„Þetta er eitthvað sem flugliðar vilja ekki viðurkenna“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 24. ágúst 2024 11:01 Flugliðarnir sem rætt var við voru allir sammála því að farþegar ættu það til að sýna flugfreyjum meiri ókurteisi heldur en flugþjónum, til dæmis með að kalla þær ljótum nöfnum, og fara síður eftir fyrirmælum þeirra. Mynd/Stöð2 „Mér líður eins og það sé meira hlustað á karla heldur en okkur. Til dæmis þegar við erum að segja þeim að gera eitthvað, eða biðja þau um að setjast niður eða eitthvað, þá hlusta þau meira á strákana heldur en okkur, taka þeim meira alvarlega,“ segir 26 ára íslensk kona sem starfar sem flugfreyja. Karlkyns flugliðar njóta meiri virðingar frá farþegum á meðan kvenkyns flugliðar upplifa meiri óvirðingu og ókurteisi. Farþegar taka frekar mark á fyrirmælum frá karlkyns flugliðum á meðan kvenkyns flugliðar upplifa oftar ákafari dónaskap frá farþegum, sem eykst í sumum tilfellum yfir í munnlegt ofbeldi. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Emilíu Alexandersdóttur í tengslum við lokaverkefni hennar til BA í prófs í félagsfræði við Háskóla Íslands síðastliðið voru, en markmið rannsóknarinnar var að skoða upplifun kvenkyns og karlkyns flugliða á starfinu, og einblína á hvernig kynin upplifa tilfinningavinna (e. emotional labour) í starfinu, þar sem þau þurfa að ýta undir eða draga úr tilfinningum sínum til að falla undir ímyndina sem búist er við af þeim. Í tengslum við verkefnið ræddi Emilía við þrjár flugfreyjur og þrjá flugþjóna á aldrinum 20 til 30 ára sem starfa hjá íslenskum flugfélögum og var starfsaldur viðmælenda frá hálfu ári og upp í sjö ár. Rannsókn Emilíu varpar ljósi á hinar ýmsu áskoranir flugliða sem geta haft áhrif á sálarlíf þeirra. Ólíkt fyrri rannsóknum sem leggja áherslu á kynferðislega áreitni meðal kvenkyns flugliða sýna niðurstöður Emilíu fram á að karlkyns flugliðar verða einnig fyrir kynferðislegri áreitni í starfi. Í samtali við Vísi segir Emilía að áhugi hennar á viðfangsefninu hafi sprottið út frá hennar eigin reynslu af því að starfa sem flugfreyja. Bandaríski prófessorinn Arlie R. Hochschild var einna fyrst til að fjalla um tilfinningavinnu í bók sinni The Managed heart: Commercialization of human feeling (1983). Hochschild rannsakaði flugliðastarfið og vildi hún meina að starfinu fylgi tilfinningavinna sem vísar til þess að einstaklingar stjórna tilfinningum sínum á einhvern hátt, þá ýmist með því að draga úr eða ýta undir ákveðnar tilfinningar til þess að birtast á viðeigandi hátt. Í niðurstöðum Emilíu að flugliðar beiti mikilli tilfinningavinnu í starfi sínu og eru þeir sífellt á framsviðinu.Aðsend „Ég hafði lært um kenningu Hochschild í náminu og fannst tilvalið að byggja á kenningu hennar um tilfinningavinnu í ritgerðinni minni og skoða viðfangsefnið á Íslandi,“ segir Emilía. „Það kom mér á óvart hversu áberandi það var að karlkyns flugþjónar hlutu meiri virðingu í starfinu en konur og að sama skapi minni dónaskap frá farþegum.“ Flugfreyjur upplifa meiri dónaskap Flugfreyjurnar og flugþjónarnir sem rætt var við sögðust öll hafa reglulega lent í dónaskap og óviðeigandi hegðun frá farþegum, vegna einhvers sem þau höfðu enga stjórn á. Allir viðmælendurnir voru sammála því að farþegar ættu það til að sýna flugfreyjum meiri ókurteisi heldur en flugþjónum, til dæmis með að kalla þær ljótum nöfnum. Ein úr hópnum, sem kölluð er Tinna, nefnir sem dæmi að farþegar hafi kallað hana „hóru” og „tussu.” Annar viðmælandi, sem kallaður er Freyr, segir að konur sem vinni með honum séu „vísari til þess að fá einhvern dónaskap“ heldur en hann. „Stelpur deila ekki sömu reynslu og ég af því þegar fólk lendir í einhverju veseni. Fólk er yfirleitt fljótara að róa sig með mér en stelpurnar fá meiri dónaskap, og eru frekar kallaðar illum nöfnum.” Annar flugþjónn í hópnum, sem kallaður er Sölvi, segist einnig upplifa minni dónaskap heldur en samstarfskonur hans: „Mér finnst þeir láta þær heyra það miklu meira, þó að ég sé ekki mest „intimidating” gaur þá finnst mér þeir samt vera kurteisari við mig heldur en stelpurnar.“ Önnur flugfreyja úr hópnum, sem kölluð er Embla, bendir einnig á að menningarmunur spili oft inn í; fólk frá löndum þar sem kynjajafnrétti ríkir ekki eigi það til að koma öðruvísi fram við kvenkyns og karlkyns flugliða. „Því miður eru mörg lönd eftir okkur, þannig að það eru svona ákveðnir menningarhópar sem að hlusta meira á karlkyns flugliða og þora kannski minna að vera dónalegir eða standa uppi fyrir þeim. Ég hef alveg tekið eftir því. Sem betur fer ekkert allt of mikið, en ég tek eftir því, einmitt aðallega hjá fólki sem er frá þannig löndum þar sem jafnrétti er ekki.” Líkamlegt og andlegt ástand flugliða getur verið mismunandi eftir því hvernig til kölluð þau eru. Þar sem að þau vinna á öllum tímum sólarhrings og á óreglulegum vöktum getur það haft í för með sér mikla þreytu.Vísir/Vilhelm Rasskelltur um borð Í viðtölum við flugliðanna kom í ljós að bæði kynin virðast upplifa kynferðislega áreitni frá farþegum. Það getur verið allt frá óviðeigandi athugasemdum yfir í líkamlegar snertingar. Áberandi var hins vegar að karlkyns viðmælendur, flugþjónarnir, töldu sig á engan hátt ógnað í slíkum aðstæðum heldur lögðu þeir upp með að gera lítið úr alvarleika aðstæðnanna. Flugfreyjan Embla rifjar upp að „sem betur fer“ hafi hún einungis einu sinni lent í kynferðislegri áreitni um borð. „Það var hjá WOW. Drukkinn eldri Íslendingur sem sat við gangsæti og var alltaf að reyna að snerta okkur óviðeigandi, flugfreyjurnar.“ Flugþjónninn Freyr lýsir upplifun sinni af sólarlandaflugum. „Það er einna helst í okkar starfi að Íslendingar sem eru á leiðinni til Tenerife, Las Palmas eða einhverra sólarlanda, þau eru líklegust til þess að vera með dónaskap og hreyta einhverju í mann sem að þau eru pirruð yfir. Taka það út á manni, öskra að þjónustan sé ekki nógu góð. Þau vilja fá einhverju framgengt sem að við höfum ekkert vald yfir. Í þeim flugum er líka oft verið að rassskella mann, eldri konur þá.” Fara í hlutverk Líkamlegt og andlegt ástand flugliða getur verið mismunandi eftir því hvernig til kölluð þau eru. Þar sem að þau vinna á öllum tímum sólarhrings og á óreglulegum vöktum getur það haft í för með sér mikla þreytu. Flugliðarnir sem rætt var við töldu margir hverjir vinnutímann vera hvað mest krefjandi við starfið. Oft eru þau að vinna á litlum svefni, þar sem erfitt er að ná góðri hvíld þegar verið er að vakna á öllum tímum sólarhringsins. Til að mynda þurfa þau í sumum tilfellum að vakna klukkan þrjú á nóttinni og hins vegar að vera vakandi langt fram eftir morgni eftir Ameríkuflug, sem getur reynst krefjandi. Þau lýsa því meðal annars hvernig þau þurfa oft að að setja sig í einhvers konar hlutverk. „Þú verður alveg að svona einhvern veginn „peppa“ þig að vera hress, alveg þangað til að við lendum og þá geturðu einhvern veginn „krassað“, segir flugþjóninn Sölvi og flugfreyjan Embla tekur undir. Hún segir að stundum þurfi hún bara að sannfæra sjálfa sig um að hún „geðveikt hress“, jafnvel þó hún sé búin á því. „Maður þarf stundum bara að fara aðeins í hlutverk og klára daginn. Það getur fylgt því álag að vera óhvíldur en þurfa að vera hress og jákvæður, sérstaklega þegar verið er að vinna með nýju fólki.“ Anda djúpt og brosa Flugliðar eyða miklum tíma um borð með farþegum og verja verulegum tíma í samskiptum við farþega sem í mörgum tilfellum krefst tilfinningalegrar vinnu. Sérstaklega meðal kvenkyns flugfreyjanna sem greindu frá því að þurfa oft að bæla niður raunverulegar tilfinningar sínar. Þær greindu frá aðferðum líkt og að anda djúpt og brosa til þess að halda faglegri framkomu í aðstæðum þar sem þær upplifa dónaskap frá farþegum eða glíma við vanlíðan. Flugfreyjurnar greindu frá aðferðum líkt og að anda djúpt og brosa til þess að halda faglegri framkomu í aðstæðum þar sem þær upplifa dónaskap frá farþegum eða glíma við vanlíðan.Getty/izusek Flugfreyjan Tinna greinir frá atviki þar sem að hún átti í krefjandi samskiptum við farþega sem vildu ekki fara eftir fyrirmælum. Farþegarnir voru mjög ósáttir og voru farnir að kalla Tinnu ýmsum ljótum nöfnum. „Þá var ég alveg pirruð, sár en ég þurfti bara að halda andliti af því að ég var í miðri „cabinu“ fyrir framan alla farþega og ég mátti ekki öskra eða segja neitt til baka. En annars náði ég alveg að gera það og það bara gekk síðan vel. Ég fór síðan þarna inn í „galley“ og fór að gráta.“ Flugfreyjan Embla lýsir því einnig hvernig starfið getur tekið á andlega. Flugliðar þurfa í sumum tilfellum að halda andliti á meðan á flugi stendur og svo þegar að vaktin klárast ná þær að hleypa tilfinningunum út og brotna niður. „Stundum geymir maður þetta bara í fluginu og fer svo heim og þá brotnar maður niður, ef að það var eitthvað alvarlegt að gerast eða einhver rosalega leiðinlegur við mann.“ Embla lýsir því einnig hvernig flugliðar, og flugfreyjur þá sérstaklega, þurfa að sýna ákveðna ímynd í vinnunni, að vera kurteisar við alla og vingjarnlegar. Það getur reynst krefjandi þegar að farþegar sýna þeim óvirðingu. Flugfreyja að störfum. „Ef að manneskjan er mjög dónaleg þá vill maður ekkert fyrir hann eða hana gera en til að halda öllum góðum þá þarf maður oft bara að fara í eitthvað leikrit að þykjast hafa þvílíkan áhuga á þessu vandamáli. En ef að manneskjan er góð við mann og er kurteis þá vill maður allt fyrir fólk gera, mjög einfalt.“ Kúpla sig út inni á salerni Flugfreyjan Guðrún lýsir því einnig hvernig flugliðar beita yfirborðsleik í starfi sínu: „Þegar maður er að díla við mjög dónalegar manneskjur þá þarf maður stundum bara að fara í eitthvað leikrit og segja „Já, ég skil alveg hvernig þér líður“ og „Þetta er bara alveg fáránlegt“ og „Ég er sammála og hérna, við skulum bara reyna að leysa úr þessu.“ En í alvöru er mér alveg sama.“ Að vera í litlu rými vélarinnar í langan tíma, oft undir miklu áreiti, allt frá hefðbundnum samskiptum við farþega og samstarfsfélaga yfir í meira krefjandi samskipti. Það getur reynst krefjandi að vera ávallt undir augum farþega og er lítið næði um borð flugvélarinnar. Í samtölum við flugliðanna kom fram að þau nota ýmist salernisaðstöðu eða flugstjórnarklefann til þess að kúpla sig aðeins út úr áreitinu í farþegarýminu. „Ef ég nenni ekki að spjalla við neinn þá fer ég bara á klósettið og stilli á timer í svona fimm, tíu mínútur. Þetta er eitthvað sem flugliðar vilja ekki viðurkenna,“ segir flugfreyjan Tinna. Tilfinningavinnan hefur meiri áhrif á konur Í niðurstöðum Emilíu að flugliðar beiti mikilli tilfinningavinnu í starfi sínu og eru þeir sífellt á framsviðinu. Tilfinningavinnan hefur mismikil áhrif á hvern og einn en niðurstöður benda til þess að hún geti haft áhrif á almenna líðan flugliða. Flugliðar finna fyrir mikilli þreyttu ekki einungis í vinnunni heldur einnig á frídögum eftir flug. Það getur bitnað á samskiptum við þeirra nánasta fólk þar sem að orkan er oft búin eftir flug. Það sem helst hefur áhrif á tilfinningalega þreytu flugliða er þegar að þeir þurfa að beita yfirborðsleik í samskiptum við ókurteisa farþega. Þá kemur fram að þrátt fyrir viðmælendur telji tilfinningavinnuna ekki hafa mikil áhrif á líðan þeirra og telji hana sem hluta af starfi þeirra þá benda niðurstöður til þess að hún hafi töluverð áhrif á flugliðana. „Það birtist meðal annars í því að þau upplifi mikla þreytu eftir flug sem þau hafa þurft að vinna mikla tilfinningavinnu. Það hefur áhrif á persónulegt líf þeirra og samskipti við þeirra nánasta fólk.“ Einnig benda niðurstöður til þess að tilfinningavinnan hafi meiri áhrif á konur en karla þar sem að þær deila allar sömu reynslu að brotna niður eftir krefjandi samskipti við farþega. Ein ástæða fyrir því gæti verið mismunandi framkoma farþega við karlkyns og kvenkyns farþega þar sem að karlar njóta að jafnaði meiri virðingar en konur.“ Þá bendir Emilía á að þar sem að karlkyns flugliðar upplifi minni ókurteisi en kvenkyns samstarfsfélagar þeirra og virðist njóta meiri virðingar þá megi draga þá ályktun að þeir þurfti að beita minni tilfinningavinnu en konur. „Konur virðast vera oftar í aðstæðum þar sem að þær verða fyrir ósæmilegri hegðun farþega og er það því líklegra til að hafa meiri áhrif á þær.“ Emilía tekur einnig fram að erfitt sé að alhæfa niðurstöður á þýðið þar sem að einungis voru tekin sex viðtöl. Þar að auki voru flestir þátttakendur ekki með börn eða fjölskyldu. „Því væri áhugavert í áframhaldandi rannsóknum að skoða nánar hvort að fjölskyldufólk upplifi tilfinningavinnu öðruvísi í starfinu. Þar að auki væri áhugavert að bera saman mismunandi flugfélög og kanna hvort að upplifun af starfinu sé bundin við flugfélög. Þar með væri hægt að skoða hvort að flugfélög styðji við starfsfólk sitt á mismunandi hátt.“ Fréttir af flugi Háskólar Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Karlkyns flugliðar njóta meiri virðingar frá farþegum á meðan kvenkyns flugliðar upplifa meiri óvirðingu og ókurteisi. Farþegar taka frekar mark á fyrirmælum frá karlkyns flugliðum á meðan kvenkyns flugliðar upplifa oftar ákafari dónaskap frá farþegum, sem eykst í sumum tilfellum yfir í munnlegt ofbeldi. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Emilíu Alexandersdóttur í tengslum við lokaverkefni hennar til BA í prófs í félagsfræði við Háskóla Íslands síðastliðið voru, en markmið rannsóknarinnar var að skoða upplifun kvenkyns og karlkyns flugliða á starfinu, og einblína á hvernig kynin upplifa tilfinningavinna (e. emotional labour) í starfinu, þar sem þau þurfa að ýta undir eða draga úr tilfinningum sínum til að falla undir ímyndina sem búist er við af þeim. Í tengslum við verkefnið ræddi Emilía við þrjár flugfreyjur og þrjá flugþjóna á aldrinum 20 til 30 ára sem starfa hjá íslenskum flugfélögum og var starfsaldur viðmælenda frá hálfu ári og upp í sjö ár. Rannsókn Emilíu varpar ljósi á hinar ýmsu áskoranir flugliða sem geta haft áhrif á sálarlíf þeirra. Ólíkt fyrri rannsóknum sem leggja áherslu á kynferðislega áreitni meðal kvenkyns flugliða sýna niðurstöður Emilíu fram á að karlkyns flugliðar verða einnig fyrir kynferðislegri áreitni í starfi. Í samtali við Vísi segir Emilía að áhugi hennar á viðfangsefninu hafi sprottið út frá hennar eigin reynslu af því að starfa sem flugfreyja. Bandaríski prófessorinn Arlie R. Hochschild var einna fyrst til að fjalla um tilfinningavinnu í bók sinni The Managed heart: Commercialization of human feeling (1983). Hochschild rannsakaði flugliðastarfið og vildi hún meina að starfinu fylgi tilfinningavinna sem vísar til þess að einstaklingar stjórna tilfinningum sínum á einhvern hátt, þá ýmist með því að draga úr eða ýta undir ákveðnar tilfinningar til þess að birtast á viðeigandi hátt. Í niðurstöðum Emilíu að flugliðar beiti mikilli tilfinningavinnu í starfi sínu og eru þeir sífellt á framsviðinu.Aðsend „Ég hafði lært um kenningu Hochschild í náminu og fannst tilvalið að byggja á kenningu hennar um tilfinningavinnu í ritgerðinni minni og skoða viðfangsefnið á Íslandi,“ segir Emilía. „Það kom mér á óvart hversu áberandi það var að karlkyns flugþjónar hlutu meiri virðingu í starfinu en konur og að sama skapi minni dónaskap frá farþegum.“ Flugfreyjur upplifa meiri dónaskap Flugfreyjurnar og flugþjónarnir sem rætt var við sögðust öll hafa reglulega lent í dónaskap og óviðeigandi hegðun frá farþegum, vegna einhvers sem þau höfðu enga stjórn á. Allir viðmælendurnir voru sammála því að farþegar ættu það til að sýna flugfreyjum meiri ókurteisi heldur en flugþjónum, til dæmis með að kalla þær ljótum nöfnum. Ein úr hópnum, sem kölluð er Tinna, nefnir sem dæmi að farþegar hafi kallað hana „hóru” og „tussu.” Annar viðmælandi, sem kallaður er Freyr, segir að konur sem vinni með honum séu „vísari til þess að fá einhvern dónaskap“ heldur en hann. „Stelpur deila ekki sömu reynslu og ég af því þegar fólk lendir í einhverju veseni. Fólk er yfirleitt fljótara að róa sig með mér en stelpurnar fá meiri dónaskap, og eru frekar kallaðar illum nöfnum.” Annar flugþjónn í hópnum, sem kallaður er Sölvi, segist einnig upplifa minni dónaskap heldur en samstarfskonur hans: „Mér finnst þeir láta þær heyra það miklu meira, þó að ég sé ekki mest „intimidating” gaur þá finnst mér þeir samt vera kurteisari við mig heldur en stelpurnar.“ Önnur flugfreyja úr hópnum, sem kölluð er Embla, bendir einnig á að menningarmunur spili oft inn í; fólk frá löndum þar sem kynjajafnrétti ríkir ekki eigi það til að koma öðruvísi fram við kvenkyns og karlkyns flugliða. „Því miður eru mörg lönd eftir okkur, þannig að það eru svona ákveðnir menningarhópar sem að hlusta meira á karlkyns flugliða og þora kannski minna að vera dónalegir eða standa uppi fyrir þeim. Ég hef alveg tekið eftir því. Sem betur fer ekkert allt of mikið, en ég tek eftir því, einmitt aðallega hjá fólki sem er frá þannig löndum þar sem jafnrétti er ekki.” Líkamlegt og andlegt ástand flugliða getur verið mismunandi eftir því hvernig til kölluð þau eru. Þar sem að þau vinna á öllum tímum sólarhrings og á óreglulegum vöktum getur það haft í för með sér mikla þreytu.Vísir/Vilhelm Rasskelltur um borð Í viðtölum við flugliðanna kom í ljós að bæði kynin virðast upplifa kynferðislega áreitni frá farþegum. Það getur verið allt frá óviðeigandi athugasemdum yfir í líkamlegar snertingar. Áberandi var hins vegar að karlkyns viðmælendur, flugþjónarnir, töldu sig á engan hátt ógnað í slíkum aðstæðum heldur lögðu þeir upp með að gera lítið úr alvarleika aðstæðnanna. Flugfreyjan Embla rifjar upp að „sem betur fer“ hafi hún einungis einu sinni lent í kynferðislegri áreitni um borð. „Það var hjá WOW. Drukkinn eldri Íslendingur sem sat við gangsæti og var alltaf að reyna að snerta okkur óviðeigandi, flugfreyjurnar.“ Flugþjónninn Freyr lýsir upplifun sinni af sólarlandaflugum. „Það er einna helst í okkar starfi að Íslendingar sem eru á leiðinni til Tenerife, Las Palmas eða einhverra sólarlanda, þau eru líklegust til þess að vera með dónaskap og hreyta einhverju í mann sem að þau eru pirruð yfir. Taka það út á manni, öskra að þjónustan sé ekki nógu góð. Þau vilja fá einhverju framgengt sem að við höfum ekkert vald yfir. Í þeim flugum er líka oft verið að rassskella mann, eldri konur þá.” Fara í hlutverk Líkamlegt og andlegt ástand flugliða getur verið mismunandi eftir því hvernig til kölluð þau eru. Þar sem að þau vinna á öllum tímum sólarhrings og á óreglulegum vöktum getur það haft í för með sér mikla þreytu. Flugliðarnir sem rætt var við töldu margir hverjir vinnutímann vera hvað mest krefjandi við starfið. Oft eru þau að vinna á litlum svefni, þar sem erfitt er að ná góðri hvíld þegar verið er að vakna á öllum tímum sólarhringsins. Til að mynda þurfa þau í sumum tilfellum að vakna klukkan þrjú á nóttinni og hins vegar að vera vakandi langt fram eftir morgni eftir Ameríkuflug, sem getur reynst krefjandi. Þau lýsa því meðal annars hvernig þau þurfa oft að að setja sig í einhvers konar hlutverk. „Þú verður alveg að svona einhvern veginn „peppa“ þig að vera hress, alveg þangað til að við lendum og þá geturðu einhvern veginn „krassað“, segir flugþjóninn Sölvi og flugfreyjan Embla tekur undir. Hún segir að stundum þurfi hún bara að sannfæra sjálfa sig um að hún „geðveikt hress“, jafnvel þó hún sé búin á því. „Maður þarf stundum bara að fara aðeins í hlutverk og klára daginn. Það getur fylgt því álag að vera óhvíldur en þurfa að vera hress og jákvæður, sérstaklega þegar verið er að vinna með nýju fólki.“ Anda djúpt og brosa Flugliðar eyða miklum tíma um borð með farþegum og verja verulegum tíma í samskiptum við farþega sem í mörgum tilfellum krefst tilfinningalegrar vinnu. Sérstaklega meðal kvenkyns flugfreyjanna sem greindu frá því að þurfa oft að bæla niður raunverulegar tilfinningar sínar. Þær greindu frá aðferðum líkt og að anda djúpt og brosa til þess að halda faglegri framkomu í aðstæðum þar sem þær upplifa dónaskap frá farþegum eða glíma við vanlíðan. Flugfreyjurnar greindu frá aðferðum líkt og að anda djúpt og brosa til þess að halda faglegri framkomu í aðstæðum þar sem þær upplifa dónaskap frá farþegum eða glíma við vanlíðan.Getty/izusek Flugfreyjan Tinna greinir frá atviki þar sem að hún átti í krefjandi samskiptum við farþega sem vildu ekki fara eftir fyrirmælum. Farþegarnir voru mjög ósáttir og voru farnir að kalla Tinnu ýmsum ljótum nöfnum. „Þá var ég alveg pirruð, sár en ég þurfti bara að halda andliti af því að ég var í miðri „cabinu“ fyrir framan alla farþega og ég mátti ekki öskra eða segja neitt til baka. En annars náði ég alveg að gera það og það bara gekk síðan vel. Ég fór síðan þarna inn í „galley“ og fór að gráta.“ Flugfreyjan Embla lýsir því einnig hvernig starfið getur tekið á andlega. Flugliðar þurfa í sumum tilfellum að halda andliti á meðan á flugi stendur og svo þegar að vaktin klárast ná þær að hleypa tilfinningunum út og brotna niður. „Stundum geymir maður þetta bara í fluginu og fer svo heim og þá brotnar maður niður, ef að það var eitthvað alvarlegt að gerast eða einhver rosalega leiðinlegur við mann.“ Embla lýsir því einnig hvernig flugliðar, og flugfreyjur þá sérstaklega, þurfa að sýna ákveðna ímynd í vinnunni, að vera kurteisar við alla og vingjarnlegar. Það getur reynst krefjandi þegar að farþegar sýna þeim óvirðingu. Flugfreyja að störfum. „Ef að manneskjan er mjög dónaleg þá vill maður ekkert fyrir hann eða hana gera en til að halda öllum góðum þá þarf maður oft bara að fara í eitthvað leikrit að þykjast hafa þvílíkan áhuga á þessu vandamáli. En ef að manneskjan er góð við mann og er kurteis þá vill maður allt fyrir fólk gera, mjög einfalt.“ Kúpla sig út inni á salerni Flugfreyjan Guðrún lýsir því einnig hvernig flugliðar beita yfirborðsleik í starfi sínu: „Þegar maður er að díla við mjög dónalegar manneskjur þá þarf maður stundum bara að fara í eitthvað leikrit og segja „Já, ég skil alveg hvernig þér líður“ og „Þetta er bara alveg fáránlegt“ og „Ég er sammála og hérna, við skulum bara reyna að leysa úr þessu.“ En í alvöru er mér alveg sama.“ Að vera í litlu rými vélarinnar í langan tíma, oft undir miklu áreiti, allt frá hefðbundnum samskiptum við farþega og samstarfsfélaga yfir í meira krefjandi samskipti. Það getur reynst krefjandi að vera ávallt undir augum farþega og er lítið næði um borð flugvélarinnar. Í samtölum við flugliðanna kom fram að þau nota ýmist salernisaðstöðu eða flugstjórnarklefann til þess að kúpla sig aðeins út úr áreitinu í farþegarýminu. „Ef ég nenni ekki að spjalla við neinn þá fer ég bara á klósettið og stilli á timer í svona fimm, tíu mínútur. Þetta er eitthvað sem flugliðar vilja ekki viðurkenna,“ segir flugfreyjan Tinna. Tilfinningavinnan hefur meiri áhrif á konur Í niðurstöðum Emilíu að flugliðar beiti mikilli tilfinningavinnu í starfi sínu og eru þeir sífellt á framsviðinu. Tilfinningavinnan hefur mismikil áhrif á hvern og einn en niðurstöður benda til þess að hún geti haft áhrif á almenna líðan flugliða. Flugliðar finna fyrir mikilli þreyttu ekki einungis í vinnunni heldur einnig á frídögum eftir flug. Það getur bitnað á samskiptum við þeirra nánasta fólk þar sem að orkan er oft búin eftir flug. Það sem helst hefur áhrif á tilfinningalega þreytu flugliða er þegar að þeir þurfa að beita yfirborðsleik í samskiptum við ókurteisa farþega. Þá kemur fram að þrátt fyrir viðmælendur telji tilfinningavinnuna ekki hafa mikil áhrif á líðan þeirra og telji hana sem hluta af starfi þeirra þá benda niðurstöður til þess að hún hafi töluverð áhrif á flugliðana. „Það birtist meðal annars í því að þau upplifi mikla þreytu eftir flug sem þau hafa þurft að vinna mikla tilfinningavinnu. Það hefur áhrif á persónulegt líf þeirra og samskipti við þeirra nánasta fólk.“ Einnig benda niðurstöður til þess að tilfinningavinnan hafi meiri áhrif á konur en karla þar sem að þær deila allar sömu reynslu að brotna niður eftir krefjandi samskipti við farþega. Ein ástæða fyrir því gæti verið mismunandi framkoma farþega við karlkyns og kvenkyns farþega þar sem að karlar njóta að jafnaði meiri virðingar en konur.“ Þá bendir Emilía á að þar sem að karlkyns flugliðar upplifi minni ókurteisi en kvenkyns samstarfsfélagar þeirra og virðist njóta meiri virðingar þá megi draga þá ályktun að þeir þurfti að beita minni tilfinningavinnu en konur. „Konur virðast vera oftar í aðstæðum þar sem að þær verða fyrir ósæmilegri hegðun farþega og er það því líklegra til að hafa meiri áhrif á þær.“ Emilía tekur einnig fram að erfitt sé að alhæfa niðurstöður á þýðið þar sem að einungis voru tekin sex viðtöl. Þar að auki voru flestir þátttakendur ekki með börn eða fjölskyldu. „Því væri áhugavert í áframhaldandi rannsóknum að skoða nánar hvort að fjölskyldufólk upplifi tilfinningavinnu öðruvísi í starfinu. Þar að auki væri áhugavert að bera saman mismunandi flugfélög og kanna hvort að upplifun af starfinu sé bundin við flugfélög. Þar með væri hægt að skoða hvort að flugfélög styðji við starfsfólk sitt á mismunandi hátt.“
Fréttir af flugi Háskólar Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira