Wakaka, sem er tvítugur, lék með varaliði Gent í belgísku C-deildinni á síðasta tímabili.
Robby Wakaka í FH!
— FHingar (@fhingar) August 10, 2024
Robby er 20 ára miðjumaður og semur við Fimleikafélagið út tímabilið með möguleika á framlengingu. Hann kemur frá Gent í Belgíu.
Hjartanlega velkominn Robby🤝 pic.twitter.com/eMW7toiuar
Arnar Þór Viðarsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, er íþróttastjóri hjá Gent og ekki ólíklegt að hann hafi aðstoðað FH við að fá Wakaka.
Auk Wakakas hefur FH fengið Kristján Flóka Finnbogason frá KR síðan félagaskiptaglugginn var opnaður. Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson fóru hins vegar til KR.
Næsti leikur FH er einmitt gegn KR á Meistaravöllum á mánudaginn. FH-ingar eru í 4. sæti Bestu deildarinnar.