Börnin höfðu ekki trú á Gauff en voru rekin í burtu Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2024 08:01 Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá Coco Gauff sem nær ekki að verja titil sinn á US Open. Getty/Luke Hales Bandaríska tenniskonan Coco Gauff nær ekki að verja risatitil sinn á US Open í ár því hún féll í gær úr keppni eftir tap gegn löndu sinni, Emmu Navarro. Ungir krakkar settu svip sinn á lokakafla leiksins. Gauff kom inn í mótið sem sú þriðja besta í heima en tapaði fyrir Navarro, sem er í 13. sæti, í fjórðu umferð mótsins. Navarro vann fyrsta settið 6-3 en Gauff jafnaði með 6-4 sigri. Börn sem að fylgdust með leiknum virtust hins vegar ekki hafa mikla trú á Gauff í oddasettinu því í stöðunni 5-3 fyrir Navarro, þegar Gauff undirbjó uppgjöf, hópuðust börn saman neðst í stúkunni, með risatennisbolta, og gerðu sig klár í að fá eiginhandaráritun að leik loknum. Myndband af þessu má sjá hér að neðan. Coco Gauff's first serve is so shaky that kids are already coming down to get tennis balls signed at 5-3 😂 (Spoiler: She did get broken for the match) pic.twitter.com/xaoMZfwmn6— Sideline Films (@SidelineFilmz) September 1, 2024 Þetta hafði augljós áhrif á Gauff og öryggisverðir sáu á endanum til þess að börnin færu aftur í sín sæti. Gauff tók sér svo sinn tíma í að hefja leik að nýju en það breytti því þó ekki að börnin virtust hafa haft rétt fyrir sér, því Navarro vann settið 6-3 og þar með leikinn. „Í lokin á leikjum þá er börnum leyft að koma með risavaxna tennisbolta til að fá eiginhandaráritun, til marks um að talið sé að leiknum sé alveg að ljúka,“ sagði Chris Fowler í sjónvarpsútsendingu. „Coco sér þetta og hálfpartinn starir á þau til að snúa þeim við, og fer í burtu frá línunni. Þetta er ekki í lagi,“ sagði Fowler og félagi hans, Chris Evert, tók undir: „Verðirnir hefðu átt að koma í veg fyrir þetta.“ Tapaði í fyrstu umferð síðustu tvö ár í borginni sinni Á meðan að fátt gekk upp hjá Gauff, sem alls nítján sinnum gaf Navarro stig með misheppnuðum uppgjöfum, þá var hin 23 ára Navarro í skýjunum eftir leik: „Ég tapaði í fyrstu umferð síðustu tvö ár svo það er frekar klikkað að vera núna komin í átta manna úrslitin,“ sagði Navarro í New York í gær. Emma Navarro er á heimavelli á US Open.Getty/Fatih Aktas „Þetta er borgin sem ég fæddist í og manni finnst það alveg einstakt að spila hérna,“ sagði Navarro sem einnig vann Gauff í 16 manna úrslitum á Wimbledon-mótinu fyrir tveimur mánuðum. Hún sýndi andstæðingi sínum virðingu og sagði: „Coco er stórkostlegur spilari. Ég ber endalausa virðingu fyrir henni og ég veit að hún á eftir að koma hingað aftur og vinna þetta mót að nýju.“ Tennis Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórey Rósa leggur landsliðsskóna á hilluna „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Leik lokið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Sjá meira
Gauff kom inn í mótið sem sú þriðja besta í heima en tapaði fyrir Navarro, sem er í 13. sæti, í fjórðu umferð mótsins. Navarro vann fyrsta settið 6-3 en Gauff jafnaði með 6-4 sigri. Börn sem að fylgdust með leiknum virtust hins vegar ekki hafa mikla trú á Gauff í oddasettinu því í stöðunni 5-3 fyrir Navarro, þegar Gauff undirbjó uppgjöf, hópuðust börn saman neðst í stúkunni, með risatennisbolta, og gerðu sig klár í að fá eiginhandaráritun að leik loknum. Myndband af þessu má sjá hér að neðan. Coco Gauff's first serve is so shaky that kids are already coming down to get tennis balls signed at 5-3 😂 (Spoiler: She did get broken for the match) pic.twitter.com/xaoMZfwmn6— Sideline Films (@SidelineFilmz) September 1, 2024 Þetta hafði augljós áhrif á Gauff og öryggisverðir sáu á endanum til þess að börnin færu aftur í sín sæti. Gauff tók sér svo sinn tíma í að hefja leik að nýju en það breytti því þó ekki að börnin virtust hafa haft rétt fyrir sér, því Navarro vann settið 6-3 og þar með leikinn. „Í lokin á leikjum þá er börnum leyft að koma með risavaxna tennisbolta til að fá eiginhandaráritun, til marks um að talið sé að leiknum sé alveg að ljúka,“ sagði Chris Fowler í sjónvarpsútsendingu. „Coco sér þetta og hálfpartinn starir á þau til að snúa þeim við, og fer í burtu frá línunni. Þetta er ekki í lagi,“ sagði Fowler og félagi hans, Chris Evert, tók undir: „Verðirnir hefðu átt að koma í veg fyrir þetta.“ Tapaði í fyrstu umferð síðustu tvö ár í borginni sinni Á meðan að fátt gekk upp hjá Gauff, sem alls nítján sinnum gaf Navarro stig með misheppnuðum uppgjöfum, þá var hin 23 ára Navarro í skýjunum eftir leik: „Ég tapaði í fyrstu umferð síðustu tvö ár svo það er frekar klikkað að vera núna komin í átta manna úrslitin,“ sagði Navarro í New York í gær. Emma Navarro er á heimavelli á US Open.Getty/Fatih Aktas „Þetta er borgin sem ég fæddist í og manni finnst það alveg einstakt að spila hérna,“ sagði Navarro sem einnig vann Gauff í 16 manna úrslitum á Wimbledon-mótinu fyrir tveimur mánuðum. Hún sýndi andstæðingi sínum virðingu og sagði: „Coco er stórkostlegur spilari. Ég ber endalausa virðingu fyrir henni og ég veit að hún á eftir að koma hingað aftur og vinna þetta mót að nýju.“
Tennis Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórey Rósa leggur landsliðsskóna á hilluna „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Leik lokið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Sjá meira