Tíu ára stelpa vitni að banaslysinu við Breiðamerkurjökul Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2024 10:51 Ferðin var ekki betur skipulögð en svo að talið var í tæpan sólarhring að tveir ferðamenn væru ófundnir undir ísfarginu. Í ljós kom að talning ferðaskrifstofunnar stóðst ekki. Vísir/vilhelm Feðgin frá Bandaríkjunum telja sig hafa verið augnablikum frá því að farast í slysinu á Breiðamerkurjökli á sunnudaginn. Faðirinn segir leiðsögumennina hafa verið í áfalli og sjálfur hafi hann horft á konuna sem varð fyrir ísfarginu sárkvalda. Hann getur ekki hugsað til þess að feðginin hefðu sjálf orðið fyrir ísmassanum. Scott Stevens er búsettur í Austin í Texas í Bandaríkjunum. Hann lýsir því í viðtali við CNN hvernig aðeins hafi munað nokkrum mínútum að hann og tíu ára dóttir hans hefðu orðið undir ísveggnum. Stevens var að taka myndir af dóttur sinni inni í hellinum. Hann segist hafa velt því fyrir sér að skipta um linsu á myndavélinni sem hefði þýtt nokkrar mínútur í viðbót á hættulegum stað. Vildi ekki tefja fyrir öðrum „Ég var meðvitaður um annan hóp fyrir aftan mig og ég vildi ekki tefja fyrir öllum hinum, því við vorum eiginlega í einfaldri röð,“ segir Stevens sem var meðal ferðamanna í hópnum á undan þeim sem landar hans sem urðu fyrir ísveggnum tilheyrðu. „Mér fannst það vera frekar dónalegt að neyða alla til að standa kyrr á meðan ég skipti um linsu. Þannig að ég hætti við það og svo gengum við út úr hellinum,“ segir Stevens. Um mínútu eftir að þau voru komin út úr hellinum heyrði þau háan hvell. Ísinn hafði fallið. „Mér leið eins og ef við hefðum farið í að skipta um linsu þá væri ég hundrað prósent dáin. Við værum dáin. Við stóðum nákvæmlega á þessum stað,“ segir Wylde Stevens, tíu ára dóttirin, við CNN. „Ég reyni að... ég vil ekki hugsa til þess.“ Einn látinn Bandarískur karlmaður sem varð fyrir ísveggnum var úrskurðaður látinn á vettvangi. Kona hans var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans. Um var að ræða blandaðan hóp ferðamanna sem höfðu bókað sig í ferðina sem var á vegum Ice Pic Journeys sem starfar fyrir ferðaþjónusturisann Guide to Iceland. „Hún var mjög áhyggjufull að ég hefði dáið við að taka af henni mynd. Okkur líður eins og þetta hefðu auðveldlega getað verið við,“ segir Scott Stevens. „Ég var að hugsa um þennan óheppna mann. Hann var bara þarna í fríinu sínu og reiknaði vafalaust með að fljúga til síns heima þennan dag eða næstu daga. En, hann er ekki á leiðinni heim.“ Tveir hópar í beit Scott Stevens lýsir því að um hafi verið að ræða tvo sjálfstæða hópa. Hann hafi verið í þeim fyrri en hinn látni og kona hans í þeim síðari. Hóparnir höfðu komið saman á svæðið í rútu en verið skipt í tvennt. Hvor hópur hafi verið með sinn leiðsögumann. Hann hafi einmitt verið að ræða við sinn leiðsögumann þegar hvellurinn heyrðist. „Hann horfði á mig. Ég horfði á hann. Við vorum báðir með svip sem sagði „þetta er ekki gott“,“ segir Stevens. Þeir hafi hlaupið þangað sem ísinn féll og séð konu sem var kvalin. „Ég horfði á konuna með mínum eigin augum. Ég veit að hún var kvalin,“ segir Stevens. Leiðsögumennirnir auk læknis sem var meðal ferðamanna hugðu að henni. Stevens segir leiðsögumann sinn hafa verið í áfalli. „Hann var með tárin í augunum. Hann kom aftur. Það voru blóðblettir á honum. Ég held þeir hafi verið frá herramanninum sem lést. Hinn leiðsögumaðurinn var í jafnmiklu uppnámi. Ótrúlegur uppnámi, báðir tveir,“ segir Stevens. Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Scott Stevens er búsettur í Austin í Texas í Bandaríkjunum. Hann lýsir því í viðtali við CNN hvernig aðeins hafi munað nokkrum mínútum að hann og tíu ára dóttir hans hefðu orðið undir ísveggnum. Stevens var að taka myndir af dóttur sinni inni í hellinum. Hann segist hafa velt því fyrir sér að skipta um linsu á myndavélinni sem hefði þýtt nokkrar mínútur í viðbót á hættulegum stað. Vildi ekki tefja fyrir öðrum „Ég var meðvitaður um annan hóp fyrir aftan mig og ég vildi ekki tefja fyrir öllum hinum, því við vorum eiginlega í einfaldri röð,“ segir Stevens sem var meðal ferðamanna í hópnum á undan þeim sem landar hans sem urðu fyrir ísveggnum tilheyrðu. „Mér fannst það vera frekar dónalegt að neyða alla til að standa kyrr á meðan ég skipti um linsu. Þannig að ég hætti við það og svo gengum við út úr hellinum,“ segir Stevens. Um mínútu eftir að þau voru komin út úr hellinum heyrði þau háan hvell. Ísinn hafði fallið. „Mér leið eins og ef við hefðum farið í að skipta um linsu þá væri ég hundrað prósent dáin. Við værum dáin. Við stóðum nákvæmlega á þessum stað,“ segir Wylde Stevens, tíu ára dóttirin, við CNN. „Ég reyni að... ég vil ekki hugsa til þess.“ Einn látinn Bandarískur karlmaður sem varð fyrir ísveggnum var úrskurðaður látinn á vettvangi. Kona hans var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans. Um var að ræða blandaðan hóp ferðamanna sem höfðu bókað sig í ferðina sem var á vegum Ice Pic Journeys sem starfar fyrir ferðaþjónusturisann Guide to Iceland. „Hún var mjög áhyggjufull að ég hefði dáið við að taka af henni mynd. Okkur líður eins og þetta hefðu auðveldlega getað verið við,“ segir Scott Stevens. „Ég var að hugsa um þennan óheppna mann. Hann var bara þarna í fríinu sínu og reiknaði vafalaust með að fljúga til síns heima þennan dag eða næstu daga. En, hann er ekki á leiðinni heim.“ Tveir hópar í beit Scott Stevens lýsir því að um hafi verið að ræða tvo sjálfstæða hópa. Hann hafi verið í þeim fyrri en hinn látni og kona hans í þeim síðari. Hóparnir höfðu komið saman á svæðið í rútu en verið skipt í tvennt. Hvor hópur hafi verið með sinn leiðsögumann. Hann hafi einmitt verið að ræða við sinn leiðsögumann þegar hvellurinn heyrðist. „Hann horfði á mig. Ég horfði á hann. Við vorum báðir með svip sem sagði „þetta er ekki gott“,“ segir Stevens. Þeir hafi hlaupið þangað sem ísinn féll og séð konu sem var kvalin. „Ég horfði á konuna með mínum eigin augum. Ég veit að hún var kvalin,“ segir Stevens. Leiðsögumennirnir auk læknis sem var meðal ferðamanna hugðu að henni. Stevens segir leiðsögumann sinn hafa verið í áfalli. „Hann var með tárin í augunum. Hann kom aftur. Það voru blóðblettir á honum. Ég held þeir hafi verið frá herramanninum sem lést. Hinn leiðsögumaðurinn var í jafnmiklu uppnámi. Ótrúlegur uppnámi, báðir tveir,“ segir Stevens.
Slys á Breiðamerkurjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira