„Þetta er mikið fyrir lítið bæjarfélag“ Rafn Ágúst Ragnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 23. ágúst 2024 11:41 Ljós vonar hafi verið kveikt á fallegri minningarstund og bæjarbúar komið saman til að styðja hver annan. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Vísir/Einar Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir mikla sorg í samfélaginu í Norðfirði vegna þeirra voveiflegu atburða sem borið hafa að í Neskaupstað síðastliðna viku. Í gær var minningarstund haldin í Norðfjarðarkirkju helguð minningu manns á fertugsaldri sem lést af slysförum á veiðum á þriðjudaginn í skugga þess að hjón fundust látin og maður í Reykjavík handtekinn í tengslum við málið. Talið er að andlátin hafi borið að með saknæmum hætti. „Ég finn það hér í samfélaginu okkar í Norðfirði, í samfélaginu okkar í Fjarðabyggð, uppi í Múlaþingi og fólk sem ég hef heyrt um allt land. Það er bara mikil sorg. Eðlileg viðbrögð sorgar eru doði. Það er lágskýjað en eins og prestarnir sögðu í gær verðum við að muna það að það birtir alltaf aftur. En auðvitað er mikil sorg í samfélaginu okkar á Austurlandi og víðar í dag,“ segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð. Kveiktu ljós vonar Hann segir bæjarbúa hafa fjölmennt á fallega minningarstund í Norðfjarðarkirkju í gær. Ljós vonar hafi verið kveikt og bæjarbúar komið saman til að styðja hver annan. Hann segir atburðarás síðustu daga fá mikið á lítið samfélag eins og Fjarðabyggð. „Þetta er mikið fyrir lítið bæjarfélag, þetta er mikið fyrir Austurland. Þetta er mikið fyrir landið allt. Við erum ekki stærri en það. Þetta hefur víða áhrif og auðvitað erum við bara í sorg. En um leið er svo mikilvægt fyrir okkur að standa saman og sýna hvert öðrum kærleik og hlýju og þannig komumst við í gegnum þetta saman,“ segir hann. Hann segir það gæfu Norðfirðinga að þeir standi saman og reiði sig hver á annan. Áfallamiðstöð opni klukkan fjögur í Egilsbúð í dag og hvetur Jón fólk til að nýta sér þjónustu hennar. „Við deilum sorginni saman en hugur okkar er hjá þeim sem eiga hvað sárast um að binda,“ segir Jón Björn. Lífið verði að halda áfram Jón segir prestana í sveitinni sinna skyldum sínum af miklum sóma. Þeir hafi í ýmsu að snúast og komi til með að taka virkan þátt í áfallahjálp og sálgæslu ásamt starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Austurlands, áfallateymi Rauða krossins og starfsmönnum sveitarfélagsins í félagsþjónustu. „Síðan verðum við bara að láta kærleikann umvefja okkur og sýna hvort öðru kærleika og umhyggju. og halda áfram með lífið. Lífið verður að halda áfram hvað sem á dynur,“ segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Tengdar fréttir Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Eldri hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. 22. ágúst 2024 15:23 Lést í slysi við Hálslón Einn lést í alvarlegu slysi við Hálslón norðan Vatnajökuls. Lögreglu barst tilkynning um slysið laust fyrir klukkan átta í morgun. 20. ágúst 2024 12:01 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Ég finn það hér í samfélaginu okkar í Norðfirði, í samfélaginu okkar í Fjarðabyggð, uppi í Múlaþingi og fólk sem ég hef heyrt um allt land. Það er bara mikil sorg. Eðlileg viðbrögð sorgar eru doði. Það er lágskýjað en eins og prestarnir sögðu í gær verðum við að muna það að það birtir alltaf aftur. En auðvitað er mikil sorg í samfélaginu okkar á Austurlandi og víðar í dag,“ segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð. Kveiktu ljós vonar Hann segir bæjarbúa hafa fjölmennt á fallega minningarstund í Norðfjarðarkirkju í gær. Ljós vonar hafi verið kveikt og bæjarbúar komið saman til að styðja hver annan. Hann segir atburðarás síðustu daga fá mikið á lítið samfélag eins og Fjarðabyggð. „Þetta er mikið fyrir lítið bæjarfélag, þetta er mikið fyrir Austurland. Þetta er mikið fyrir landið allt. Við erum ekki stærri en það. Þetta hefur víða áhrif og auðvitað erum við bara í sorg. En um leið er svo mikilvægt fyrir okkur að standa saman og sýna hvert öðrum kærleik og hlýju og þannig komumst við í gegnum þetta saman,“ segir hann. Hann segir það gæfu Norðfirðinga að þeir standi saman og reiði sig hver á annan. Áfallamiðstöð opni klukkan fjögur í Egilsbúð í dag og hvetur Jón fólk til að nýta sér þjónustu hennar. „Við deilum sorginni saman en hugur okkar er hjá þeim sem eiga hvað sárast um að binda,“ segir Jón Björn. Lífið verði að halda áfram Jón segir prestana í sveitinni sinna skyldum sínum af miklum sóma. Þeir hafi í ýmsu að snúast og komi til með að taka virkan þátt í áfallahjálp og sálgæslu ásamt starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Austurlands, áfallateymi Rauða krossins og starfsmönnum sveitarfélagsins í félagsþjónustu. „Síðan verðum við bara að láta kærleikann umvefja okkur og sýna hvort öðru kærleika og umhyggju. og halda áfram með lífið. Lífið verður að halda áfram hvað sem á dynur,“ segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Tengdar fréttir Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Eldri hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. 22. ágúst 2024 15:23 Lést í slysi við Hálslón Einn lést í alvarlegu slysi við Hálslón norðan Vatnajökuls. Lögreglu barst tilkynning um slysið laust fyrir klukkan átta í morgun. 20. ágúst 2024 12:01 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi í Norðfirði. Eldri hjón voru úrskurðuð látin og einn handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. 22. ágúst 2024 15:23
Lést í slysi við Hálslón Einn lést í alvarlegu slysi við Hálslón norðan Vatnajökuls. Lögreglu barst tilkynning um slysið laust fyrir klukkan átta í morgun. 20. ágúst 2024 12:01