Stjörnuleikur Curry bjargaði Bandaríkjamönnum Smári Jökull Jónsson skrifar 8. ágúst 2024 20:56 Steph Curry og Kevin Durant sáttir með gang mála. Vísir/Getty Stórleikur Steph Curry kom í veg fyrir sigur Serba gegn Bandaríkjamönnum í undanúrslitum körfuboltans á Ólympíuleikunum. Serbar leiddu nær allan tímann en gáfu eftir undir lokin. Bandaríkjamenn lentu í vandræðum snemma leiks. Serbar komust sjö stigum yfir um miðjan fyrsta leikhlutann og leiddu með átta stigum að honum loknum. Þeir juku síðan á forskotið í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik var 54-43 Serbum í vil. Svipuð þróun hélt áfram í þriðja leikhlutanum. Bandaríkjamenn náðu aðeins að minnka muninn en Serbar svöruðu og komust mest fimmtán stigum yfir undir lok leikhlutans. Áhlaup Bandaríkjamanna kom hins vegar í fjórða leikhlutanum. Á örskömmum tíma breyttu þeir stöðunni úr 80-73 í 84-84. Allt jafnt og undir lokin stigu stjörnur Bandaríkjamanna upp á meðan Nikola Jokic og félagar virtust sprungnir og gátu ekki keypt sér körfu. LeBron James og Nikola Jokic berjast í leiknum.Vísir/Getty Steph Curry setti niður þrist og kom Bandaríkjamönnum í 87-86 og LeBron James og Curry skoruðu síðan tvær hraðaupphlaupskörfur í röð og staðan skyndilega orðin 91-86 Bandaríkjunum í vil. Serbum tókst að minnka muninn í tvö stig í tvígang en höfðu ekki kraftana í meira en það. Bandaríkjamenn unnu lokafjórðunginn með sautján stigum og leikinn 95-91. Eins og áður segir var það Steph Curry sem var maðurinn á bakvið sigur Bandaríkjamanna. Hann skoraði 36 stig og hitti úr níu af fjórtán þriggja stiga skotum sínum sem gerir 64% nýtingu. Mögnuð frammistaða. STEPH CURRY IN THE COMEBACK WIN:36 PTS12/19 FG 9/14 3PT8 REBDIFFERENT 🔥 pic.twitter.com/i0aKTZXcAu— Overtime (@overtime) August 8, 2024 Joel Embiid skoraði 19 stig fyrir Bandaríkjamenn og LeBron James átti frábæran leik líkt og Curry með16 stig auk þess að taka 12 fráköst og gefa 10 stoðsendingar. Bogdan Bogdanovic var stigahæstur hjá Serbíu með 20 stig og Nikola Jokic skoraði 17. Bandaríkjamenn mæta Frökkum í úrslitum á sunnudag. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira
Bandaríkjamenn lentu í vandræðum snemma leiks. Serbar komust sjö stigum yfir um miðjan fyrsta leikhlutann og leiddu með átta stigum að honum loknum. Þeir juku síðan á forskotið í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik var 54-43 Serbum í vil. Svipuð þróun hélt áfram í þriðja leikhlutanum. Bandaríkjamenn náðu aðeins að minnka muninn en Serbar svöruðu og komust mest fimmtán stigum yfir undir lok leikhlutans. Áhlaup Bandaríkjamanna kom hins vegar í fjórða leikhlutanum. Á örskömmum tíma breyttu þeir stöðunni úr 80-73 í 84-84. Allt jafnt og undir lokin stigu stjörnur Bandaríkjamanna upp á meðan Nikola Jokic og félagar virtust sprungnir og gátu ekki keypt sér körfu. LeBron James og Nikola Jokic berjast í leiknum.Vísir/Getty Steph Curry setti niður þrist og kom Bandaríkjamönnum í 87-86 og LeBron James og Curry skoruðu síðan tvær hraðaupphlaupskörfur í röð og staðan skyndilega orðin 91-86 Bandaríkjunum í vil. Serbum tókst að minnka muninn í tvö stig í tvígang en höfðu ekki kraftana í meira en það. Bandaríkjamenn unnu lokafjórðunginn með sautján stigum og leikinn 95-91. Eins og áður segir var það Steph Curry sem var maðurinn á bakvið sigur Bandaríkjamanna. Hann skoraði 36 stig og hitti úr níu af fjórtán þriggja stiga skotum sínum sem gerir 64% nýtingu. Mögnuð frammistaða. STEPH CURRY IN THE COMEBACK WIN:36 PTS12/19 FG 9/14 3PT8 REBDIFFERENT 🔥 pic.twitter.com/i0aKTZXcAu— Overtime (@overtime) August 8, 2024 Joel Embiid skoraði 19 stig fyrir Bandaríkjamenn og LeBron James átti frábæran leik líkt og Curry með16 stig auk þess að taka 12 fráköst og gefa 10 stoðsendingar. Bogdan Bogdanovic var stigahæstur hjá Serbíu með 20 stig og Nikola Jokic skoraði 17. Bandaríkjamenn mæta Frökkum í úrslitum á sunnudag.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira