Á hlaupum yfir hraunið með hræ í kjaftinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2024 12:09 Refurinn tignarlegi á sprettinum yfir hraunið. Hann var glæsilegur fagurbrúni refurinn sem sást á hlaupum yfir nýlegt hraun við Sundhnúkagígaröðina í gær. Hann var með nýveidda bráð í kjaftinum. Viðar Arason, sem starfar við öryggismál hjá HS Orku, keyrir svo til daglega Suðurstrandarveginn frá Selfossi til vinnu í Svartsengi. „Ég hef séð mjög marga refi og þeir eru yfirleitt hvítir eða gráir. Ég hef aldrei séð svona lit á ref,“ segir Viðar. Brjálæðislega flottur er lýsingin sem hann gefur á þeim stutta. Í þessu tilfelli var hann að keyra malarslóðann sem gengur undir nafninu nýi Grindavíkurvegurinn, sem er í raun sá gamli. Líklega fýll „Þá sé ég kvikyndið koma hlaupandi frá fjallinu Þorbirni,“ segir Viðar sem tók eftir því að refurinn var með hvítt hræ í kjaftinum. „Ég hélt fyrst að hann væri með kanínu. Því við vitum að það eru kanínur í skóglendingu við Þorbjörn,“ segir Viðar. Við nánari athugun telur hann líklegast að um fugl sé að ræða, líklega fýl. Reyndar virðist sem refurinn missi bráð sína á tímapunkti þegar honum bregður. Hann snýr sér og virðist virða Viðar fyrir sér, sem þó er í töluverðri fjarlægð. Því er ekki víst að refurinn hafi náð að gæða sér á fuglskjötinu. Líklega með greni í Hagafellinu „Það er svo magnað að dýrið sé að hlaupa í áttina að Sundhnúkaröðinni, að Hagafelli. Hann er að ferðast inn í mitt hraunið. Hann er ekki að fara frá hrauninu,“ segir Viðar. Refurinn sé líkast til með greni í Hagafellinu. Viðar hefur sem sérfræðingur í öryggismálum hjá HS Orku fylgst vel með aðstæðum á svæðinu í eldgosatíðinni undanfarin ár. Hann segir ótrúlegt að fylgjast með náttúrunni og breytingunni þar á þeim tíma. Spurður um dæmi nefnir hann til dæmis grjóthrun í fjallinu Þorbirni sem hafi vafalítið haft áhrif á fuglalífið þar. Dýr Grindavík Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Menendez bræðurnir nær frelsinu Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Sjá meira
Viðar Arason, sem starfar við öryggismál hjá HS Orku, keyrir svo til daglega Suðurstrandarveginn frá Selfossi til vinnu í Svartsengi. „Ég hef séð mjög marga refi og þeir eru yfirleitt hvítir eða gráir. Ég hef aldrei séð svona lit á ref,“ segir Viðar. Brjálæðislega flottur er lýsingin sem hann gefur á þeim stutta. Í þessu tilfelli var hann að keyra malarslóðann sem gengur undir nafninu nýi Grindavíkurvegurinn, sem er í raun sá gamli. Líklega fýll „Þá sé ég kvikyndið koma hlaupandi frá fjallinu Þorbirni,“ segir Viðar sem tók eftir því að refurinn var með hvítt hræ í kjaftinum. „Ég hélt fyrst að hann væri með kanínu. Því við vitum að það eru kanínur í skóglendingu við Þorbjörn,“ segir Viðar. Við nánari athugun telur hann líklegast að um fugl sé að ræða, líklega fýl. Reyndar virðist sem refurinn missi bráð sína á tímapunkti þegar honum bregður. Hann snýr sér og virðist virða Viðar fyrir sér, sem þó er í töluverðri fjarlægð. Því er ekki víst að refurinn hafi náð að gæða sér á fuglskjötinu. Líklega með greni í Hagafellinu „Það er svo magnað að dýrið sé að hlaupa í áttina að Sundhnúkaröðinni, að Hagafelli. Hann er að ferðast inn í mitt hraunið. Hann er ekki að fara frá hrauninu,“ segir Viðar. Refurinn sé líkast til með greni í Hagafellinu. Viðar hefur sem sérfræðingur í öryggismálum hjá HS Orku fylgst vel með aðstæðum á svæðinu í eldgosatíðinni undanfarin ár. Hann segir ótrúlegt að fylgjast með náttúrunni og breytingunni þar á þeim tíma. Spurður um dæmi nefnir hann til dæmis grjóthrun í fjallinu Þorbirni sem hafi vafalítið haft áhrif á fuglalífið þar.
Dýr Grindavík Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Menendez bræðurnir nær frelsinu Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Sjá meira