Ben Gurion lokað og ýmis starfsemi lömuð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. september 2024 06:31 Tugþúsundir komu saman í Tel Aviv í gær til að mótmæla Netanyahu og krefjast vopnahlés. Getty/Anadolu/Yair Palti Boðað hefur verið til umfangsmikilla verkfallsaðgerða í Ísrael í dag til að knýja fram vopnahlé við Hamas. Aðgerðir Histadrut, stærsta verkalýðsfélags Ísrael, hófust snemma í morgun og munu hafa víðtæk áhrif. Skrifstofur fjölda ríkisstofnana og staðaryfirvalda munu líklega ekki opna, né heldur fjöldi skóla og fyrirtækja. Þá verður alþjóðaflugvöllurinn Ben Gurion lokaður frá klukkan 8 í ótilgreindan tíma. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að aðeins inngrip okkar getur vakið þá sem þarf að vekja,“ sagði Arnon Bar-David, formaður Histadrut. „Pólitískir hagsmunir eru að koma í veg fyrir samkomulag og það er óásættanlegt.“ Borgarstjórar Tel Aviv og Givatayim tilkynntu að yfirvöld þar myndu taka þátt í verkfallsaðgerðunum til að krefjast endurheimt þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas og fleiri eru taldir munu fylgja í þeirra fótspor. Mikil mótmæli brutust út um helgina eftir að lík sex gísla fundust á Gasa. Talið er að um hundrað séu enn í haldi en að einhver fjöldi þeirra sé þegar látinn. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur sætt sívaxandi þrýstingi um að ganga af alvöru til viðræðna við Hamas um vopnahlé en er pólitískt séð á milli steins og sleggju þar sem vopnhlé myndi líklega sprengja ríkisstjórnina. Hefur Netanyahu verið sakaður um að taka eigin pólitísku hagsmuni fram yfir hagsmuni gíslanna en stjórnvöld hafa einnig verið mjög áfram um að freista þess að tortíma Hamas og forystu samtakanna vegna árásanna 7. október. Þá verður afar erfitt fyrir yfirvöld að ganga frá hálfkláruðu verk, ekki síst nú þegar Yahya Sinwar hefur tekið við pólitískri forystu Hamas, þar sem hann skipulagði árásirnar 7. október og er efstur á hefndarlista Ísrael. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Skrifstofur fjölda ríkisstofnana og staðaryfirvalda munu líklega ekki opna, né heldur fjöldi skóla og fyrirtækja. Þá verður alþjóðaflugvöllurinn Ben Gurion lokaður frá klukkan 8 í ótilgreindan tíma. „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að aðeins inngrip okkar getur vakið þá sem þarf að vekja,“ sagði Arnon Bar-David, formaður Histadrut. „Pólitískir hagsmunir eru að koma í veg fyrir samkomulag og það er óásættanlegt.“ Borgarstjórar Tel Aviv og Givatayim tilkynntu að yfirvöld þar myndu taka þátt í verkfallsaðgerðunum til að krefjast endurheimt þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas og fleiri eru taldir munu fylgja í þeirra fótspor. Mikil mótmæli brutust út um helgina eftir að lík sex gísla fundust á Gasa. Talið er að um hundrað séu enn í haldi en að einhver fjöldi þeirra sé þegar látinn. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur sætt sívaxandi þrýstingi um að ganga af alvöru til viðræðna við Hamas um vopnahlé en er pólitískt séð á milli steins og sleggju þar sem vopnhlé myndi líklega sprengja ríkisstjórnina. Hefur Netanyahu verið sakaður um að taka eigin pólitísku hagsmuni fram yfir hagsmuni gíslanna en stjórnvöld hafa einnig verið mjög áfram um að freista þess að tortíma Hamas og forystu samtakanna vegna árásanna 7. október. Þá verður afar erfitt fyrir yfirvöld að ganga frá hálfkláruðu verk, ekki síst nú þegar Yahya Sinwar hefur tekið við pólitískri forystu Hamas, þar sem hann skipulagði árásirnar 7. október og er efstur á hefndarlista Ísrael.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira