Sprenging í sölu á sérsmíðuðum saunaklefum Heitirpottar.is 14. ágúst 2024 10:05 Feðgarnir Kristján Berg og Ari Steinn hafa varla undan að sérsmíða saunaklefa fyrir íslensk heimili. Saunaklefar spretta nú upp við íslensk heimili eins og gorkúlur og njóta sérsmíðaðir klefar mikilla vinsælda. Kristján Berg, eigandi Heitir pottar.is hefur varla undan að afgreiða heilsuþyrsta Íslendinga sem vilja hanna saunaklefann eftir eigin höfði. „Íslendingar eru flott design-fólk sem gerir kröfur um útlit, efni, form og lit og það er mismunandi hvað hver vill og hvað hver þarf. Við hjá Heitirpottar.is mætum þessum þörfum. Við erum eigendur að verksmiðju í Eistlandi og þar eru átta til tíu smiðir í fullri vinnu við sérsmíði sunaklefa fyrir okkur,“ segir Kristján og talar um sprengingu í sölu. Stílhreinn og flottur saunaklefi. Kristján segir Íslendinga hafa gott skynbragð á hönnun. Gott fyrir heilsuna „Sauna er ekkert nýtt undir sólinni, Finnar, Eistar og Rússar hafa stundað saunaböð í árhundruð og hér á landi hefur selst einn og einn klefi síðustu tuttugu ár en eftir að við fórum að selja saunaklefa í mars á þessu ári hefur orðið algjör sprenging. Saunabransinn er skemmtilegasti bransi sem ég hef verið í, ég hefði aldrei trúað hvað Íslendingar hafa mikla þekkingu á sauna, við höfum auðvitað saunur við nánast hverja sundlaug á Íslandi,“ segir Kristján og bætir við að heilsufarslegur ávinningur af því að stunda sauna getur verið margvíslegur. Sauna er meðal annars talin hafa góð áhrif á blóðrásarkerfið og mýkja vöðva og bandvefi auk þess sem það gerir húðinni gott að svitna. „Ég segi að það eigi til dæmis að vera saunaklefi við öll öldrunarheimili því ef við eigum erfitt með að stunda hreyfingu fáum við hjartað til að pumpa með því að stunda saunaböð. Hitinn er líka góður fyrir liðina. Ég er nýbúinn að ráða til mín starfsmann, sem er bæði íþróttafræðingur og einkaþjálfari og hann fjallaði um saunur í lokaritgerðinni sinn í skólanum.“ Besta fjárfestingin er sá klefi sem þú notar mest og ef hann er hannaður eftir þínu höfði eru meiri líkur á að þú notir hann, segir Kristján. Stýra klefanum gegnum app Kristján segir að mörgum finnist viðarkynding hafa ákveðinn sjarma en rafmagnskynding sé lang algengust hér á landi og hagstæð. „Rafmagnsklefarnir eru fljótir að hitna og hægt að stýra hitastiginu betur. Það hefur líka mikla kosti að stýra klefanum með appi í símanum og kveikja til dæmis á honum þegar þú ert á leiðinni heim úr vinnunni. Margir koma sér upp rútínu að fara alltaf á sama tíma á ákveðnum dögum í saunu og forstilla klefann svo hann sé alltaf orðinn heitur á þeim tímum.“ Ari fyrir framan minnstu sauna-tunnuna sem fæst hjá Heitum pottum. Mæta óskum viðskiptavina „Fólk mætir einfaldlega til okkar með teikningu eða bara hugmyndir og málsetningarnar og við setjum saman klefa eftir þeirra óskum. Besta fjárfestingin er sá klefi sem þú notar mest og ef hann er hannaður eftir þínu höfði eru meiri líkur á að þú notir hann. Klefarnir geta síðan farið beint á pallinn eða á hellulagða stétt, eða bara á grasið. Við komum með hann klárann á vörubíl með krana á staðinn og hífum hann á sinn stað,“ segir Kristján. Saunaklefinn kemur heim að dyrum og er hífður á sinn stað. Úrval af saunaklefum fyrir utan verslunina að Fosshálsi 13. Í glæsilegum sýningarsal Heitirpottar.is er hægt að skoða ólíka saunaklefa. Heilsa Hús og heimili Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
„Íslendingar eru flott design-fólk sem gerir kröfur um útlit, efni, form og lit og það er mismunandi hvað hver vill og hvað hver þarf. Við hjá Heitirpottar.is mætum þessum þörfum. Við erum eigendur að verksmiðju í Eistlandi og þar eru átta til tíu smiðir í fullri vinnu við sérsmíði sunaklefa fyrir okkur,“ segir Kristján og talar um sprengingu í sölu. Stílhreinn og flottur saunaklefi. Kristján segir Íslendinga hafa gott skynbragð á hönnun. Gott fyrir heilsuna „Sauna er ekkert nýtt undir sólinni, Finnar, Eistar og Rússar hafa stundað saunaböð í árhundruð og hér á landi hefur selst einn og einn klefi síðustu tuttugu ár en eftir að við fórum að selja saunaklefa í mars á þessu ári hefur orðið algjör sprenging. Saunabransinn er skemmtilegasti bransi sem ég hef verið í, ég hefði aldrei trúað hvað Íslendingar hafa mikla þekkingu á sauna, við höfum auðvitað saunur við nánast hverja sundlaug á Íslandi,“ segir Kristján og bætir við að heilsufarslegur ávinningur af því að stunda sauna getur verið margvíslegur. Sauna er meðal annars talin hafa góð áhrif á blóðrásarkerfið og mýkja vöðva og bandvefi auk þess sem það gerir húðinni gott að svitna. „Ég segi að það eigi til dæmis að vera saunaklefi við öll öldrunarheimili því ef við eigum erfitt með að stunda hreyfingu fáum við hjartað til að pumpa með því að stunda saunaböð. Hitinn er líka góður fyrir liðina. Ég er nýbúinn að ráða til mín starfsmann, sem er bæði íþróttafræðingur og einkaþjálfari og hann fjallaði um saunur í lokaritgerðinni sinn í skólanum.“ Besta fjárfestingin er sá klefi sem þú notar mest og ef hann er hannaður eftir þínu höfði eru meiri líkur á að þú notir hann, segir Kristján. Stýra klefanum gegnum app Kristján segir að mörgum finnist viðarkynding hafa ákveðinn sjarma en rafmagnskynding sé lang algengust hér á landi og hagstæð. „Rafmagnsklefarnir eru fljótir að hitna og hægt að stýra hitastiginu betur. Það hefur líka mikla kosti að stýra klefanum með appi í símanum og kveikja til dæmis á honum þegar þú ert á leiðinni heim úr vinnunni. Margir koma sér upp rútínu að fara alltaf á sama tíma á ákveðnum dögum í saunu og forstilla klefann svo hann sé alltaf orðinn heitur á þeim tímum.“ Ari fyrir framan minnstu sauna-tunnuna sem fæst hjá Heitum pottum. Mæta óskum viðskiptavina „Fólk mætir einfaldlega til okkar með teikningu eða bara hugmyndir og málsetningarnar og við setjum saman klefa eftir þeirra óskum. Besta fjárfestingin er sá klefi sem þú notar mest og ef hann er hannaður eftir þínu höfði eru meiri líkur á að þú notir hann. Klefarnir geta síðan farið beint á pallinn eða á hellulagða stétt, eða bara á grasið. Við komum með hann klárann á vörubíl með krana á staðinn og hífum hann á sinn stað,“ segir Kristján. Saunaklefinn kemur heim að dyrum og er hífður á sinn stað. Úrval af saunaklefum fyrir utan verslunina að Fosshálsi 13. Í glæsilegum sýningarsal Heitirpottar.is er hægt að skoða ólíka saunaklefa.
Heilsa Hús og heimili Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira