Endurkomu hljómsveitarinnar Oasis var beðið í ofvæni en lengi vel var útlit fyrir að hljómsveitin, sem kölluð hefur verið húsband Bretlands, myndi ekki koma aftur saman vegna erja bræðranna Liam og Noel Gallagher sem fara fyrir bandinu.
Aðsóknin á tónleikana er svo mikil að breski miðlar á borð við Sky, Independent og Guardian halda úti fréttavakt á meðan aðdáendur berjast um miða. Margir hafa beðið klukkutímum saman á vefsíðunni Ticketmaster sem heldur utan um miðasölu. Síðan hefur sætt gagnrýni fyrir einokunartilburði í miðasölubransanum.
Í dag vöruðu Oasis-menn við því að endurselja miðana á mun hærra verði, líkt og dæmi eru um. Miðar keyptir á síðum en þeim sem hljómsveitin hefur vottað munu ekki ná í gegn.
Miðar á tónleikana í Croke park í Dyflinn eru uppseldir. Aðdáendur segja í viðtali við bresku miðlana að það að ná miðum á tónleika á Wembley í Lundúnum sé „ómögulegt verkefni“. Það fær stoð í ummælum forsvarsmanns Wembley vallarins sem segir aðsóknina ekki eiga sér fordæmi. „Því miður skilar það sér í lengri bið en vanalega,“ er haft eftir honum í frétt Telegraph.