert hærri svo að Herjólfur sigli frá Þorlákshöfn eða ferðum verði aflýst. Verður þetta erfið ferð fyrir sjóveika? „Nei ég hef ekki trú á því. Nýi Herjólfur er mjög gott sjóskip og þetta er stutt ferð. Ég held að það verði ekki sjóveiki.“ Festa tjöldin sérstaklega vel Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir að gripið hafi verið til sérstakra ráðstafanna vegna veðurspárnar og að mikill hugur sé í Eyjamönnum og gestum fyrir 150. Þjóðhátíðina. „Já bara svona festa niður tjöldin okkar þannig það fari ekki allt á fleygi ferð en eins og ég segi þá er þetta bara spá og þetta getur alveg farið fram hjá. Þetta verður bara létt, þetta verður bara ljúft. Við höfum séð það miklu verra. Það verður bara skemmtilegt í Herjólfsdal um helgina. Allir skemmta sér bara fallega.“ Fólk megi vera viðbúið öllu Hann hvetur fólk til að vera viðbúið öllu um helgina og taka með sér hlý og góð föt. Hann segir hátíðina vera þá veglegustu í tilefni stórafmælisins. „Við erum með mjög veglega dagskrá og erum búin að lengja dagskránna aðeins og svo erum við að rifja upp gamlar hefðir. Við erum með einn bekkjabíl sem var alltaf í gamla daga.“ Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Veður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Búið er að gefa út gula veðurviðvörun fyrir morgundaginn á Suðurlandi sem gildir frá klukkan þrjú um nótt til klukkan tvö um miðjan dag. Veðurstofa Íslands varar við auknum líkum á skriðuföllum á Suðurlandi og Ströndum yfir helgina vegna mikillar úrkomu sem fylgir lægð sem leggst yfir sunnanvert landið. Reiknað er með að vindhraði muni ná um 20 metrum á sekúndu víða á Suðurlandi og samkvæmt ölduspá verður ölduhæð frá Landeyjarhöfn til Vestmannaeyja allt að þrír metrar. Telur að sjóveiki muni ekki gera vart við sig Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segir veðrið ekki hafa áhrif á ferðir til Vestmannaeyjar. „Miðað við þær spár sem við erum að skoða og ölduspár sem kannski skipta mestu máli fyrir siglingar Herjólfs þá munum við bara halda okkar áætlun miðað við þetta og sigla þær ferðir. Sigla bara okkar siglingaráætlun.“ Hörður segir að ölduhæðin þurfi að vera töluvert hærri svo að Herjólfur sigli frá Þorlákshöfn eða ferðum verði aflýst. Verður þetta erfið ferð fyrir sjóveika? „Nei ég hef ekki trú á því. Nýi Herjólfur er mjög gott sjóskip og þetta er stutt ferð. Ég held að það verði ekki sjóveiki.“ Festa tjöldin sérstaklega vel Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir að gripið hafi verið til sérstakra ráðstafanna vegna veðurspárnar og að mikill hugur sé í Eyjamönnum og gestum fyrir 150. Þjóðhátíðina. „Já bara svona festa niður tjöldin okkar þannig það fari ekki allt á fleygi ferð en eins og ég segi þá er þetta bara spá og þetta getur alveg farið fram hjá. Þetta verður bara létt, þetta verður bara ljúft. Við höfum séð það miklu verra. Það verður bara skemmtilegt í Herjólfsdal um helgina. Allir skemmta sér bara fallega.“ Fólk megi vera viðbúið öllu Hann hvetur fólk til að vera viðbúið öllu um helgina og taka með sér hlý og góð föt. Hann segir hátíðina vera þá veglegustu í tilefni stórafmælisins. „Við erum með mjög veglega dagskrá og erum búin að lengja dagskránna aðeins og svo erum við að rifja upp gamlar hefðir. Við erum með einn bekkjabíl sem var alltaf í gamla daga.“
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Veður Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira