Tryggja sér 650 milljóna króna fjármögnun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2024 11:02 Fólkið á bak við PLAIO. Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið PLAIO hefur tryggt sér fjármögnun upp á 4,3 milljóna evra, eða um 650 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að fjármögnunin verði notuð til að efla starfsemi PLAIO í Evrópu og til sóknar á Bandaríkjamarkað, ásamt því að nýtast til þróunar á Coplanner, nýju tóli fyrirtækisins sem notar gervigreind til að auðvelda yfirsýn og ákvarðanir stjórnenda þegar kemur að nýtingu aðfanga. Iðunn, fjárfestingarsjóður í umsjá eignastýringu Kviku banka, leiðir fjármögnunina með áframhaldandi þátttöku frá núverandi fjárfestum, Frumtaki og Dr. Agon. Pétur Richter, fjárfestingastjóri Iðunnar, og Andri Sveinsson frá Dr. Agon taka í kjölfarið sæti í stjórn PLAIO. PLAIO var stofnað árið 2021 og þróar hugbúnað með gervigreind fyrir lyfja- og líftæknifyrirtæki. Hugbúnaðurinn sjálfvirknivæðir aðfangakeðjur með það að markmiði að hagræða í rekstri og hámarka nýtingu aðfanga. „Hugbúnaðurinn er sérstaklega hannaður til að mæta þörfum lyfjaiðnaðarins og er einfaldur í uppsetningu, sem þýðir minni tími og kostnaður viðskiptavina við innleiðingu. Viðskiptavinum PLAIO hefur fjölgað um 200% á undanförnum tólf mánuðum, og eru alþjóðleg lyfjafyrirtæki á borð við Covis Pharma, Camarus og Alvotech á meðal viðskiptavina,“ segir í tilkynningu. „Við stofnuðum PLAIO í þeim tilgangi að breyta úreltum, ónákvæmum og óhagkvæmum aðferðum í aðfangastýringu innan lyfjageirans. Ég hef starfað lengi að stýringu aðfangakeðjunnar og orðið vitni að þeim flóknu vandamálum sem lyfjafyrirtæki standa frammi fyrir á hverjum degi þegar að kemur að ákvarðanatöku í aðfangakeðjunni. Það er meginástæðan fyrir því að við hófum þetta ferðalag, og þar sem áhugi og þróun á gervigreind heldur áfram að vaxa, erum við að upplifa mikinn vöxt og áhuga. Við erum spennt fyrir komandi misserum, og þessi fjármögnun mun hjálpa okkur að halda áfram að sækja fram og vaxa,“ segir Jóhann Guðbjargarson, stofnandi og framkvæmdastjóri PLAIO, í tilkynningu. „PLAIO er í forystu þegar kemur að stafrænni byltingu innan lyfjageirans, Við sjáum PLAIO sem mikilvæga lausn fyrir lyfjafyrirtæki og hún mun geta skipt sköpum þegar það kemur hámörkun og betri nýtingu hráefna. Við höfum sterka trú á að fyrirtækið muni vera leiðandi á þessu sviði innan nokkurra ára, og erum afar spennt að taka þátt í þessari vegferð,“ segir Pétur Richter, fjárfestingastjóri hjá Iðunni. Vísindi Lyf Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Þar segir að fjármögnunin verði notuð til að efla starfsemi PLAIO í Evrópu og til sóknar á Bandaríkjamarkað, ásamt því að nýtast til þróunar á Coplanner, nýju tóli fyrirtækisins sem notar gervigreind til að auðvelda yfirsýn og ákvarðanir stjórnenda þegar kemur að nýtingu aðfanga. Iðunn, fjárfestingarsjóður í umsjá eignastýringu Kviku banka, leiðir fjármögnunina með áframhaldandi þátttöku frá núverandi fjárfestum, Frumtaki og Dr. Agon. Pétur Richter, fjárfestingastjóri Iðunnar, og Andri Sveinsson frá Dr. Agon taka í kjölfarið sæti í stjórn PLAIO. PLAIO var stofnað árið 2021 og þróar hugbúnað með gervigreind fyrir lyfja- og líftæknifyrirtæki. Hugbúnaðurinn sjálfvirknivæðir aðfangakeðjur með það að markmiði að hagræða í rekstri og hámarka nýtingu aðfanga. „Hugbúnaðurinn er sérstaklega hannaður til að mæta þörfum lyfjaiðnaðarins og er einfaldur í uppsetningu, sem þýðir minni tími og kostnaður viðskiptavina við innleiðingu. Viðskiptavinum PLAIO hefur fjölgað um 200% á undanförnum tólf mánuðum, og eru alþjóðleg lyfjafyrirtæki á borð við Covis Pharma, Camarus og Alvotech á meðal viðskiptavina,“ segir í tilkynningu. „Við stofnuðum PLAIO í þeim tilgangi að breyta úreltum, ónákvæmum og óhagkvæmum aðferðum í aðfangastýringu innan lyfjageirans. Ég hef starfað lengi að stýringu aðfangakeðjunnar og orðið vitni að þeim flóknu vandamálum sem lyfjafyrirtæki standa frammi fyrir á hverjum degi þegar að kemur að ákvarðanatöku í aðfangakeðjunni. Það er meginástæðan fyrir því að við hófum þetta ferðalag, og þar sem áhugi og þróun á gervigreind heldur áfram að vaxa, erum við að upplifa mikinn vöxt og áhuga. Við erum spennt fyrir komandi misserum, og þessi fjármögnun mun hjálpa okkur að halda áfram að sækja fram og vaxa,“ segir Jóhann Guðbjargarson, stofnandi og framkvæmdastjóri PLAIO, í tilkynningu. „PLAIO er í forystu þegar kemur að stafrænni byltingu innan lyfjageirans, Við sjáum PLAIO sem mikilvæga lausn fyrir lyfjafyrirtæki og hún mun geta skipt sköpum þegar það kemur hámörkun og betri nýtingu hráefna. Við höfum sterka trú á að fyrirtækið muni vera leiðandi á þessu sviði innan nokkurra ára, og erum afar spennt að taka þátt í þessari vegferð,“ segir Pétur Richter, fjárfestingastjóri hjá Iðunni.
Vísindi Lyf Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira