Bjóða bændum þyrluflug í smalamennsku fyrir slikk Kristján Már Unnarsson skrifar 4. september 2024 12:02 HeliAir Iceland gerir út tvær þyrlur. HeliAir Þyrluflugfélagið HeliAir Iceland hefur boðist til að létta bændum við Eyjafjörð smalamennskuna þetta haustið. Bændum býðst þyrluflug upp á fjöll og lengst inn í dali Tröllaskaga fyrir tvöþúsund krónur túrinn á mann. „Við vildum bara gefa svolítið til samfélagsins, styðja nærsamfélagið, með því að bjóða bændum upp á nánast gefins flug, eða eins ódýrt og hugsast getur,“ segir Áslaug Inga Barðadóttir, framkvæmdastjóri HeliAir, en fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Ólafsfirði og gerir einnig út frá Reykjavík. Áslaug Inga Barðadóttir er framkvæmdastjóri HeliAir Iceland. Hún var áður hótelstjóri á Deplum í Fljótum.Sigurjón Ólason „Hver ferð kostar tíu þúsund krónur, það komast fimm með í hverja ferð, þannig að þetta eru bara tvöþúsund krónur ferðin á mann,“ segir Áslaug. Þyrluflugið tekur mið af fjárleitum þetta haustið fyrir norðan og verður næstu tvær helgar, ef veður leyfir. Landslag á Tröllaskaga er víða krefjandi til smölunar.HeliAir „Um næstu helgi verðum við í Eyjafirði, Þorvaldsdal og Hörgárdal. Þarnæstu helgi, 13. og 14. september, verðum við í Ólafsfirði, við Dalvík og í Svarfaðardal.“ En hafa bændur áhuga á að nýta þyrluflugið? „Viðtökurnar hafa verið vonum framar. Við erum komin núna með á skrá fjórtán eða fimmtán ferðir. Þetta sparar bændum miklar göngur. Við skutlum þeim aðra leiðina, svo ganga þeir til baka og smala. Sumir fara upp á fjallstoppa, aðrir inn í dalsbotna, það er bara misjafnt,“ segir Áslaug. HeliAir er annað af tveimur þyrlufyrirtækjum á Íslandi sem starfa undir íslensku flugrekstrarleyfi. Aðaleigandi félagsins er Árni Helgason, verktaki á Ólafsfirði. Félagið hefur sérhæft sig í lúxusflugi með ferðamenn og gerir út tvær þyrlur, sex sæta þyrlu af gerðinni Bell 407 og fimm sæta þyrlu af gerðinni Airbus H125. Höfuðstöðvar HeliAir eru í Ólafsfirði.HeliAir HeliAir er þó ekki fyrst til að bjóða fjárbændum upp á aðstoð við smölum með þyrlum. Hótelið að Deplum í Fljótum hefur af og til undanfarin ár hlaupið undir bagga með bændum í Fljótum og þá í eftirleitum á erfiðustu svæðunum. Bændur í Fljótum voru raunar með þeim fyrstu til að nýta dróna við fjárleitir, eins og sjá má í þessari frétt Stöðvar 2 frá árinu 2016: Íbúar við norðanverðan Eyjafjörð og á Tröllaskaga eru orðnir vanir því að sjá þyrlur fljúga þar um fjöll og dali en þar hefur byggst upp gróskumikil þyrluskíðaferðamennska, eins og fjallað var um í þessum þætti Um land allt árið 2015: Fréttir af flugi Landbúnaður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Hörgársveit Eyjafjarðarsveit Skagafjörður Tengdar fréttir Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. 27. janúar 2015 19:18 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
„Við vildum bara gefa svolítið til samfélagsins, styðja nærsamfélagið, með því að bjóða bændum upp á nánast gefins flug, eða eins ódýrt og hugsast getur,“ segir Áslaug Inga Barðadóttir, framkvæmdastjóri HeliAir, en fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Ólafsfirði og gerir einnig út frá Reykjavík. Áslaug Inga Barðadóttir er framkvæmdastjóri HeliAir Iceland. Hún var áður hótelstjóri á Deplum í Fljótum.Sigurjón Ólason „Hver ferð kostar tíu þúsund krónur, það komast fimm með í hverja ferð, þannig að þetta eru bara tvöþúsund krónur ferðin á mann,“ segir Áslaug. Þyrluflugið tekur mið af fjárleitum þetta haustið fyrir norðan og verður næstu tvær helgar, ef veður leyfir. Landslag á Tröllaskaga er víða krefjandi til smölunar.HeliAir „Um næstu helgi verðum við í Eyjafirði, Þorvaldsdal og Hörgárdal. Þarnæstu helgi, 13. og 14. september, verðum við í Ólafsfirði, við Dalvík og í Svarfaðardal.“ En hafa bændur áhuga á að nýta þyrluflugið? „Viðtökurnar hafa verið vonum framar. Við erum komin núna með á skrá fjórtán eða fimmtán ferðir. Þetta sparar bændum miklar göngur. Við skutlum þeim aðra leiðina, svo ganga þeir til baka og smala. Sumir fara upp á fjallstoppa, aðrir inn í dalsbotna, það er bara misjafnt,“ segir Áslaug. HeliAir er annað af tveimur þyrlufyrirtækjum á Íslandi sem starfa undir íslensku flugrekstrarleyfi. Aðaleigandi félagsins er Árni Helgason, verktaki á Ólafsfirði. Félagið hefur sérhæft sig í lúxusflugi með ferðamenn og gerir út tvær þyrlur, sex sæta þyrlu af gerðinni Bell 407 og fimm sæta þyrlu af gerðinni Airbus H125. Höfuðstöðvar HeliAir eru í Ólafsfirði.HeliAir HeliAir er þó ekki fyrst til að bjóða fjárbændum upp á aðstoð við smölum með þyrlum. Hótelið að Deplum í Fljótum hefur af og til undanfarin ár hlaupið undir bagga með bændum í Fljótum og þá í eftirleitum á erfiðustu svæðunum. Bændur í Fljótum voru raunar með þeim fyrstu til að nýta dróna við fjárleitir, eins og sjá má í þessari frétt Stöðvar 2 frá árinu 2016: Íbúar við norðanverðan Eyjafjörð og á Tröllaskaga eru orðnir vanir því að sjá þyrlur fljúga þar um fjöll og dali en þar hefur byggst upp gróskumikil þyrluskíðaferðamennska, eins og fjallað var um í þessum þætti Um land allt árið 2015:
Fréttir af flugi Landbúnaður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Hörgársveit Eyjafjarðarsveit Skagafjörður Tengdar fréttir Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. 27. janúar 2015 19:18 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00
Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. 27. janúar 2015 19:18