Segir óeðlilegt að greiða 900.000 krónur fyrir vottun hlaupsins Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2024 13:09 Reykjavíkurmaraþonið fór fram í blíðviðri í ágúst. vísir/Viktor Freyr Íþróttabandalag Reykjavíkur og langhlaupanefnd Frjálsíþróttasamband Íslands hafa deilt um kostnað við vottun hlaupanna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og náðu ekki samkomulagi vegna 10 kílómetra hlaupsins í ár. Formaður ÍBR kallar eftir föstu verði fyrir vottun, burtséð frá fjölda keppenda. Deilan um vottun Reykjavíkurmaraþonsins hefur lengi staðið yfir en á endanum voru maraþon og hálft maraþon vottuð í ár, en ekki 10 kílómetra hlaupið. Það þýddi meðal annars að ungur Borgfirðingur fékk ekki aldursflokkamet sitt skráð í 10 kílómetra hlaupinu, en hann hefði slegið 24 ára met Kára Steins Karlssonar. Að fá vottun á 10 kílómetra hlaupinu hefði kostað um 900.000 krónur fyrir hlaupahaldara, þar sem FRÍ rukkar 150 krónur fyrir hvern keppanda, en hugsunin er sú að keppendur greiði sjálfir þennan kostnað og að það sé innifalið í mótsgjaldi. Ágreiningur um upphæðina „Það er mjög leiðinlegt að það hafi ekki verið klárað að votta þetta hlaup, svo að þessi árangur væri skráður. En þetta er sem sagt ákvörðun sem að frjálsíþróttasambandið tók á þingi hjá sér, um að hefja vottun þessara hlaupa, og um það hefur svo verið ákveðinn ágreiningur á milli okkar og þeirra um með hvaða hætti þetta fer fram,“ segir Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Brot úr þættinum má heyra hér að neðan. „Við höfum haldið þennan viðburð í 40 ár. Staðan er sú að þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu eru samtals um 15 þúsund. Þar af eru um 1.500 í maraþoninu sjálfu, um 4.000 í hálfu maraþoni og 6.500 í 10 kílómetrum. Til þess að geta fengið vottað hlaup þurfum við, samkvæmt frjálsíþróttasambandinu, að rukka hvern einasta hlaupara sem skilar sér í endamark um 150 krónur. Við höfum ekki verið sátt við þetta,“ segir Ingvar. Hann bendir á að Reykjavíkurmaraþon sé á vissan hátt ekki dæmigert keppnishlaup. „Alltaf sagt að við viljum fá vottun“ „Reykjavíkurmaraþon hefur verið byggt upp með þeim hætti að vera ekki bara eitt best skipulagða keppnishlaup á Íslandi, sem ég fullyrði að það sé, heldur einnig einn albesti lýðheilsuviðburður sem til er. Fólk er að taka sig á, vill hlaupa sér til skemmtunar og við erum að hvetja fólk til að vera með þrátt fyrir að það sé kannski ekki til að keppa til tíma. Ofan á það bætist að við erum að hvetja fólk til að taka þátt í góðgerðastarfsemi sem er orðin sú stærsta á Íslandi. Á þessu ári söfnuðust yfir 250 milljónir til góðgerðafélaga, þar sem hver einasta króna skilar sér í kassa félaganna. Þetta er ofboðslega mikilvægur þáttur og ýtir líka undir þátttöku.“ Arnar Pétursson hljóp til sigurs í hálfmaraþoni og var sú vegalengd vottuð, svo árangurinn fæst skráður.vísir/Viktor Freyr En telur Ingvar þá að Reykjavíkurmaraþonið eigi að fá vottun án þess að greiða fyrir það? „Nei, alls ekki. Við höfum alltaf sagt að við viljum fá vottun. Það sem við höfum aftur á móti bent á er að á viðburði sem þessum sé kannski óeðlilegt að við séum, til dæmis í 10 kílómetra hlaupinu, að þá hefði vottun kostað okkur um 900.000 krónur,“ segir Ingvar. Kostnaðurinn er að mestu leyti vegna skráningar fyrir hvern keppanda í afrekaskrá. „Okkur finnst fullkomlega eðlilegt að það sé verið að halda utan um afrekaskrá en það er óeðlilegt að til dæmis í 42 kílómetra hlaupi Félags maraþonhlaupara í vor hafi vottun kostað 32.500 krónur, miðað við þátttöku, á meðan að fjórum sinnum styttra hlaup hjá okkur kosti 900.000 krónur,“ segir Ingvar. „Okkur finnst bara fullkomlega eðlilegt að við greiðum fyrir vottun, eitthvert fast verð, því það er bara einhver ákveðinn tími sem fer í það að fara yfir gögnin. Við erum búin að segja það allan tímann,“ segir Ingvar og bendir á að á fyrsta fundi með frjálsíþróttasambandinu hafi gjaldið átt að vera 500 krónur fyrir hvern keppanda, í stað 150 núna. Viðtalið má heyra hér að ofan. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sjá meira
Deilan um vottun Reykjavíkurmaraþonsins hefur lengi staðið yfir en á endanum voru maraþon og hálft maraþon vottuð í ár, en ekki 10 kílómetra hlaupið. Það þýddi meðal annars að ungur Borgfirðingur fékk ekki aldursflokkamet sitt skráð í 10 kílómetra hlaupinu, en hann hefði slegið 24 ára met Kára Steins Karlssonar. Að fá vottun á 10 kílómetra hlaupinu hefði kostað um 900.000 krónur fyrir hlaupahaldara, þar sem FRÍ rukkar 150 krónur fyrir hvern keppanda, en hugsunin er sú að keppendur greiði sjálfir þennan kostnað og að það sé innifalið í mótsgjaldi. Ágreiningur um upphæðina „Það er mjög leiðinlegt að það hafi ekki verið klárað að votta þetta hlaup, svo að þessi árangur væri skráður. En þetta er sem sagt ákvörðun sem að frjálsíþróttasambandið tók á þingi hjá sér, um að hefja vottun þessara hlaupa, og um það hefur svo verið ákveðinn ágreiningur á milli okkar og þeirra um með hvaða hætti þetta fer fram,“ segir Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Brot úr þættinum má heyra hér að neðan. „Við höfum haldið þennan viðburð í 40 ár. Staðan er sú að þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu eru samtals um 15 þúsund. Þar af eru um 1.500 í maraþoninu sjálfu, um 4.000 í hálfu maraþoni og 6.500 í 10 kílómetrum. Til þess að geta fengið vottað hlaup þurfum við, samkvæmt frjálsíþróttasambandinu, að rukka hvern einasta hlaupara sem skilar sér í endamark um 150 krónur. Við höfum ekki verið sátt við þetta,“ segir Ingvar. Hann bendir á að Reykjavíkurmaraþon sé á vissan hátt ekki dæmigert keppnishlaup. „Alltaf sagt að við viljum fá vottun“ „Reykjavíkurmaraþon hefur verið byggt upp með þeim hætti að vera ekki bara eitt best skipulagða keppnishlaup á Íslandi, sem ég fullyrði að það sé, heldur einnig einn albesti lýðheilsuviðburður sem til er. Fólk er að taka sig á, vill hlaupa sér til skemmtunar og við erum að hvetja fólk til að vera með þrátt fyrir að það sé kannski ekki til að keppa til tíma. Ofan á það bætist að við erum að hvetja fólk til að taka þátt í góðgerðastarfsemi sem er orðin sú stærsta á Íslandi. Á þessu ári söfnuðust yfir 250 milljónir til góðgerðafélaga, þar sem hver einasta króna skilar sér í kassa félaganna. Þetta er ofboðslega mikilvægur þáttur og ýtir líka undir þátttöku.“ Arnar Pétursson hljóp til sigurs í hálfmaraþoni og var sú vegalengd vottuð, svo árangurinn fæst skráður.vísir/Viktor Freyr En telur Ingvar þá að Reykjavíkurmaraþonið eigi að fá vottun án þess að greiða fyrir það? „Nei, alls ekki. Við höfum alltaf sagt að við viljum fá vottun. Það sem við höfum aftur á móti bent á er að á viðburði sem þessum sé kannski óeðlilegt að við séum, til dæmis í 10 kílómetra hlaupinu, að þá hefði vottun kostað okkur um 900.000 krónur,“ segir Ingvar. Kostnaðurinn er að mestu leyti vegna skráningar fyrir hvern keppanda í afrekaskrá. „Okkur finnst fullkomlega eðlilegt að það sé verið að halda utan um afrekaskrá en það er óeðlilegt að til dæmis í 42 kílómetra hlaupi Félags maraþonhlaupara í vor hafi vottun kostað 32.500 krónur, miðað við þátttöku, á meðan að fjórum sinnum styttra hlaup hjá okkur kosti 900.000 krónur,“ segir Ingvar. „Okkur finnst bara fullkomlega eðlilegt að við greiðum fyrir vottun, eitthvert fast verð, því það er bara einhver ákveðinn tími sem fer í það að fara yfir gögnin. Við erum búin að segja það allan tímann,“ segir Ingvar og bendir á að á fyrsta fundi með frjálsíþróttasambandinu hafi gjaldið átt að vera 500 krónur fyrir hvern keppanda, í stað 150 núna. Viðtalið má heyra hér að ofan.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Tveir hafnaboltamenn létust er þakið gaf sig Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti