„Vonum að þetta sé ekki síðasti sumardagurinn“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. ágúst 2024 12:18 Menningarnótt fer fram í dag. Mynd úr safni. Vísir/Hulda Margrét Dagskrá Menningarnætur var sett af stað með pompi og prakt í hádeginu þar sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri opnaði hátíðina formlega. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg segir dagskránna í dag vera þá veglegustu og hvetur fólk til að vera ekkert að bíða eftir kvöldinu og drífa sig niður í miðbæ. „Bara skella sér út í strætó því að veðrið er svo þægilegt núna og ég held að það verði bara mjög skemmtilegur dagur til að vera í rólegheitum niður í bæ. Það er mjög margt í gangi sem er hægt að sjá á menningarnott.is. Litlar sýningar hér og þar og útitónleikar. Þannig ég myndi segja það bara, endilega kíkja bara fljótlega upp úr hádegi.“ Heppilegt að það sé engin gasmengun Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hófst klukkan 8:40 í morgun en Guðmundur segir að það viðri einstaklega vel fyrir hlaup og hátíðarhöld í dag. „Vonum að þetta sé ekki síðasti sumardagurinn en þetta er alveg vonum framar, veðrið. Eins og núna með sólarglætu og svona þá held ég að það sé alveg kjörið að nýta þetta áður en haustið kemur.“ Er það ekki líka heppilegt að það sé engin gasmengun að leggjast yfir höfuðborgarsvæðið núna? „Já það er eiginlega lygilegt. Það er mjög gott fyrir hlaup held ég líka.“ Mælir með bekkpressumóti Að sögn Guðmundar bætist í dagskránna á hverju ári og mælir hann sérstaklega með því að fólk komi sér vel fyrir á Arnarhóli áður en að flugeldasýningin hefst klukkan ellefu í kvöld. „Hún er búin að vera síðustu ár mjög skemmtileg og flott. Þau eru alltaf að prufa nýjar leiðir til að koma fólki á óvart með einhverjum þögnum og biðum og svo er öllu skotið í einu.“ Er einhver dagskrárliður eða eitthvað sem þú mælir sérstaklega með í ár? „Af því að ég er búinn að vera í ræktinni undanfarið er ég mjög spenntur fyrir bekkpressumótinu. Menningarnæturbekkpressumóti hjá Austurbæjarskóla. Þar verður alls konar húllumhæ og kraftafólk að keppa en líka er almenningi boðið að taka þátt.“ Reykjavík Menningarnótt Menning Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Bara skella sér út í strætó því að veðrið er svo þægilegt núna og ég held að það verði bara mjög skemmtilegur dagur til að vera í rólegheitum niður í bæ. Það er mjög margt í gangi sem er hægt að sjá á menningarnott.is. Litlar sýningar hér og þar og útitónleikar. Þannig ég myndi segja það bara, endilega kíkja bara fljótlega upp úr hádegi.“ Heppilegt að það sé engin gasmengun Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hófst klukkan 8:40 í morgun en Guðmundur segir að það viðri einstaklega vel fyrir hlaup og hátíðarhöld í dag. „Vonum að þetta sé ekki síðasti sumardagurinn en þetta er alveg vonum framar, veðrið. Eins og núna með sólarglætu og svona þá held ég að það sé alveg kjörið að nýta þetta áður en haustið kemur.“ Er það ekki líka heppilegt að það sé engin gasmengun að leggjast yfir höfuðborgarsvæðið núna? „Já það er eiginlega lygilegt. Það er mjög gott fyrir hlaup held ég líka.“ Mælir með bekkpressumóti Að sögn Guðmundar bætist í dagskránna á hverju ári og mælir hann sérstaklega með því að fólk komi sér vel fyrir á Arnarhóli áður en að flugeldasýningin hefst klukkan ellefu í kvöld. „Hún er búin að vera síðustu ár mjög skemmtileg og flott. Þau eru alltaf að prufa nýjar leiðir til að koma fólki á óvart með einhverjum þögnum og biðum og svo er öllu skotið í einu.“ Er einhver dagskrárliður eða eitthvað sem þú mælir sérstaklega með í ár? „Af því að ég er búinn að vera í ræktinni undanfarið er ég mjög spenntur fyrir bekkpressumótinu. Menningarnæturbekkpressumóti hjá Austurbæjarskóla. Þar verður alls konar húllumhæ og kraftafólk að keppa en líka er almenningi boðið að taka þátt.“
Reykjavík Menningarnótt Menning Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira