Mótmæla brottvísun stórs hóps hælisleitenda Eiður Þór Árnason skrifar 10. ágúst 2024 23:39 Stór hluti íbúa Venesúela hafa flúið landið á síðust árum. Aðsend Hópur fólks frá Venesúela er staddur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar til að mótmæla brottvísun samlanda sinna. Fjöldi hælisleitenda frá Suður-Ameríku ríkinu flýgur frá Íslandi í kvöld og er byrjað að innrita hópinn. Betsy Contreras er stödd í innritunarsal Keflavíkurflugvallar og segir að fólkið sem yfirgefi nú landið hafi mörg dvalið í eitt til tvö ár á Íslandi. Hún giskar á að um sé að ræða sjö fjölskyldur. Betsy segir sorglegt og erfitt að horfa á eftir fólkinu en íslensk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að vísa hælisleitendum frá Venesúela aftur til landsins þar sem sumir óttist um öryggi sitt. „Ég hef grátið og grátið. Mér líður mjög illa yfir því að það sé verið að senda fólkið aftur til Venesúela. Það er hættulegt þar.“ Betsy sem er sjálf hælisleitandi frá landinu telur að í kringum þrettán mótmælendur séu staddir í flugstöðinni. Þau hafi lítið verið vör við lögreglu á staðnum og ætli að vera eitthvað áfram í innritunarsalnum til að sýna samstöðu með fólkinu sem fer nú af landi brott. Hlutu áður öll vernd Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hælisleitendur óttist um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríki í landinu eftir að Nicolas Maduro framlengdi forsetatíð sína í kosningum sem sumir telja ólögmætar. Um tíma fengu allir einstaklingar frá Venesúela sem sóttu hér um alþjóðlega vernd hæli á Íslandi og kvað Kærunefnd útlendingamála upp árið 2022 að ríkisborgurum landsins skyldi veitt hér sérstök viðbótarvernd vegna ástandsins þar. Þeirri ákvörðun var snúið við í fyrra þegar kærunefndin heimilaði Útlendingastofnun að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd með vísan til batnandi ástands í Venesúela. Síðan þá hefur staðið til að vísa stórum hópum hælisleitenda frá ríkinu úr landi. Hælisleitendur Venesúela Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Tengdar fréttir „Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er“ Hælisleitendur óttast um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríkir í Venesúela eftir endurkjör forsetans. Flugvél full af hælisleitendum frá Venesúela flýgur frá Keflavíkurflugvelli í kvöld. 10. ágúst 2024 19:30 Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57 Kæru Íslendingar / Queridos hermanos Islandeses Í dag skrifa ég til ykkar út frá sársaukanum sem hvert og eitt okkar frá Venesúela upplifum svo að þið séuð líka ábyrgðarmenn sannleikans, sannleika sem við sjáum í mörg ár að hefur verið hagrætt og afbakað af glæpamönnum, eiturlyfjaeinræðisherrum og morðingjum sem hafa niðurlægt okkur árum saman. 2. ágúst 2024 13:30 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Sjá meira
Betsy Contreras er stödd í innritunarsal Keflavíkurflugvallar og segir að fólkið sem yfirgefi nú landið hafi mörg dvalið í eitt til tvö ár á Íslandi. Hún giskar á að um sé að ræða sjö fjölskyldur. Betsy segir sorglegt og erfitt að horfa á eftir fólkinu en íslensk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að vísa hælisleitendum frá Venesúela aftur til landsins þar sem sumir óttist um öryggi sitt. „Ég hef grátið og grátið. Mér líður mjög illa yfir því að það sé verið að senda fólkið aftur til Venesúela. Það er hættulegt þar.“ Betsy sem er sjálf hælisleitandi frá landinu telur að í kringum þrettán mótmælendur séu staddir í flugstöðinni. Þau hafi lítið verið vör við lögreglu á staðnum og ætli að vera eitthvað áfram í innritunarsalnum til að sýna samstöðu með fólkinu sem fer nú af landi brott. Hlutu áður öll vernd Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að hælisleitendur óttist um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríki í landinu eftir að Nicolas Maduro framlengdi forsetatíð sína í kosningum sem sumir telja ólögmætar. Um tíma fengu allir einstaklingar frá Venesúela sem sóttu hér um alþjóðlega vernd hæli á Íslandi og kvað Kærunefnd útlendingamála upp árið 2022 að ríkisborgurum landsins skyldi veitt hér sérstök viðbótarvernd vegna ástandsins þar. Þeirri ákvörðun var snúið við í fyrra þegar kærunefndin heimilaði Útlendingastofnun að synja umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd með vísan til batnandi ástands í Venesúela. Síðan þá hefur staðið til að vísa stórum hópum hælisleitenda frá ríkinu úr landi.
Hælisleitendur Venesúela Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Tengdar fréttir „Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er“ Hælisleitendur óttast um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríkir í Venesúela eftir endurkjör forsetans. Flugvél full af hælisleitendum frá Venesúela flýgur frá Keflavíkurflugvelli í kvöld. 10. ágúst 2024 19:30 Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57 Kæru Íslendingar / Queridos hermanos Islandeses Í dag skrifa ég til ykkar út frá sársaukanum sem hvert og eitt okkar frá Venesúela upplifum svo að þið séuð líka ábyrgðarmenn sannleikans, sannleika sem við sjáum í mörg ár að hefur verið hagrætt og afbakað af glæpamönnum, eiturlyfjaeinræðisherrum og morðingjum sem hafa niðurlægt okkur árum saman. 2. ágúst 2024 13:30 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Sjá meira
„Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er“ Hælisleitendur óttast um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríkir í Venesúela eftir endurkjör forsetans. Flugvél full af hælisleitendum frá Venesúela flýgur frá Keflavíkurflugvelli í kvöld. 10. ágúst 2024 19:30
Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57
Kæru Íslendingar / Queridos hermanos Islandeses Í dag skrifa ég til ykkar út frá sársaukanum sem hvert og eitt okkar frá Venesúela upplifum svo að þið séuð líka ábyrgðarmenn sannleikans, sannleika sem við sjáum í mörg ár að hefur verið hagrætt og afbakað af glæpamönnum, eiturlyfjaeinræðisherrum og morðingjum sem hafa niðurlægt okkur árum saman. 2. ágúst 2024 13:30