Ferðir heimilar allan ársins hring en deilt um manngerða hella Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. ágúst 2024 06:57 Fyrirtæki með samning við Vatnajökulsþjóðgarð hafa heimild til ferða allan ársins hring. Getty „Við treystum þeim fyrirtækjum sem við gerum samninga við að beita sinni bestu dómgreind í mati á aðstæðum og slysin geta alltaf gerst því miður,“ sagði Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, í samtali við fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar í gær. Steinunn sagði ferðaþjónustufyrirtækin sem samningar hefðu verið gerðir við hafa heimild til íshellaferða og jöklaganga allan ársins hring og að forsvarsmenn þjóðgarðsins treystu þeim til að meta aðstæður. „Við treystum því að það fyrirtæki sem á í hlut þarna hafi metið aðstæður rétt,“ sagði hún en ekki hefur fengist staðfest hvaða fyrirtæki stóð að ferðinni þar sem ferðafólk varð undir ís í gær. Einn er látinn og tveggja er saknað. „Þetta verður til umræðu hjá okkur innanhúss líka, hvernig við getum tekið á þessu og hvernig við snúum okkur í þessu máli. Núna hugsum við bara til þeirra sem lentum í þessu og vonum það besta,“ sagði Steinunn. Hugur starfsfólks Vatnajökulsþjóðgarðs væri hjá hinum slösuðu og aðstandendum þeirra. Fyrirkomulagið á Breiðamerkurjökli gagnrýnt Ekki eru allir á eitt sáttir um þá ákvörðun að heimila fyrirtækjum aðgengi á Breiðamerkurjökli allan ársins hring. Málið var til umfjöllunar í Þetta helst á RÚV í júní en þar kom fram að þrátt fyrir að reyndir jöklaleiðsögumenn segðust aðeins lofa ferðum á tímabilinu frá desember og fram í mars, væru fyrirtæki að auglýsa ferðir fram í tímann á tímabilinu frá október og fram í júní. Ef hellarnir væru ekki tilbúnir væri ráðist í aðgerðir til að stækka þá eða jafnvel búa til hella. „Hingað til hefur fólk verið að fara með viðskiptavini í náttúrulega íshella sem ár og lækir mynda á jöklinum yfir sumartímann og svo er hægt að fara í þá yfir vetrartímann þegar kólnar og vatnið er minna á jöklinum,“ sagði Íris Ragnarsdóttir, sem situr í stjórn Félags fjallaleiðsögumanna, og er menntuð í jöklaleiðsögn. Nú væru ferðir á Breiðamerkurjökul hins vegar orðnar talsvert stór atvinnugrein. Fyrirtæki væru að selja ferðir langt fram í tímann og þegar engir væru hellarnir hefðu menn gripið til þess að búa til manngerða hella með tækjum og tólum. Fram kom í Þetta helst að nú væru um 25 fyrirtæki virk í hellaferðum. Rætt var við Steinunni Hödd í þættinum, sem sagði stórar framkvæmdir ekki í samræmi við samning fyrirtækjanna við þjóðgarðinn. Rétt er að taka fram að þrátt fyrir að slysið í gær hafi átt sér stað í íshellaferð voru ferðamennirnir sem urðu undir ísvegg ekki í helli þegar slysið átti sér stað, heldur í gili á milli hellismunna. Vatnajökulsþjóðgarður Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Steinunn sagði ferðaþjónustufyrirtækin sem samningar hefðu verið gerðir við hafa heimild til íshellaferða og jöklaganga allan ársins hring og að forsvarsmenn þjóðgarðsins treystu þeim til að meta aðstæður. „Við treystum því að það fyrirtæki sem á í hlut þarna hafi metið aðstæður rétt,“ sagði hún en ekki hefur fengist staðfest hvaða fyrirtæki stóð að ferðinni þar sem ferðafólk varð undir ís í gær. Einn er látinn og tveggja er saknað. „Þetta verður til umræðu hjá okkur innanhúss líka, hvernig við getum tekið á þessu og hvernig við snúum okkur í þessu máli. Núna hugsum við bara til þeirra sem lentum í þessu og vonum það besta,“ sagði Steinunn. Hugur starfsfólks Vatnajökulsþjóðgarðs væri hjá hinum slösuðu og aðstandendum þeirra. Fyrirkomulagið á Breiðamerkurjökli gagnrýnt Ekki eru allir á eitt sáttir um þá ákvörðun að heimila fyrirtækjum aðgengi á Breiðamerkurjökli allan ársins hring. Málið var til umfjöllunar í Þetta helst á RÚV í júní en þar kom fram að þrátt fyrir að reyndir jöklaleiðsögumenn segðust aðeins lofa ferðum á tímabilinu frá desember og fram í mars, væru fyrirtæki að auglýsa ferðir fram í tímann á tímabilinu frá október og fram í júní. Ef hellarnir væru ekki tilbúnir væri ráðist í aðgerðir til að stækka þá eða jafnvel búa til hella. „Hingað til hefur fólk verið að fara með viðskiptavini í náttúrulega íshella sem ár og lækir mynda á jöklinum yfir sumartímann og svo er hægt að fara í þá yfir vetrartímann þegar kólnar og vatnið er minna á jöklinum,“ sagði Íris Ragnarsdóttir, sem situr í stjórn Félags fjallaleiðsögumanna, og er menntuð í jöklaleiðsögn. Nú væru ferðir á Breiðamerkurjökul hins vegar orðnar talsvert stór atvinnugrein. Fyrirtæki væru að selja ferðir langt fram í tímann og þegar engir væru hellarnir hefðu menn gripið til þess að búa til manngerða hella með tækjum og tólum. Fram kom í Þetta helst að nú væru um 25 fyrirtæki virk í hellaferðum. Rætt var við Steinunni Hödd í þættinum, sem sagði stórar framkvæmdir ekki í samræmi við samning fyrirtækjanna við þjóðgarðinn. Rétt er að taka fram að þrátt fyrir að slysið í gær hafi átt sér stað í íshellaferð voru ferðamennirnir sem urðu undir ísvegg ekki í helli þegar slysið átti sér stað, heldur í gili á milli hellismunna.
Vatnajökulsþjóðgarður Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira