Bera fyrir sig að hinir krakkarnir séu með hníf Bjarki Sigurðsson skrifar 29. ágúst 2024 19:29 Elísabet Ósk Maríusdóttir er hluti af samfélagslögguteyminu. Vísir/Einar Lögreglan telur að stórfellt átak þurfi til að taka á hnífaburði ungra barna. Dæmi er um að börn gangi um með rafvopn og piparúða. Einnig hefur borið á því að ungmenni mæti með hnífa í skólann. Fjöldi alvarlegra ofbeldisbrota ungmenna þrettán til fimmtán ára hefur fjórfaldast á tíu árum og í gær lýstu yfirlögregluþjónar landsins yfir þungum áhyggjum sínum af vopnaburði ungmenna sem og aukinni ofbeldishegðun þeirra. Sautján ára stúlka er enn í lífshættu eftir stunguárás í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt og er sextán ára drengur í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. Þrjú börn voru tekin með hnífa á Akureyri um helgina og mætti ungmenni með hníf í skólann miðsvæðis í Reykjavík í gær. Til að reyna að sporna gegn þessu hefur lögreglan síðustu ár verið með svokallaðar samfélagslöggur sem reyna að taka á stafrænu ofbeldi og vopnaburði barna og ungmenna. Lögreglan hefur tekið eftir aukningu þar á segir Elísabet Ósk Maríusdóttir, lögreglukona sem er hluti af samfélagslöggu verkefninu. „Fólk heldur að piparúðar séu löglegir því þeir eru löglegir í Bandaríkjunum, ég hef einu sinni tekið lítið rafvopn af barni. En hnífar, þeir eru að sækja í sig veðrið og við erum að heyra að þetta hafi verið vaxandi vandamál síðustu ár,“ segir Elísabet. Erfitt hefur reynst að rekja hvenær og hvar þessi hnífabylgja hófst. „Við höfum verið að heyra alltaf meira að krakkar segi: „Allir aðrir eru með hníf þannig ég verð að vera með hníf. Bara til að verja mig og ætla samt ekkert að nota hann.“ Síðan ertu í einhverjum aðstæðum sem stigmagnast, þú ert með hníf og notar hann. Þetta eru afleiðingarnar,“ segir Elísabet. Vegna árásarinnar um helgina sendi skóla- og frístundasvið borgarinnar tilkynningu til foreldra þar sem þeir voru hvattir til að ræða við börnin sín um hversu hættulegt það sé að ganga með hníf á sér. Borið hafi á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í skólum og frístundastarfi. „Allir þurfa að koma saman í þessu. Barnavernd, félagsþjónustur, foreldrar sérstaklega. Skólarnir. Það er enginn einn að fara að velta þessum steini, það þarf eitthvað samhent átak í þetta,“ segir Elísabet. Reykjavík Lögreglumál Skóla- og menntamál Stunguárás við Skúlagötu Börn og uppeldi Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. 27. ágúst 2024 19:28 Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34 Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. 25. ágúst 2024 10:35 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Fjöldi alvarlegra ofbeldisbrota ungmenna þrettán til fimmtán ára hefur fjórfaldast á tíu árum og í gær lýstu yfirlögregluþjónar landsins yfir þungum áhyggjum sínum af vopnaburði ungmenna sem og aukinni ofbeldishegðun þeirra. Sautján ára stúlka er enn í lífshættu eftir stunguárás í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt og er sextán ára drengur í gæsluvarðhaldi grunaður um árásina. Þrjú börn voru tekin með hnífa á Akureyri um helgina og mætti ungmenni með hníf í skólann miðsvæðis í Reykjavík í gær. Til að reyna að sporna gegn þessu hefur lögreglan síðustu ár verið með svokallaðar samfélagslöggur sem reyna að taka á stafrænu ofbeldi og vopnaburði barna og ungmenna. Lögreglan hefur tekið eftir aukningu þar á segir Elísabet Ósk Maríusdóttir, lögreglukona sem er hluti af samfélagslöggu verkefninu. „Fólk heldur að piparúðar séu löglegir því þeir eru löglegir í Bandaríkjunum, ég hef einu sinni tekið lítið rafvopn af barni. En hnífar, þeir eru að sækja í sig veðrið og við erum að heyra að þetta hafi verið vaxandi vandamál síðustu ár,“ segir Elísabet. Erfitt hefur reynst að rekja hvenær og hvar þessi hnífabylgja hófst. „Við höfum verið að heyra alltaf meira að krakkar segi: „Allir aðrir eru með hníf þannig ég verð að vera með hníf. Bara til að verja mig og ætla samt ekkert að nota hann.“ Síðan ertu í einhverjum aðstæðum sem stigmagnast, þú ert með hníf og notar hann. Þetta eru afleiðingarnar,“ segir Elísabet. Vegna árásarinnar um helgina sendi skóla- og frístundasvið borgarinnar tilkynningu til foreldra þar sem þeir voru hvattir til að ræða við börnin sín um hversu hættulegt það sé að ganga með hníf á sér. Borið hafi á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í skólum og frístundastarfi. „Allir þurfa að koma saman í þessu. Barnavernd, félagsþjónustur, foreldrar sérstaklega. Skólarnir. Það er enginn einn að fara að velta þessum steini, það þarf eitthvað samhent átak í þetta,“ segir Elísabet.
Reykjavík Lögreglumál Skóla- og menntamál Stunguárás við Skúlagötu Börn og uppeldi Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. 27. ágúst 2024 19:28 Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34 Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. 25. ágúst 2024 10:35 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. 27. ágúst 2024 19:28
Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34
Allir undir átján ára og einn brotaþola í lífshættu Þrír voru stungnir í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöldi, og einn þeirra er í lífshættu. Grunaður árásarmaður og brotaþolar eru allt Íslendingar undir átján ára aldri. Hinn grunaði var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir árásina. 25. ágúst 2024 10:35