Örlagaríkur tölvupóstur opnaður á Facetime við mömmu og pabba Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2024 14:01 Erna og Hrefna fallast hér í faðma á Facetime við foreldra sína í fyrra þegar í ljós kom að þær hefðu báðar fengið samning við einn besta dansflokk heims. Erna Kristín og Hrefna Kristrún Jónasdætur eru 24 ára eineggja tvíburasystur sem náð hafa lygilegum árangri í ballettheiminum í Bretlandi. Þær segja hápunkt ferilsins hingað til tvímælalaust hafa verið þegar þær fengu samning við Royal national ballet, einn virtasta ballettflokk Bretlands. Erna og Hrefna eru einkar samrýmdar og hafa hingað til fetað nákvæmlega sömu braut í lífinu. Ballett er sameiginleg ástríða þeirra og þeim hefur báðum tekist að skapa sér glæstan feril utan landsteinanna. Árangurinn er ótrúlegur. Þær hafa komist á samning hjá virtum dansflokkum og dansað fyrir fullum sal í Royal Albert hall í London. Þær hafa fylgst að allan tímann, í gegnum súrt og sætt. Við settumst niður með systrunum í Íslandi í dag á dögunum. Augnablikin hafa mörg verið ansi stór hjá systrunum síðustu ár. Þær eru sammála þegar þær eru inntar eftir því alla stærsta; það hafi verið þegar fjarlægur draumur rættist loks í fyrra. „Við Sáum að English national ballet, sem er einn besti ballettflokkur heims, var að auglýsa. Við ákváðum að við ætluðum að sækja um að gamni, þó að líkurnar séu rosalega litlar,“ segir Hrefna. Þær segja að tvö þúsund manns hafi sótt um, 150 verið boðaðir í prufur og þrettán dansarar fengu samning yfir sumarið. Bæði Hrefna og Erna hrepptu hnossið. „Mómentið þegar við opnuðum tölvupóstinn frá þeim, þegar við fáum samning hjá English national ballet. Þetta var svo rosalega langsótt markmið, maður leyfði sér ekki að dreyma um þetta. Þegar við opnuðum tölvupóstinn þá hrundu tárin, við vorum á Facetime við mömmu og pabba,“ segir Hrefna. Og ekki nóg með það heldur voru Hrefna og Erna báðar valdar til að dansa á frumsýningarkvöldinu í Royal Albert hall. Aðeins þrír dansarar sem ekki eru fastráðnir við flokkinn voru valdir til verksins. „Og þær sýningar sem við sýnum í Royal Albert Hall líka, þar er setið frá öllum hliðum. Þær eru hápunkturinn. Og við reynum alltaf að útskýra fyrir þeim sem eru ekki í ballett að þetta sé eins og að fá samning hjá Manchester United í fótboltanum,“ segir Erna. Viðtalið við tvíburana má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag Dans Íslendingar erlendis Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Erna og Hrefna eru einkar samrýmdar og hafa hingað til fetað nákvæmlega sömu braut í lífinu. Ballett er sameiginleg ástríða þeirra og þeim hefur báðum tekist að skapa sér glæstan feril utan landsteinanna. Árangurinn er ótrúlegur. Þær hafa komist á samning hjá virtum dansflokkum og dansað fyrir fullum sal í Royal Albert hall í London. Þær hafa fylgst að allan tímann, í gegnum súrt og sætt. Við settumst niður með systrunum í Íslandi í dag á dögunum. Augnablikin hafa mörg verið ansi stór hjá systrunum síðustu ár. Þær eru sammála þegar þær eru inntar eftir því alla stærsta; það hafi verið þegar fjarlægur draumur rættist loks í fyrra. „Við Sáum að English national ballet, sem er einn besti ballettflokkur heims, var að auglýsa. Við ákváðum að við ætluðum að sækja um að gamni, þó að líkurnar séu rosalega litlar,“ segir Hrefna. Þær segja að tvö þúsund manns hafi sótt um, 150 verið boðaðir í prufur og þrettán dansarar fengu samning yfir sumarið. Bæði Hrefna og Erna hrepptu hnossið. „Mómentið þegar við opnuðum tölvupóstinn frá þeim, þegar við fáum samning hjá English national ballet. Þetta var svo rosalega langsótt markmið, maður leyfði sér ekki að dreyma um þetta. Þegar við opnuðum tölvupóstinn þá hrundu tárin, við vorum á Facetime við mömmu og pabba,“ segir Hrefna. Og ekki nóg með það heldur voru Hrefna og Erna báðar valdar til að dansa á frumsýningarkvöldinu í Royal Albert hall. Aðeins þrír dansarar sem ekki eru fastráðnir við flokkinn voru valdir til verksins. „Og þær sýningar sem við sýnum í Royal Albert Hall líka, þar er setið frá öllum hliðum. Þær eru hápunkturinn. Og við reynum alltaf að útskýra fyrir þeim sem eru ekki í ballett að þetta sé eins og að fá samning hjá Manchester United í fótboltanum,“ segir Erna. Viðtalið við tvíburana má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Ísland í dag Dans Íslendingar erlendis Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp