Það sem gerir afrek Rutters enn merkilegra er að hún eignaðist barn fyrir aðeins þremur mánuðum.
Eiginmaður Rutters, James, kom henni á óvart með því að mæta með soninn Tommy til Frakklands og á skotsvæðið eftir keppnina.
„Ég hafði ekki hugmynd um að þeir væru að koma. Ég veit að Tommy á sennilega ekki eftir að muna eftir þessu en ég geri það klárlega svo ég er glöð að þeir komu,“ sagði Rutter.
Hún varð að sjá á eftir gullinu í hendur Franciscu Crovetto Chadid frá Síle. Úrslitin réðust í bráðabana og voru umdeild. Í sjónvarpsútsendingu sást að dómararnir höfðu ranglega metið sem svo að eitt skot Rutters hefði geigað, þegar það hitti raunar í mark. Dómararnir mega hins vegar ekki styðjast við myndbandsupptökur en þær eru eingöngu fyrir sjónvarpsútsendingar.
Rutter varð í 6. sæti á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 en gat ekki keppt í Tókýó fimm árum síðar þar sem hún greindist með kórónuveiruna kvöldið áður en hún átti að fljúga til Japans.