Félagsheimilið lagt í rúst um hábjartan dag Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. ágúst 2024 15:01 Skemmdarverkin á félagsheimilinu eru umtalsverð. Ólafur Þór Ólafsson Döpur sjón blasti við Reynismönnum á sunnudagskvöldið þegar þeir komu að félagsheimilinu sínu við fótboltavöllinn en það hafði verið lagt í rúst. Einhver hafði þá brotist þar inn á milli klukkan 14 og 17 á sunnudaginn og gengið berserksgang. Ólafur Þór Ólafsson, formaður knattspyrnufélagsins Reynis í Sandgerði, segir í samtali við Vísi að hurð á félagsheimilinu hafi verið eyðilögð, spreyjað á veggi og rúður brotnar. Hann tekur fram að kostnaðurinn vegna skemmdarverkanna hlaupi á hundruðum þúsunda. Víkurfréttir greindu fyrst frá. „Það var farið þarna inn. Farið inn í áhaldageymslu hjá okkur og bara aðallega skemmt, sjáum ekki að einhverju haf verið stolið eins og er. Það var þarna sláttuvél inni og þetta hefði verið meiriháttar tjón ef hún hefði skemmst sem þeir reyndu að gera. Svona græjur hlaupa á einhverjum milljónum.“ Engu stolið Hann bætir við að það geti verið að einhverju minniháttar hafi verið stolið eins og boltum eða öðru slíku en engu verðmætu. Það sé enn óljóst hvort að tryggingarnar komi til með að bæta tjónið. Hann segir það einstaklega dapurt að einhver hafi framið svona tilgangslaus skemmdarverk. „Þetta eru leiðinda skemmdarverk sem er bæði ónæði og sóðaskapur og kostnaður fyrir félagið. Þetta er svona barna- eða unglingalegt skemmdarverk. Við tilkynntum þetta til lögreglu “ Engin vitni að skemmdarverkinu Hann segir það óheppilegt að öryggismyndavélar á svæðinu hafi ekki náð myndum af skemmdarvörgunum og að engin vitni séu að innbrotinu. „Þetta gerðist um miðjan dag á sunnudegi. Völlurinn stendur við götu sem heitir Stafnesvegur og þeir athafna sig skjólmegin, þeim megin sem völlurinn er en ekki við götuna. Ef það er enginn inn á vellinum þá eru engin augu sem sjá þetta.“ Hann biðlar til þeirra sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar um skemmdarverkið að stíga fram og hafa samband við lögreglu eða knattspyrnufélagið. „Okkur þykir þetta ákaflega leiðinlegt. Við vonum bara að þeir sem áttu í hlut læri sína lexíu af þessu og hætti svona hegðun.“ Suðurnesjabær Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Ólafur Þór Ólafsson, formaður knattspyrnufélagsins Reynis í Sandgerði, segir í samtali við Vísi að hurð á félagsheimilinu hafi verið eyðilögð, spreyjað á veggi og rúður brotnar. Hann tekur fram að kostnaðurinn vegna skemmdarverkanna hlaupi á hundruðum þúsunda. Víkurfréttir greindu fyrst frá. „Það var farið þarna inn. Farið inn í áhaldageymslu hjá okkur og bara aðallega skemmt, sjáum ekki að einhverju haf verið stolið eins og er. Það var þarna sláttuvél inni og þetta hefði verið meiriháttar tjón ef hún hefði skemmst sem þeir reyndu að gera. Svona græjur hlaupa á einhverjum milljónum.“ Engu stolið Hann bætir við að það geti verið að einhverju minniháttar hafi verið stolið eins og boltum eða öðru slíku en engu verðmætu. Það sé enn óljóst hvort að tryggingarnar komi til með að bæta tjónið. Hann segir það einstaklega dapurt að einhver hafi framið svona tilgangslaus skemmdarverk. „Þetta eru leiðinda skemmdarverk sem er bæði ónæði og sóðaskapur og kostnaður fyrir félagið. Þetta er svona barna- eða unglingalegt skemmdarverk. Við tilkynntum þetta til lögreglu “ Engin vitni að skemmdarverkinu Hann segir það óheppilegt að öryggismyndavélar á svæðinu hafi ekki náð myndum af skemmdarvörgunum og að engin vitni séu að innbrotinu. „Þetta gerðist um miðjan dag á sunnudegi. Völlurinn stendur við götu sem heitir Stafnesvegur og þeir athafna sig skjólmegin, þeim megin sem völlurinn er en ekki við götuna. Ef það er enginn inn á vellinum þá eru engin augu sem sjá þetta.“ Hann biðlar til þeirra sem kunna að hafa einhverjar upplýsingar um skemmdarverkið að stíga fram og hafa samband við lögreglu eða knattspyrnufélagið. „Okkur þykir þetta ákaflega leiðinlegt. Við vonum bara að þeir sem áttu í hlut læri sína lexíu af þessu og hætti svona hegðun.“
Suðurnesjabær Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira