Í þættinum fer hann yfir mikilvægi öryggisgleraugna í veiðinni. ,,Veiðigleraugun eru okkar hjálmur, ef að flugan fer í augun þá eru þau bara kapút"
Þá kynnumst við betri stofunni í veiðihúsinu Langárbyrgi þar sem Heiðar fer reglulega að hugsa sinn gang þegar illa gengur að veiða.

Á uppáhalds staðnum sínum í Langánni beitir Heiðar sínum brögðum til að veiða, en lendir í óhappi í leiðinni. Hann hefur veitt ýmislegt í gegnum ævina, segir hann, en aldrei annað eins fyrirbæri eins og má sjá á einum tímapunkti í þættinum.
