Karlmaðurinn er sakaður um að hafa aðfaranótt sunnudagsins 14. ágúst fyrir tveimur árum haldið annarri hendi konu fastri upp við vegg salernis á Miðbarnum, káfað á brjóstum hennar utan klæða, kysst háls hennar og sleikt hægra eyra. Svo hafi hann farið með hendi sína inn undir kjól hennar og niður fyrir buxnastreng sokkabuxna sem hún var íklædd.
Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur fyrir brott sitt og gerð krafa um miskabætur upp á tvær milljónir króna.
Karlmaðurinn er boðaður til þingfestingar málsins í Héraðsdómi Suðurlands í október en ella verður litið svo á að hann játi brot sitt. Af boðuninni að dæma virðist með öllu óljóst hvort karlmaðurinn sé hér á landi eða farinn af landi brott.