Fyrsta Airbus-þota Icelandair að verða tilbúin í reynsluflug Kristján Már Unnarsson skrifar 5. september 2024 21:21 Frá smíði þotunnar í verksmiðju Airbus í Hamborg. Hún er af gerðinni A321neo. Airbus/Icelandair Smíði fyrstu Airbus-þotu Icelandair er langt komin í flugvélaverksmiðju í Hamborg og er hún væntanleg til landsins í nóvember. Icelandair á von á fjórum slíkum þotum í flotann fyrir næsta sumar. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir úr samsetningarverksmiðju Airbus í Hamborg. Þar er búið að mála merki Icelandair á fyrstu þotuna, sem er af gerðinni A321neo. Bjarni Jónsson stýrir innleiðingu Airbus-vélanna í flota Icelandair.Arnar Halldórsson „Hún er í málningu núna og klárum það á mánudaginn. Næsta verk er að koma undir hana hreyfla og klára farþegarýmið. Svo verður hún í raun bara tilbúin í flugprófanir hjá Airbus,“ segir Bjarni Jónsson, verkefnisstjóri hjá Icelandair, sem stýrir innleiðingu Airbus-vélanna hjá flugfélaginu. Merki Icelandair er komið á stélið.Airbus/Icelandair Flugáhugamenn í Aðdáendaklúbbi Loftleiða fengu í dag kynningu frá Bjarna í Café Atlanta í Kópavogi á helstu tækniatriðum flugvélarinnar. Ennfremur því verkefni að taka hana í þjónustu félagsins, sem felst meðal annars í þjálfun starfsfólks og áhafna, þar á meðal flugvirkja, flugfreyja og flugmanna. „Þannig að við verðum með mannskap kláran,“ segir Bjarni. Þetta er fyrsta Airbus-þotan sem smíðuð er fyrir Icelandair.Airbus/Icelandair 187 farþegasæti verða um borð, álíka og í gömlu 757-þotunum, sem þær leysa af hólmi. Von er á þeirri fyrstu í nóvember og það er ekki bara ein á leiðinni heldur fjórar. Tvær koma fyrir áramót og aðrar tvær eftir áramót og verða allar komnar í rekstur fyrir næsta sumar. Málun flugvélarinnar lýkur á mánudag.Airbus/Icelandair Icelandair leigir þessar þotur þar til félagið fær nýjustu og langdrægustu tegundina af A321-línunni, XLR-gerðina, eftir fimm ár. Bjarni segir eftirvæntingu meðal starfsfólks Icelandair að fá Airbus. „Það sést kannski bara best á því að mikið af flugmönnum vildu skipta. Þannig að þetta er eitthvað nýtt og spennandi,“ segir Bjarni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Icelandair Airbus Fréttir af flugi Þýskaland Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Nýjasta þota Airbus í krefjandi prófunum í hvassviðri í Keflavík Flugvélaframleiðandinn Airbus nýtti sér hvassviðrið á Íslandi í dag til flugprófana á nýjustu farþegaþotu sinni með því að lenda henni margsinnis í stífum hliðarvindi. Þetta er samskonar þota og ráðamenn Icelandair veðja á sem sína framtíðarvél. 10. október 2023 20:40 Segir nýju Airbus-þoturnar fullkomnar fyrir Icelandair Icelandair skrifaði í dag undir samning um kaup á allt að 25 Airbus-þotum. Jafnframt hefur félagið gert leigusamning um fjórar Airbus- þotur og verða þær fyrstu afhentar fyrir lok næsta árs. 6. júlí 2023 23:20 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir úr samsetningarverksmiðju Airbus í Hamborg. Þar er búið að mála merki Icelandair á fyrstu þotuna, sem er af gerðinni A321neo. Bjarni Jónsson stýrir innleiðingu Airbus-vélanna í flota Icelandair.Arnar Halldórsson „Hún er í málningu núna og klárum það á mánudaginn. Næsta verk er að koma undir hana hreyfla og klára farþegarýmið. Svo verður hún í raun bara tilbúin í flugprófanir hjá Airbus,“ segir Bjarni Jónsson, verkefnisstjóri hjá Icelandair, sem stýrir innleiðingu Airbus-vélanna hjá flugfélaginu. Merki Icelandair er komið á stélið.Airbus/Icelandair Flugáhugamenn í Aðdáendaklúbbi Loftleiða fengu í dag kynningu frá Bjarna í Café Atlanta í Kópavogi á helstu tækniatriðum flugvélarinnar. Ennfremur því verkefni að taka hana í þjónustu félagsins, sem felst meðal annars í þjálfun starfsfólks og áhafna, þar á meðal flugvirkja, flugfreyja og flugmanna. „Þannig að við verðum með mannskap kláran,“ segir Bjarni. Þetta er fyrsta Airbus-þotan sem smíðuð er fyrir Icelandair.Airbus/Icelandair 187 farþegasæti verða um borð, álíka og í gömlu 757-þotunum, sem þær leysa af hólmi. Von er á þeirri fyrstu í nóvember og það er ekki bara ein á leiðinni heldur fjórar. Tvær koma fyrir áramót og aðrar tvær eftir áramót og verða allar komnar í rekstur fyrir næsta sumar. Málun flugvélarinnar lýkur á mánudag.Airbus/Icelandair Icelandair leigir þessar þotur þar til félagið fær nýjustu og langdrægustu tegundina af A321-línunni, XLR-gerðina, eftir fimm ár. Bjarni segir eftirvæntingu meðal starfsfólks Icelandair að fá Airbus. „Það sést kannski bara best á því að mikið af flugmönnum vildu skipta. Þannig að þetta er eitthvað nýtt og spennandi,“ segir Bjarni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Icelandair Airbus Fréttir af flugi Þýskaland Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Nýjasta þota Airbus í krefjandi prófunum í hvassviðri í Keflavík Flugvélaframleiðandinn Airbus nýtti sér hvassviðrið á Íslandi í dag til flugprófana á nýjustu farþegaþotu sinni með því að lenda henni margsinnis í stífum hliðarvindi. Þetta er samskonar þota og ráðamenn Icelandair veðja á sem sína framtíðarvél. 10. október 2023 20:40 Segir nýju Airbus-þoturnar fullkomnar fyrir Icelandair Icelandair skrifaði í dag undir samning um kaup á allt að 25 Airbus-þotum. Jafnframt hefur félagið gert leigusamning um fjórar Airbus- þotur og verða þær fyrstu afhentar fyrir lok næsta árs. 6. júlí 2023 23:20 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Nýjasta þota Airbus í krefjandi prófunum í hvassviðri í Keflavík Flugvélaframleiðandinn Airbus nýtti sér hvassviðrið á Íslandi í dag til flugprófana á nýjustu farþegaþotu sinni með því að lenda henni margsinnis í stífum hliðarvindi. Þetta er samskonar þota og ráðamenn Icelandair veðja á sem sína framtíðarvél. 10. október 2023 20:40
Segir nýju Airbus-þoturnar fullkomnar fyrir Icelandair Icelandair skrifaði í dag undir samning um kaup á allt að 25 Airbus-þotum. Jafnframt hefur félagið gert leigusamning um fjórar Airbus- þotur og verða þær fyrstu afhentar fyrir lok næsta árs. 6. júlí 2023 23:20