Stjórnlaus sprenging í bílastæðagjöldum við náttúruperlur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 21:08 Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri segir ný bílastæðagjöld nánast daglegt brauð við náttúruperlur landsins. Mikilvægt sé að koma böndum á þessa þróun. Vísir/Arnar Á fáeinum árum hefur orðið sprenging í bílastæðagjöldum við margar af helstu náttúruperlum landsins. Ferðamálastjóri segir stjórnleysi ríkja í málaflokknum og gjöldin leggist misvel í landann. Nauðsynlegt sé að koma böndum á þessa þróun. Bílastæðagjöld hafa sprottið upp eins og gorkúlur við margar helstu náttúruperlur landsins undanfarin ár. Slík gjöld eru til dæmis við Þingvelli, Landmannalaugar, Fjaðrárgljúfur, Jökulsárlón, Skaftafell, Reynisfjöru og Reykjadal svo fátt eitt sé nefnt. Við lauslega rannsókn fréttastofu í dag kom í ljós að bílastæðagjöld hafa verið tekin upp á næstum þrjátíu vinsælum ferðamannastöðum á fáeinum árum. Oftast er rukkað um þúsund krónur fyrir fólksbíl. Gjöldin hækka svo fyrir stærri bíla. Ferðamannastaðir þar sem rukkað er bílastæðagjald.vísir Ný gjöld næstum daglega Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri segir mikilvægt að koma böndum á þessa þróun. „Þetta hefur gerst mjög hratt og ný bílastæðagjöld koma nánast daglega upp vítt og breitt um landið. Miðað við hraðann og þróunina þarf að koma böndum á þetta sem fyrst,“ segir hann. Félag íslenskra bifreiðaeigenda benti í vor á ófremdarástand í málaflokknum á höfuðborgarsvæðinu. Ástandinu var líkt við frumskóg þar sem sífellt fleiri fyrirtæki rukki fyrir stæði á mismunandi máta. Neytendastofa ákvað í framhaldinu að rannsaka gjaldtökuna. Skýra þurfi hlutverk og ábyrgð Arnar lýsir svipuðu ástandi á ferðamannastöðum vítt og breytt um landið. „Sumir líkja ástandinu við villta vestrið, aðrir stjórnleysi og kaos. Ég get tekið undir þetta allt. Það þarf að skýra hlutverk og ábyrgð þeirra sem standa fyrir þessum rukkunum,“ segir hann. Arnar segir að ný ferðamálastefna og aðgerðaráætlun stjórnvalda geri ráð fyrir að tekið sé á málinu. „Þar er komið inn á þessi mál. Það er verið að ýta aðgerðum úr vör. Ég á von á því að fljótlega skýrist þessi mál af einhverju leyti,“ segir hann. Hvergi er hægt að finna á einum stað upplýsingar um hvar eigi að greiða bílastæðagjald við náttúruperlur. Þá er afar misjafnt hvort ferðamannastaðirnir gefa upp upplýsingar um gjaldtökuna. Aðspurður segir Arnar æskilegt að hægt væri að nálgast slíkar upplýsingar á einum stað. „Það þarf að ákveða hvar best er að safna upplýsingum um bílastæðagjöld í náttúru Íslands. Hvort það eigi að gera það hér á Ferðamálastofu, hjá Vegagerðinni eða Visit Iceland. Þetta er meðal þess sem ætti að skýrast í aðgerðaráætlun stjórnvalda,“ segir hann. Pirraðir Íslendingar Hann telur Íslendinga almennt ósátta við þessa þróun. „Það er ekki búið að gera sérstaka viðhorfkönnun um þetta mál hér á landi. Ég heyri hins vegar og sé á samfélagsmiðlum að þetta fer misvel í landann,“ segir hann og bætir við: Fólk vill geta ferðast um landið sitt frjálst og óáreitt án þess að þurfa að greiða í hvert skipti sem það stoppar bílinn. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Sjá meira
Bílastæðagjöld hafa sprottið upp eins og gorkúlur við margar helstu náttúruperlur landsins undanfarin ár. Slík gjöld eru til dæmis við Þingvelli, Landmannalaugar, Fjaðrárgljúfur, Jökulsárlón, Skaftafell, Reynisfjöru og Reykjadal svo fátt eitt sé nefnt. Við lauslega rannsókn fréttastofu í dag kom í ljós að bílastæðagjöld hafa verið tekin upp á næstum þrjátíu vinsælum ferðamannastöðum á fáeinum árum. Oftast er rukkað um þúsund krónur fyrir fólksbíl. Gjöldin hækka svo fyrir stærri bíla. Ferðamannastaðir þar sem rukkað er bílastæðagjald.vísir Ný gjöld næstum daglega Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri segir mikilvægt að koma böndum á þessa þróun. „Þetta hefur gerst mjög hratt og ný bílastæðagjöld koma nánast daglega upp vítt og breitt um landið. Miðað við hraðann og þróunina þarf að koma böndum á þetta sem fyrst,“ segir hann. Félag íslenskra bifreiðaeigenda benti í vor á ófremdarástand í málaflokknum á höfuðborgarsvæðinu. Ástandinu var líkt við frumskóg þar sem sífellt fleiri fyrirtæki rukki fyrir stæði á mismunandi máta. Neytendastofa ákvað í framhaldinu að rannsaka gjaldtökuna. Skýra þurfi hlutverk og ábyrgð Arnar lýsir svipuðu ástandi á ferðamannastöðum vítt og breytt um landið. „Sumir líkja ástandinu við villta vestrið, aðrir stjórnleysi og kaos. Ég get tekið undir þetta allt. Það þarf að skýra hlutverk og ábyrgð þeirra sem standa fyrir þessum rukkunum,“ segir hann. Arnar segir að ný ferðamálastefna og aðgerðaráætlun stjórnvalda geri ráð fyrir að tekið sé á málinu. „Þar er komið inn á þessi mál. Það er verið að ýta aðgerðum úr vör. Ég á von á því að fljótlega skýrist þessi mál af einhverju leyti,“ segir hann. Hvergi er hægt að finna á einum stað upplýsingar um hvar eigi að greiða bílastæðagjald við náttúruperlur. Þá er afar misjafnt hvort ferðamannastaðirnir gefa upp upplýsingar um gjaldtökuna. Aðspurður segir Arnar æskilegt að hægt væri að nálgast slíkar upplýsingar á einum stað. „Það þarf að ákveða hvar best er að safna upplýsingum um bílastæðagjöld í náttúru Íslands. Hvort það eigi að gera það hér á Ferðamálastofu, hjá Vegagerðinni eða Visit Iceland. Þetta er meðal þess sem ætti að skýrast í aðgerðaráætlun stjórnvalda,“ segir hann. Pirraðir Íslendingar Hann telur Íslendinga almennt ósátta við þessa þróun. „Það er ekki búið að gera sérstaka viðhorfkönnun um þetta mál hér á landi. Ég heyri hins vegar og sé á samfélagsmiðlum að þetta fer misvel í landann,“ segir hann og bætir við: Fólk vill geta ferðast um landið sitt frjálst og óáreitt án þess að þurfa að greiða í hvert skipti sem það stoppar bílinn.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Sjá meira