Norska pressan í sárum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2024 10:55 Prinsessan og töfralæknirinn saman á góðri stundu. EPA-EFE/Lise Aserud Norska pressan er í sárum en stærsta brúðkaup ársins fer fram í Noregi á morgun þegar konunglegt brúðkaup prinsessunnar Mörthu Louise og hins bandaríska Shaman Durek Verrett fer fram í Álasundi. Ástæður þessa eru að ljósmyndaréttur af brúðkaupinu hefur verið seldur til götublaðanna Hello Magazine og Hola í Bretlandi og á Spáni. Þetta þýðir að engar myndir munu birtast í norskum miðlum úr brúðkaupinu á morgun. Það er áfall því mikið verður um dýrðir í Noregi á morgun og verður um meiriháttar viðburð að ræða. Martha og Shaman byrjuðu saman árið 2019 og sagðist prinsessan hafa hitt sálufélaga sinn í Bandaríkjamanninum og lét gagnrýnendur heyra það. Brýtur gegn hefðum „Þetta er einstaklega óheppilegt. Við erum mjög vonsvikin vegna þessa og í raun afar hissa,“ hefur norska ríkisútvarpið eftir Christinu Dorthellinger, ritstjóra norska miðilsins NTB sem allajafna hefur fjallað um mál norsku konungsfjölskyldunnar. Hún segir þetta brjóta allar hefðir og venjur. Þá taka samtök fréttamanna í Noregi undir með henni og lýsa yfir miklum áhyggjum vegna málsins. Sjálf segir prinsessan hinsvegar og eiginmaður hennar verðandi að um sé að ræða einkaviðburð. Því verði gestalistinn og önnur atriði er varða brúðkaupið ekki gefin upp heldur. Samtök fréttamanna eru hvumsa yfir þeim svörum hjónanna. Segja erfitt að sjá hvernig um getur verið að ræða einkaviðburð þegar erlendum götublöðum hefur verið seldur ljósmyndarétturinn. Shaman Durek hefur sótt Ísland heim en það gerði hann meðal annars árið 2016. Durek lýsir sér sem þróunarfrumkvöðli sem leggi áherslu á hið andlega. Vilja ekki láta mynda sig Martha Louise er fjórða í röðinni sem arftaki norsku krúnunnar. Hún starfar hinsvegar ekki lengur opinberlega fyrir konungsfjölskylduna. Þá segja norskir miðlar frá því að fjölskyldan hafi beðið um það að meðlimir hennar verði ekki myndaðir í brúðkaupinu á morgun þar sem norskum miðlum verði ekki gefinn aðgangur. Þá kemur fram í umfjöllun norskra miðla að Martha hafi samþykkt að nýta sér ekki titil sinn í gróðaskyni. Hún hafi raunar skrifað undir samning þess efnis. Það sé álitamál hvort samningur hinna verðandi hjóna við Hello Magazine og Hola brjóti í bága við þann samning eða ekki. Noregur Kóngafólk Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Þetta þýðir að engar myndir munu birtast í norskum miðlum úr brúðkaupinu á morgun. Það er áfall því mikið verður um dýrðir í Noregi á morgun og verður um meiriháttar viðburð að ræða. Martha og Shaman byrjuðu saman árið 2019 og sagðist prinsessan hafa hitt sálufélaga sinn í Bandaríkjamanninum og lét gagnrýnendur heyra það. Brýtur gegn hefðum „Þetta er einstaklega óheppilegt. Við erum mjög vonsvikin vegna þessa og í raun afar hissa,“ hefur norska ríkisútvarpið eftir Christinu Dorthellinger, ritstjóra norska miðilsins NTB sem allajafna hefur fjallað um mál norsku konungsfjölskyldunnar. Hún segir þetta brjóta allar hefðir og venjur. Þá taka samtök fréttamanna í Noregi undir með henni og lýsa yfir miklum áhyggjum vegna málsins. Sjálf segir prinsessan hinsvegar og eiginmaður hennar verðandi að um sé að ræða einkaviðburð. Því verði gestalistinn og önnur atriði er varða brúðkaupið ekki gefin upp heldur. Samtök fréttamanna eru hvumsa yfir þeim svörum hjónanna. Segja erfitt að sjá hvernig um getur verið að ræða einkaviðburð þegar erlendum götublöðum hefur verið seldur ljósmyndarétturinn. Shaman Durek hefur sótt Ísland heim en það gerði hann meðal annars árið 2016. Durek lýsir sér sem þróunarfrumkvöðli sem leggi áherslu á hið andlega. Vilja ekki láta mynda sig Martha Louise er fjórða í röðinni sem arftaki norsku krúnunnar. Hún starfar hinsvegar ekki lengur opinberlega fyrir konungsfjölskylduna. Þá segja norskir miðlar frá því að fjölskyldan hafi beðið um það að meðlimir hennar verði ekki myndaðir í brúðkaupinu á morgun þar sem norskum miðlum verði ekki gefinn aðgangur. Þá kemur fram í umfjöllun norskra miðla að Martha hafi samþykkt að nýta sér ekki titil sinn í gróðaskyni. Hún hafi raunar skrifað undir samning þess efnis. Það sé álitamál hvort samningur hinna verðandi hjóna við Hello Magazine og Hola brjóti í bága við þann samning eða ekki.
Noregur Kóngafólk Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira