Fylla upp í sprungur í von um að hægt verði að opna Grindavík aftur Bjarki Sigurðsson og Kjartan Kjartansson skrifa 5. september 2024 20:20 Jón Gunnar Margeirsson, verktaki í Grindavík, er vongóður um að hægt verði að opna bæinn aftur á næstu vikum. Vísir/Arnar Vinna við sprungufyllingar í Grindavík gengur vel, þó að verkið vinnist seint, að sögn verktaka. Hann er fullviss um að eftir að fyllt verður í sprungur og hættusvæði girt af verði hægt að flytja aftur í bæinn. Hafist var handa við að fylla upp í sprungur í Grindavík í síðustu viku, meðal annars á Víkurbraut sem er aðalumferðaræð bæjarins. Það eru heimamenn sem vinna verkið. Verkinu er skipt upp í þrjá áfanga. Í fyrsta áfanga eru svæði sem sett voru í forgang eins og Víkurbrautin sem búið er að opna að hluta. „Þetta er seinlegt. Það er mikið af lögnum í götunum en það er allavegana ekkert mjög alvarlegt að sjá hér undir,“ segir Jón Gunnar Margeirsson, eigandi verktakafyrirtækisins Jóns og Margeirs. Fyllt var upp í sex sprungur undir Nesvegi í sumar og segir Jón Gunnar að ekkert athugavert hafi verið að sjá þar. „En auðvitað er þetta sprungið og það þarf að laga þetta,“ segir hann. Grindavíkurbær hefur verið meira eða minna tómur frá því að meiriháttar jarðhræringar og eldsumbrot hófust fyrir tíu mánuðum. Jón Gunnar telur framkvæmdirnar skref í áttina að því að byggja bæinn upp á ný. Þetta lítur nú kannski ekkert vel eins og staðan er núna en ég ætla að vona að eftir svona hálfan mánuð verði þetta allt orðið greiðfært og allt klárt hérna. Þá verður lífæðin í gegnum bæinn orðin opin. Ég hef trú á því að það geti farið að styttast í að við opnum bæinn þegar þetta er orðið klárt,“ segir verktakinn. Unnið er að því að girða hættuleg svæði af. „Óskastaðan: að opna bæinn sem allra fyrst. Lokunarpóstana í burtu og bara opna bæinn og koma lífi í bæinn. Það er það sem við þurfum. Annars gerist ekkert hérna.“ Of snemmt að segja til um goslok Nokkuð er um ferðamenn sem leggja leið sína að gosstöðvunum suðvestan við Grindavík. Lögregla hefur beðið fólk um að hætta sér ekki of nálægt gosinu og hafa flestir farið eftir þeim tilmælum. Verulega hefur fjarað undan eldvirkninni síðustu daga en of snemmt er að segja til um hvort að gosinu sé við það að ljúka. Sérfræðingar Veðurstofunnar telja að landris sé líklegast hafið á ný undir Svartsengi en ekki sé hægt að segja til um það fyrr en eftir næstu daga. Spáð er að gosmengun geti borist yfir höfuðborgarsvæðið og gætu viðkvæmir fundið fyrir einkennum vegna hennar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Hafist var handa við að fylla upp í sprungur í Grindavík í síðustu viku, meðal annars á Víkurbraut sem er aðalumferðaræð bæjarins. Það eru heimamenn sem vinna verkið. Verkinu er skipt upp í þrjá áfanga. Í fyrsta áfanga eru svæði sem sett voru í forgang eins og Víkurbrautin sem búið er að opna að hluta. „Þetta er seinlegt. Það er mikið af lögnum í götunum en það er allavegana ekkert mjög alvarlegt að sjá hér undir,“ segir Jón Gunnar Margeirsson, eigandi verktakafyrirtækisins Jóns og Margeirs. Fyllt var upp í sex sprungur undir Nesvegi í sumar og segir Jón Gunnar að ekkert athugavert hafi verið að sjá þar. „En auðvitað er þetta sprungið og það þarf að laga þetta,“ segir hann. Grindavíkurbær hefur verið meira eða minna tómur frá því að meiriháttar jarðhræringar og eldsumbrot hófust fyrir tíu mánuðum. Jón Gunnar telur framkvæmdirnar skref í áttina að því að byggja bæinn upp á ný. Þetta lítur nú kannski ekkert vel eins og staðan er núna en ég ætla að vona að eftir svona hálfan mánuð verði þetta allt orðið greiðfært og allt klárt hérna. Þá verður lífæðin í gegnum bæinn orðin opin. Ég hef trú á því að það geti farið að styttast í að við opnum bæinn þegar þetta er orðið klárt,“ segir verktakinn. Unnið er að því að girða hættuleg svæði af. „Óskastaðan: að opna bæinn sem allra fyrst. Lokunarpóstana í burtu og bara opna bæinn og koma lífi í bæinn. Það er það sem við þurfum. Annars gerist ekkert hérna.“ Of snemmt að segja til um goslok Nokkuð er um ferðamenn sem leggja leið sína að gosstöðvunum suðvestan við Grindavík. Lögregla hefur beðið fólk um að hætta sér ekki of nálægt gosinu og hafa flestir farið eftir þeim tilmælum. Verulega hefur fjarað undan eldvirkninni síðustu daga en of snemmt er að segja til um hvort að gosinu sé við það að ljúka. Sérfræðingar Veðurstofunnar telja að landris sé líklegast hafið á ný undir Svartsengi en ekki sé hægt að segja til um það fyrr en eftir næstu daga. Spáð er að gosmengun geti borist yfir höfuðborgarsvæðið og gætu viðkvæmir fundið fyrir einkennum vegna hennar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira