Strætó áætlar að með auknum ferðum verði hægt að aka 3.200 manns niður í bæ á hverjum klukkutíma úr hverfum borgarinnar og ljóst sé að ekki sé hægt að ferja alla sem sækja Menningarnótt eingöngu með Strætó.
Einnig verður í boði skutluþjónusta á vegum Strætó í boði Reykjavíkurborgar sem ekur milli Laugardalshallar og Hallgrímskirkju frá 7:30 til 0:30. Fólk á bíl getur lagt í grennd við Laugardalshöll og tekið skutluna þaðan. Ókeypis verður að nýta sér hana.

Klukkan 22:30 verður almennt leiðakerfi strætó rofið og öllum vögnum ekið beint að Sæbraut við Sólfarið. Þaðan verður ekið í öll hverfi höfuðborgarsvæðisins frá 23:00 til 0:30. Þær ferðir verða ókeypis. Eftir það tekur næturstrætó við og ekur eftir sínum hefðbundnu leiðum.
