Verkfræðingar segja vald SA „óeðlilega mikið“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. ágúst 2024 09:02 Í Karphúsinu er skellt í vöfflur þegar kjarasamningar eru í höfn. Verkfræðingar segjast vart eiga aðkomu að viðræðum lengur, eftir að línur eru lagðar í samningum við stóru félögin. Vísir/Vilhelm Menntun er ekki metin til launa á Íslandi með sama hætti og áður var, segja framkvæmdastjóri og formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands. Í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun segja þeir að í raun hafi samningsréttur háskólamenntaðra verið afnuminn og Samtökum atvinnulífsins fært „óeðlilega mikið vald gagnvart þróun launa á íslenskum vinnumarkaði“. Árni B. Björnsson og Gunnar Sigvaldason segja mikillar óánægju gæta meðal samninganefnda Verkfræðingafélagsins, bæði á almennum og opinberum markaði. Engar eiginlegar samningaviðræður eigi sér stað, heldur sé samninganefndunum afhentur fjögurra ára samningur sambærilegur þeim sem Efling og VR gerðu fyrr á árinu, upp á 3,25 prósent hækkun fyrsta árið og 3,5 prósent hækkun næstu þrjú árin. „Innihald slíks samnings þýðir að enn minnkar bilið á milli ófaglærðra og háskólamenntaðra. Verkfræðingafélagið hafði enga aðkomu að þeim kjarasamningum heldur fóru þær samningaviðræður fram á milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og stéttarfélaga innan vébanda Alþýðusambands Íslands á almennum vinnumarkaði hins vegar,“ segja Árni og Gunnar. Á meðan hafi kaupmáttur verkfræðinga, tæknifræðinga og annarra háskólahópa ekki aukist frá aldamótum, á sama tíma og kaumáttur ófaglærðra hafi aukist hlutfallslega um 29 prósent. Árni og Gunnar segja að hvað varðar hálfopinber fyrirtæki hafi þau framselt samningsumboð sitt til Samtaka atvinnulífsins en í viðræðum sé launaliðurinn ekki ræddur heldur mönnum sagt að sækja launahækkanir í launaviðtölum. Þau gefist misvel. „Í sumum tilfellum er vísað til þess að ekki sé svigrúm til hækkana eða að atvinnurekendur skýla sér á bak við jafnlaunavottun. Réttur til hækkana, sambærilegum þeim er verða almennt á markaði, er einnig of óljós í slíkum samningum.“ Þróun mála sé til þess fallin að letja fólk frá því að sækja sér æðri menntun. „Launaþróunin sýnir að hér á landi er menntun ekki metin til launa með sama hætti og áður. Þó flestir geti tekið undir að viss launajöfnuður sé af hinu góða er nauðsynlegt að launasetning taki ávallt mið af menntun, reynslu starfsfólks og eftirspurn á vinnumarkaði,“ segja Árni og Gunnar. „Eins og staðan er í dag má segja að samningsréttur háskólamenntaðra hafi verið afnuminn og Samtökum atvinnulífsins fært óeðlilega mikið vald gagnvart þróun launa á íslenskum vinnumarkaði.“ Kjaramál Háskólar Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun segja þeir að í raun hafi samningsréttur háskólamenntaðra verið afnuminn og Samtökum atvinnulífsins fært „óeðlilega mikið vald gagnvart þróun launa á íslenskum vinnumarkaði“. Árni B. Björnsson og Gunnar Sigvaldason segja mikillar óánægju gæta meðal samninganefnda Verkfræðingafélagsins, bæði á almennum og opinberum markaði. Engar eiginlegar samningaviðræður eigi sér stað, heldur sé samninganefndunum afhentur fjögurra ára samningur sambærilegur þeim sem Efling og VR gerðu fyrr á árinu, upp á 3,25 prósent hækkun fyrsta árið og 3,5 prósent hækkun næstu þrjú árin. „Innihald slíks samnings þýðir að enn minnkar bilið á milli ófaglærðra og háskólamenntaðra. Verkfræðingafélagið hafði enga aðkomu að þeim kjarasamningum heldur fóru þær samningaviðræður fram á milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og stéttarfélaga innan vébanda Alþýðusambands Íslands á almennum vinnumarkaði hins vegar,“ segja Árni og Gunnar. Á meðan hafi kaupmáttur verkfræðinga, tæknifræðinga og annarra háskólahópa ekki aukist frá aldamótum, á sama tíma og kaumáttur ófaglærðra hafi aukist hlutfallslega um 29 prósent. Árni og Gunnar segja að hvað varðar hálfopinber fyrirtæki hafi þau framselt samningsumboð sitt til Samtaka atvinnulífsins en í viðræðum sé launaliðurinn ekki ræddur heldur mönnum sagt að sækja launahækkanir í launaviðtölum. Þau gefist misvel. „Í sumum tilfellum er vísað til þess að ekki sé svigrúm til hækkana eða að atvinnurekendur skýla sér á bak við jafnlaunavottun. Réttur til hækkana, sambærilegum þeim er verða almennt á markaði, er einnig of óljós í slíkum samningum.“ Þróun mála sé til þess fallin að letja fólk frá því að sækja sér æðri menntun. „Launaþróunin sýnir að hér á landi er menntun ekki metin til launa með sama hætti og áður. Þó flestir geti tekið undir að viss launajöfnuður sé af hinu góða er nauðsynlegt að launasetning taki ávallt mið af menntun, reynslu starfsfólks og eftirspurn á vinnumarkaði,“ segja Árni og Gunnar. „Eins og staðan er í dag má segja að samningsréttur háskólamenntaðra hafi verið afnuminn og Samtökum atvinnulífsins fært óeðlilega mikið vald gagnvart þróun launa á íslenskum vinnumarkaði.“
Kjaramál Háskólar Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira