„Þeir komu fram við mig eins og tuskudúkku“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2024 10:36 Gisele Pelicot í dómshúsinu í Avignon í Frakklandi í morgun. AP/Lewis Joly Frönsk kona sem nauðgað var ítrekað af ókunnugum mönnum eftir að eiginmaður hennar til fimmtíu ára byrlaði henni yfir tíu ára tímabil, segir lögregluna hafa bjargað lífi sínu með því að koma upp um hann. Réttarhöld yfir manninum og 51 öðrum sem nauðguðu henni standa nú yfir en þau fara fram fyrir opnum dyrum, að kröfu konunnar. Frá 2011 til 2020 er vitað til þess að eiginmaður konunnar, sem er 72 ára gömul og heitir Gisele, byrlaði henni og að minnsta kosti 72 menn nauðguðu henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. Nauðganirnar myndaði hann og skráði ítarlega á meðan hann hvatti mennina áfram eða tók þátt í því að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Í dómsal í morgun rifjaði konan upp þegar lögregluþjónar sýndu henni fyrst hluta af því myndefni sem eiginmaður hennar, Dominique Pelicot (71), hafði tekið á meðan verið var að nauðga henni. Hún sagði veröld sína og líf hennar sem hún hefði byggt á fimmtíu árum hafa fallið saman. Þetta var í lok árs 2020 en hún sagðist ekki hafa haft kjark til að horfa á myndbönd sem Pelicot tók upp fyrr en í maí 2022. Lögregluþjónar fundu rúmlega tuttugu þúsund ljósmyndir og myndbönd af mönnum nauðga konunni í fórum Pelicot, eftir að hann var gómaður við að reyna að taka myndir undir pils kvenna í verslunarmiðstöð. „Þetta var hreinlega hrollvekja,“ sagði konan í morgun. „Þeir komu fram við mig eins og tuskudúkku.“ „Ég ligg þarna hreyfingarlaus á rúminu, á meðan það er verið að nauðga mér,“ sagði hún einnig í dómsal samkvæmt AFP fréttaveitunni. Pelicot er sagður hafa verið álútur í dómsal meðan eiginkona hans fyrrverandi sagði sögu sína. Höfðu aldrei samband við lögreglu Hann hefur játað brot sín gegn konunni og að hafa reynt að nauðga nítján ára konu árið 1999. Hann hefur einnig verið sakaður um að nauðga og myrða 23 ára konu árið 1991 en hefur ekki gengist við því. Lögmenn sumra hinna mannanna sem réttað er yfir segja skjólstæðinga sína hafa talið að þeir væru að hjálpa pari við að upplifa einhverja kynferðislega draumóra. Mennina fann Pelicot á netspjallborðinu „a son insu“ (á frönsku þýðir það „án þess að hún/hann viti“). Þar ræddu meðlimir vettvangsins sín á milli um nauðganir sem þeir framkvæma á konum, oft þegar búið er að byrla þeim. Þá hefur Pelicot sagt að hann hafi gert mönnunum ljóst að þetta væri ekki með samþykki hennar. Enginn þeirra hafði samband við lögreglu vegna nauðgananna, samkvæmt frétt Le Monde. Konan gaf í dómsal í morgun lítið fyrir yfirlýsingar um að mennirnir hafi talið sig vera að hjálpa pari við að bæta kryddi í kynlíf þeirra. „Þetta var ekki kynlíf. Þetta voru nauðganir.“ Sér mappa fyrir hvern mann Maðurinn sem leiddi rannsókn lögreglunnar sagði frá því í gær að myndefnið og önnur gögn sem Pelicot hafði haldið, hefðu hjálpað verulega við að finna mennina sem nauðguðu Gisele. Hann fékk fjóra rannsakendur með sér í lið sem hann sagðist hafa vitað að réðu við að horfa á myndefnið, því það gætu ekki allir. Pelicot hafði flokkað allt myndefnið í mismunandi möppur fyrir hvern einasta mann sem hafði nauðgað Gisele. Möppurnar báru nöfn eins og „Chris slökkviliðsmaður“, „Quentin“, „Gaston“ og „Svarti David“, samkvæmt frétt France24. Rannsakendur notuðu símagögn til viðbótar við myndefnið, auk hugbúnaðar til að bera kennsl á mennina. Af 72 tveimur mönnum báru þeir kennsl á 54. Einn er látinn og tveir voru ekki ákærðir vegna skorts á sönnunargögnum. Af 51 manni sem hefur verið ákærður eru átján í haldi en 32 ganga lausir. Einn hefur aldrei fundist. Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pelicot Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira
Frá 2011 til 2020 er vitað til þess að eiginmaður konunnar, sem er 72 ára gömul og heitir Gisele, byrlaði henni og að minnsta kosti 72 menn nauðguðu henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. Nauðganirnar myndaði hann og skráði ítarlega á meðan hann hvatti mennina áfram eða tók þátt í því að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Í dómsal í morgun rifjaði konan upp þegar lögregluþjónar sýndu henni fyrst hluta af því myndefni sem eiginmaður hennar, Dominique Pelicot (71), hafði tekið á meðan verið var að nauðga henni. Hún sagði veröld sína og líf hennar sem hún hefði byggt á fimmtíu árum hafa fallið saman. Þetta var í lok árs 2020 en hún sagðist ekki hafa haft kjark til að horfa á myndbönd sem Pelicot tók upp fyrr en í maí 2022. Lögregluþjónar fundu rúmlega tuttugu þúsund ljósmyndir og myndbönd af mönnum nauðga konunni í fórum Pelicot, eftir að hann var gómaður við að reyna að taka myndir undir pils kvenna í verslunarmiðstöð. „Þetta var hreinlega hrollvekja,“ sagði konan í morgun. „Þeir komu fram við mig eins og tuskudúkku.“ „Ég ligg þarna hreyfingarlaus á rúminu, á meðan það er verið að nauðga mér,“ sagði hún einnig í dómsal samkvæmt AFP fréttaveitunni. Pelicot er sagður hafa verið álútur í dómsal meðan eiginkona hans fyrrverandi sagði sögu sína. Höfðu aldrei samband við lögreglu Hann hefur játað brot sín gegn konunni og að hafa reynt að nauðga nítján ára konu árið 1999. Hann hefur einnig verið sakaður um að nauðga og myrða 23 ára konu árið 1991 en hefur ekki gengist við því. Lögmenn sumra hinna mannanna sem réttað er yfir segja skjólstæðinga sína hafa talið að þeir væru að hjálpa pari við að upplifa einhverja kynferðislega draumóra. Mennina fann Pelicot á netspjallborðinu „a son insu“ (á frönsku þýðir það „án þess að hún/hann viti“). Þar ræddu meðlimir vettvangsins sín á milli um nauðganir sem þeir framkvæma á konum, oft þegar búið er að byrla þeim. Þá hefur Pelicot sagt að hann hafi gert mönnunum ljóst að þetta væri ekki með samþykki hennar. Enginn þeirra hafði samband við lögreglu vegna nauðgananna, samkvæmt frétt Le Monde. Konan gaf í dómsal í morgun lítið fyrir yfirlýsingar um að mennirnir hafi talið sig vera að hjálpa pari við að bæta kryddi í kynlíf þeirra. „Þetta var ekki kynlíf. Þetta voru nauðganir.“ Sér mappa fyrir hvern mann Maðurinn sem leiddi rannsókn lögreglunnar sagði frá því í gær að myndefnið og önnur gögn sem Pelicot hafði haldið, hefðu hjálpað verulega við að finna mennina sem nauðguðu Gisele. Hann fékk fjóra rannsakendur með sér í lið sem hann sagðist hafa vitað að réðu við að horfa á myndefnið, því það gætu ekki allir. Pelicot hafði flokkað allt myndefnið í mismunandi möppur fyrir hvern einasta mann sem hafði nauðgað Gisele. Möppurnar báru nöfn eins og „Chris slökkviliðsmaður“, „Quentin“, „Gaston“ og „Svarti David“, samkvæmt frétt France24. Rannsakendur notuðu símagögn til viðbótar við myndefnið, auk hugbúnaðar til að bera kennsl á mennina. Af 72 tveimur mönnum báru þeir kennsl á 54. Einn er látinn og tveir voru ekki ákærðir vegna skorts á sönnunargögnum. Af 51 manni sem hefur verið ákærður eru átján í haldi en 32 ganga lausir. Einn hefur aldrei fundist.
Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pelicot Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira